Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.10.1977, Page 17
15
Fyrstu átta mánuói þessa árs jókst verðmæti heildar-
útflutnings um tæplega 42% miöað við janúar-ágúst 1976,
en um rúmlega 34% ef útflutningur á áli og álmelmi er
undanskilinn. Verðhækkanir miðaö við fyrstu átta mánuði
1976 eru áætlaóar 21% á vörum öðrum en áli og álmelmi,
þannig að útflutt magn hefur aukizt um 10%.
Aukning í magni er mest í útflutningi á ullarvörum,
tæplega 34% og 26% í útflutningi á fiskilínum, köðlum og
netum alls konar en einnig hefur orðið talsverö aukning
í útflutningi á lagmeti (12%) . Hins vegar hefur dregið
töluvert úr útflutningi skinna og skinnavara fyrstu
átta mánuði þessa árs miðaö við fyrra ár eða tæplega 10%
og veröhækkun numið 17-18%.
Áætlanir á afkomu iðnaðar^ árið 1976 benda til þess,
að afkoma iðnaöarins í heild sé nokkru betri árið 1976 en
hún var árið 1975. Tekjur í iðnaöi eru áætlaöar aukast
úr 66,6 milljöröum króna árió 1975 í 91,1 milljarð
króna árið 1976 eða um tæplega 37% og vergur hagnaður
fyrir skatta er áætlaður aukast úr 4,6% af tekjum árið
1975 í 5,5% af tekjum árið 1976 en hér ræður mestu
batnandi afkoma álversins árið 1976. Án álframleiðslu
eru tekjur iðnaðarins áætlaðar aukast um 34% árið 1976
úr 58,9 milljöröum króna í 79,1 milljarð króna og nemur
vergur hagnaður í þessum áætlunum 4,8% af tekjum árið
1976 í stað 5,7% árið áður.
Vergur hagnaöur vörugreina iðnaðar hækkar úr 4,4% af
tekjum árið 1975 (tafla 1.2) í 6,2% árið 1976 og er þá
álframleiðsla meötalin, en er áætlaður lækka úr 5,9% í
5,5% að álframleiðslu undanskilinni. 1 þeim greinum
vörugreina iðnaðar er selja framleiöslu sína innanlands
nam vergur hagnaöur fyrir skatta 5,6% af tekjum árið
1975 en er áætlaður lækka í 5,3% af tekjum árið 1976.
Afkoma útflutningsiðnaðarins batnar verulega á árinu
1976 og nemur vergur hagnaður 8,9% af tekjum í stað
0,7% árið 1975 en hagnaður í útflutningsgreinum án áls
lækkar úr 8,7% árið 1975 í 7,6%.
1) Undanskildar eru greinar fiskiðnaðar og slátrun og
kjötiðnaðar.