Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.10.1977, Qupperneq 20
18
4 . Framleiðni.
Framleiðni vinnu er talin hafa aukizt um 2,7% i MIF
greinum iðnaðar árið 1975, þegar álframleiðsla er undan-
skilin (tafla 7.2), en minnkað um 1,6% éf álframleiðsla
er meðtalin. Framleiðni er talin hafa minnkað í 9
greinum af 21 grein, sem magnvísitalan nær til (tafla
7.1). Framleiðni hefur þó aukizt i ýmsum greinum, sem
falla undir magnvisitöluna, svo sem i hreinlætisvöru-
framleiðslu í brauð- og kexgerð og i ýmsum matvælaiðnaði
tæplega 14%.
Framleiðni í öðrum greinum en MIF greinum er talin
hafa minnkað um 3,2% á árinu 1975, og i iðnaði alls er
því áætlað, að framleiðni hafi minnkað um 2,9% á árinu,
en um 0,9% ef álframleiðsla er undanskilin.
5. Efnahagsyfirlit og framleiðslufjármunir.
Byggt er á sama úrtaki við gerð efnahagsyfirlits iðnaðar
og notað er við athuganir á iðnaðarrekstri í landinu
árið 1975. Alls eru 459 fyrirtæki í úrtakinu eða tæplega
20% fyrirtækja í iðnaði öðrum en fiskiðnaði árið 1975,
með 56,9% alls mannafla í þeim iðngreinum, er athugunin
nær til, en efnahagsyfirlitið er að mestu byggt á úrtaki
félaga í iðnaði eins og fyrri ár (tafla 8.1).
Tölur um verðmæti fastra framleiðslufjármuna í iðnaði
samkvæmt þjóðarauðsmati árin 1968-1975 eru birtar í
töflu 13.1. Eignir í þessum tölum eru metnar á afskrifuðu
endurkaupsverði og því með öllu óháðar eignafærslum
fyrirtækja í reikningum þeirra, sem tafla 8.1 er byggð
á. í þjóðarauðsmatinu er upphaflega byggt á beinu mati
fjármuna, en síðan aukið við fjárfestingu á hverju ári
skv. fjármunamyndunarskýrslum og jafnframt fært niður
um áætlaðar, hæfilegar afskriftir.
6. Hlutdeild iðnaðar í þjóðarframleiðslu og í
heildarvinnuafli.
Útreikningar á hlutdeild iðnaðar í vergri þjóðarfram-
leiðslu á tekjuvirði árin 1968-1975 er byggður á hlutfalli