Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 26. ágúst 2013
Vantar um
100 kennara
Verið er að ganga frá ráðningum í
marga skóla og á frístundaheim
ili í borginni. Á föstudag átti eftir
að ráða í 75 stöðugildi í leikskól
um, þar af 58 leikskólakennara.
Þá átti eftir að ráða 23 í grunn
skólana, þar af 5 kennara. Um 60
starfsmenn vantar í frístundastarf,
en yfirleitt er um 50 prósent störf
að ræða. Í tilkynningu frá Reykja
víkurborg kemur fram að undan
farin ár hafi flestar ráðningar á frí
stundaheimili átt sér stað í síðustu
viku. „Á sama tíma í fyrra átti eftir
að ráða í 95 stöðugildi í leikskól
um og 42 í grunnskólum og þann
23. ágúst 2012 vantaði 95 starfs
menn í frístundaheimili. Þá gekk
vel að ráða í lausar stöður og má
búast við því að sú verði raunin
þetta haustið,“ segir í tilkynningu
borgarinnar.
Þá kemur einnig fram að alls
hafi 3.501 umsókn borist um frí
stundaheimili auk 91 umsóknar í
frístundaklúbba fyrir fötluð börn
og ungmenni. Þann 19. ágúst
hafði 2.561 barn verið tekið inn í
frístundaheimili og 50 í frístunda
klúbba. Á biðlista er því 981. Á
sama tíma árið 2012 var 781 á
biðlista en þá voru umsóknir
einnig færri en nú.
Þann 21. ágúst 2013 voru 5.916
börn í leikskólum Reykjavíkur
borgar en heildarfjöldi plássa er
5.997. Þessa dagana er aðlögun
barna í fullum gangi. Öll börn
fædd 2011 eða fyrr sem höfðu sótt
um leikskólapláss hjá Reykjavíkur
borg í vor hafa fengið vistun í leik
skóla, en lengst bið hefur verið
eftir leikskólaplássi í Breiðholti.
Tafir raska
skólastarfi
A
uðvitað raskar þetta skóla
starfi. Við getum ekki
nýtt skólalóðina núna
þegar það er ennþá ver
ið að vinna hana,“ segir
Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri
Dalskóla, í samtali við DV. „Verk
áætlunin náðist ekki fyrir skólabyrj
un en það var samt skólasetning
á fimmtudaginn og þetta gengur
ágætlega.“
Mikil óánægja
Mikil óánægja ríkir meðal íbúa í
Úlfarsárdal vegna tafa á nauðsyn
legum framkvæmdum við Dalskóla
sem átti að vera lokið fyrir skóla
setningu. Við skólasetninguna í
síðustu viku var framkvæmdunum
ekki lokið og enn nokkrar skólastof
ur sem ekki var hægt að taka í gagn
ið.
Þegar blaðamann DV bar að
garði blasti við fremur vesældar
leg sjón þar sem meira fór fyrir
iðnaðar mönnum en nemendum.
Skýringin á því felst í því að nokkrir
árgangar höfðu verið sendir í ferða
lag en á meðan unnu iðnaðar
mennirnir hörðum höndum að því
að ljúka við skólastofur. Næsta verk
er að ganga frá skólalóðinni með
viðunandi hætti en þar virðist nokk
uð langt í land.
Fjórtán skúrar
Dalskóli er hýstur í fjórtán skúrum
sem reistir hafa verið til bráða
birgða og er ástand þeirra afar mis
jafnt. Skólahús Dalskóla átti að rísa
árið 2008 en nú er útlit fyrir að það
gerist ekki fyrr en átta til tíu árum
seinna en áætlað var. Því má ætla
að einhverjir nemendur muni út
skrifast úr Dalskóla án þess að hafa
nokkurn tímann verið í eiginlegri
skólabyggingu.
„Við viljum auðvitað gera allt
til að þrýsta á að fá nýja skóla
byggingu sem fyrst,“ segir Hildur
og bætir við að nú sé áætlað að
hönnunarsamkeppni vegna
byggingarinnar fari í gang nú
í september. Hún segir þó að
heilbrigðis eftirlitið hafi lagt bless
un sína yfir skólaaðstöðuna og að
aukinn kraftur hafi verið settur í
framkvæmdirnar. „Það er verið að
klára að mála allt að utan og innan
og þetta er allt að koma. Það er alla
vega hlýtt og það er hægt að sturta
niður,“ segir Hildur að endingu í
gamansömum tón.
Hrunið setti strik í reikninginn
Eins og greint hefur verið frá dró
Reykjavíkurborg verulega úr fyrir
huguðum áætlunum varðandi
byggð í Úlfarsárdal í kjölfar efna
hagshrunsins árið 2008. Uppruna
lega stóð til að þrír skólar yrðu í
hverfinu fyrir 1.–7. bekk auk safn
skóla en nú er aðeins einn skóli í
hverfinu fyrir börn allt frá 2 ára aldri
og upp í 10. bekk. Dalskóli var fyrst
settur árið 2010. Nemendum skól
ans hefur fjölgað jafnt og þétt og eru
þeir nú rúmlega 100 talsins.
Kristinn Steinn Traustason er
formaður Íbúasamtaka Úlfarsár
dals. Hann ef afar ósáttur við seina
ganginn í framkvæmdunum við
Dalskóla. „Við erum óánægð með
hve seint var farið af stað og hvern
ig hefur verið staðið að því að koma
skólanum í lag fyrir haustið,“ seg
ir Kristinn í samtali við DV. „Svo
er fólk auðvitað ósátt við það hvað
bygging skólahússins hefur tafist
mikið.“
Hann segir íbúa á svæðinu marg
sinnis hafa komið óánægju sinni á
framfæri við borgaryfirvöld. „Já, við
höfum gert það mörgum sinnum,
ítrekað rætt við borgarfulltrúa,“ seg
ir Kristinn og bætir við að skiljan
lega hafi efnahagshrunið sett strik
í reikninginn. Bráðabirgðaaðstaða
skólans verði samt að vera í lagi.
„Já, þetta er vægast sagt ömur
legt aðstaða. En það átti eitthvað
að lappa upp á þetta núna í sum
ar. En maður vill náttúrulega ekki
vera of neikvæður,“ segir Kristinn að
lokum. n
n Skólastofur Dalskóla ekki tilbúnar við skólasetningu
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
„Það er allavega
hlýtt og það er
hægt að sturta niður.
Skólasvæðið Skólabygging Dalskóla
átti að rísa árið 2008. Að öllum líkindum
mun skólastarfið þó fara fram í skúrum
næstu þrjú til fimm ár. Myndir KriStinn MagnúSSon
Kennslustofa Þegar ljósmyndari DV kíkti í heimsókn átti enn eftir að klára nokkrar stofur.
Unnið hörðum höndum Nauðsynlegar framkvæmdir við
Dalskóla töfðust og hófust ekki fyrr en í þessum mánuði.
Spá rýrnun
kaupmáttar
Horfur eru á rýrnun kaupmáttar
næstu mánuði ef marka má spá
Greiningar Íslandsbanka. Á vef
bankans er vísað í nýbirtar tölur
Hagstofunnar um launavísitölu og
vísitölu kaupmáttar launa fyrir júlí
síðastliðinn. Launavísitalan lækk
aði í júlí og er það í fyrsta skipti frá
apríl síðastliðnum sem það gerist.
Kaupmáttur launa jókst þó um 0,2
prósent þar sem vísitala neysluverðs
(VNV) lækkaði um 0,3 prósent.
„Það er hins vegar skammgóð
ur vermir þar sem útsölurnar sem
drifu lækkun VNV í júlí ganga til
baka í ágúst og september,“ segir
í umfjöllun Greiningar en frá júlí
í fyrra hefur launavísitalan hækk
að um 5,5 prósent á sama tíma og
vísitala neysluverðs hefur hækkað
um 3,8 prósent. Kaupmáttaraukn
ing á tímabilinu mælist því 1,6
prósent, en í kjölfar samnings
bundinnar hækkunar launa í vetur
fór 12 mánaða taktur kaupmáttar
aukningar í 2,4 prósent.
„Horfur eru á að vísitala neyslu
verðs hækki nokkuð hraðar en
launavísitalan það sem eftir lifir árs.
Við gerum ráð fyrir að VNV muni
samanlagt hækka um 1,8 prósent til
áramóta, og að á sama tíma muni
launavísitalan hækka um tæpt pró
sentustig. Gangi spár okkar eftir
mun kaupmáttaraukning launa yfir
árið nema 0,7 prósent. Þetta veltur
þó vitaskuld á því hvenær nýir
kjarasamningar, sem samið verður
um í haust, taka gildi,“ segir á vef
Greiningar Íslandsbanka.