Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Qupperneq 14
L andsbankinn hefur viðrað áform um að byggja allt að 15 þúsunda fermetra húsnæði fyrir nýjar höf­ uðstöðvar bankans og vill hefja framkvæmdir sem fyrst. Í ljósi þess að Landsbankinn er í eigu ríkisins, sem er mjög skuldugt og stendur í erfiðum niðurskurði, er spurning hvort nýj­ ar höfuðstöðvar ríkisbankans eigi að njóta forgangs. Ef ríkisbankinn er aflögufær um þá milljarða sem þarf til að byggja höfuð­ stöðvar, þá hlýtur það að vera krafa eigandans eins og staðan er núna að fjármagnið renni í ríkissjóð í formi arðs. Þannig myndu milljarðarnir nýtast við brýnni verkefni til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Stjórnendur bankans hafa án efa mörg rök fyrir því að nýjar höfuðstöðv­ ar séu þörf fjárfesting frá sjónarhóli bankans. En áður en ráðist er í slíka fjárfestingu, þarf að kanna hvort hlut­ hafinn, ríkið, hafi einhver brýnni not fyrir fjármagnið. Eru skattgreiðendur fúsir til að borga hærri skatta til að fjár­ magna nýjar höfuðstöðvar ríkisbank­ ans, eða tilbúnir til að sætta sig við verri heilbrigðisþjónustu í nokkur ár? Haft hefur verið eftir Sigmundi Davíð forsætisráðherra um byggingar­ áform Landsbankans: „Ríkið, stofn­ anir þess og fyrirtæki í opinberri eigu munu þurfa að spara á næstu árum. Nú er verið að endurskoða ýmis útgjaldaáform þannig að það myndi skjóta skökku við ef ríkisfyrirtæki réð­ ist á sama tíma í byggingu dýrra höf­ uðstöðva“. Ég get tekið undir hvert orð. Nýjar höfuðstöðvar yrðu ekki byggðar fyrir íslenskar krónur ein­ göngu. Ríflega helmingur byggingar­ kostnaðar yrði í erlendum gjaldeyri til kaupa á byggingarefnum, stáli, steypu og fleiru því sem þarf til nýbygginga. Á sama tíma er óleystur sá vandi að Landsbankinn á ekki nægan gjald­ eyri til að greiða af stóra skuldabréf­ inu til gamla Landsbankans. Umrætt skuldabréf er eitt af stóru vanda­ málunum sem þarf að leysa svo hægt sé að afnema hér fjármagnshöft. Vart yrði auðveldara að útvega þann gjald­ eyri ef kaupa þyrfti á sama tíma inn byggingarvörur fyrir milljarða í er­ lendum gjaldeyri. Nýju höfuðstöðv­ arnar munu því miður hvorki spara gjaldeyri né skapa gjaldeyristekjur. Jafnvel þótt hagur ríkissjóðs væri í blóma og engin fjármagnshöft, þá væri samt ástæða til að staldra sér­ staklega við ef bankar hyggjast ráð­ ast í byggingu nýrra höfuðstöðva. Því þegar banki byggir, þá leiðir það yf­ irleitt til aukningar á peningamagni og verðbólgu. Bankar þurfa nefni­ lega ekki að taka lán fyrir byggingar­ kostnaðinum, þeir greiða kostnað­ inn með krónum sem þeir búa til í formi innstæðna. Innstæðna sem byggingarverktakinn tekur sem full­ gilda greiðslu. Þetta væri auðvitað ekki vandamál ef bönkum væri bann­ að að búa til peninga, þá þyrftu þeir að fjármagna sínar byggingar með sama hætti og önnur fyrirtæki. Höfuð­ stöðvar banka yrðu þá kannski byggð­ ar af meiri nægjusemi en verið hefur hingað til. Ég bind vonir við að skynsöm stjórn Landsbankans opni augun og líti á stóru myndina, íhugi þarfir og forgangsröð eiganda bankans, sem er þjóðin sjálf, og leggi í kjölfarið hug­ myndir um byggingu nýrra höfuð­ stöðva til hliðar, allavega þar til betur árar. n Sandkorn V ilt þú fá upplýsingar um það þegar voðaverk eru framin í skjóli leyndar, svik eða önn­ ur rangindi eiga sér stað? Vissir þú að árið 2008 sagði Obama að bestu heimildarmenn um spillingu, svik og misnotkun stjórn­ valda væru starfsmenn stofnana sem hefðu almannaheill að leiðarljósi og væru tilbúnir til þess að greina frá rangindum? Því ætti að hvetja ríkis­ starfsmenn til þess að vera varðhund­ ar gegn spillingu, það gæti bjargað mannslífum og sparað skattgreiðend­ um umtalsverða fjármuni. Í ljósi þessa er óhugnanlegt að rík­ isstjórn Obama hafi sótt fleiri upp­ ljóstrara til saka fyrir njósnir en allar fyrri ríkisstjórnir Bandaríkjanna til samans. Enginn hefur þó fengið eins illa meðferð og Manning sem opinber­ aði árás bandaríska hersins á saklausa borgara í Bagdad. Að minnsta kosti níu létu lífið og tvö börn særðust, þau Saeed og Do’ha, sem voru á leiðinni í skólann með pabba sínum þegar hann stöðvaði bílinn til þess að sinna særðum manni sem lá í vegarkantin­ um. Fyrir vikið voru þeir báðir skotnir til bana, í stríði sem íslensk stjórn­ völd studdu, en sá særði var fréttaljós­ myndari Reuters­fréttaveitunnar. Ríkjandi valdhafar hafa tilhneig­ ingu til þess að hylma yfir það sem fer úrskeiðis og háttsettir yfirmenn í hernum héldu því fram að árásin hefði beinst að mönnum í vígahug, að reynt hafi verið að fyrirbyggja að saklausir borgarar særðust og að ekki væri vitað af hverju börn særðust í árásinni. Niðurstaða rannsóknar innan hersins var að aðgerðir hermanna á vettvangi hefðu verið innan ramma laganna. Beiðni fjölmiðla um að fá myndband af árásinni á grundvelli upplýsinga­ laga var ekki svarað. Ef myndbandinu hefði ekki verið lekið í fjölmiðla hefði sannleikurinn aldrei komið í ljós, að það var ekkert sem réttlæti árásina. Mennirnir sem stóðu að baki árásinni hafa ekki verið dæmdir fyr­ ir hana en Manning fékk 35 ára fang­ elsisdóm fyrir að leka myndbandinu og trúnaðarskjölum um stríðið sem Bandaríkjamenn háðu í Afganistan og Írak. Til samanburðar voru þyngstu dómarnir sem féllu yfir hermönnum sem voru staðnir að því að pynta fanga, stundum til dauða, í Abu Ghraib­fangelsinu, tíu ára fangelsis­ vist. Enda krafðist saksóknarinn þess að dómurinn yrði svo þungur að aðr­ ir myndu ekki þora að feta í fótspor uppljóstrarans. Skilaboðin eru skýr og þau ganga þvert gegn orðum friðar­ verðlaunahafans: Stjórnvöld vilja frið frá þeim sem geta ljóstrað upp um ódæðis verk þeirra. En það eru ekki aðeins uppljóstr­ arar sem eru í hættu og hættan er ekki bundin við Bandaríkin. Enn heldur Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, til í sendiráði Ekvador í London af ótta við að verða framseldur frá Sví­ þjóð til Bandaríkjanna þar sem hann gæti fengið þungan dóm fyrir birtingu leynigagna, meðal annars frá Mann­ ing. Edward Snowden fékk árs hæli í Rússlandi eftir að hann kom upp um víðtækar njósnir Bandaríkjanna gagnvart borgurum og öðrum ríkjum. Í kjölfarið greindi ritstjóri breska blaðsins The Guardian frá því að yfir­ völd hefðu krafist þess að öllum gögn­ um frá honum yrði skilað eða eytt. Öllu alvarlegra var þó þegar unnusti blaðamannsins Glenn Greenwald, sem hefur skrifað ítarlegar grein­ ar byggðar á gögnum frá Snowden, var handtekinn á Heathrow­flugvelli og yfirheyrður í níu klukkustundir á grundvelli hryðjuverkalaga. Ofsóknir gegn fréttamönnum eiga sér stað víða og þær eiga sér alls kyns birtingarmyndir. Það er ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, líkt og ritstjórar nor­ rænna dagblaða gera en þeir sendu David Cameron, forsætisráðherra Breta, bréf þess eðlis. Það er ekki ógn við lýðræðið að birta upplýsingar um ranglæti heldur þvert á móti styrkur þess. Frelsi fjölmiðla til þess að sinna hlutverki sínu er aldrei mikilvægara en þegar þeir birta upplýsingar sem eru óþægilegar ráðamönnum. Nauðsyn­ legt aðhald felst í því að miðla upp­ lýsingum til fólksins og setja þær í rétt samhengi. Aðeins þá getur heilbrigð umræða átt sér stað og aðeins þá getur fólkið tekið réttar ákvarðanir. Það má aldrei gerast að valdhafar komist upp með að ógna fréttamönn­ um fyrir að sinna starfi sínu. Ekki einu sinni með einfaldri hótun um niðurskurð.n Lærimeistari n Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráð­ herra, situr síður en svo auð­ um höndum þótt aldur færist yfir. Hann er orðinn 74 ára en tekur spretti í að kenna al­ þjóðastjórnmál. Á síðasta ári var hann með námskeið við háskólann í Vilníus í Litháen. Í framhaldinu sá rektor Há­ skóla Íslands sér leik á borði og fékk hann til að halda sam­ bærilegt námskeið á Íslandi í haust. Jón Baldvin er þaul­ reyndur í hlutverki lærimeist­ arans en hann var skólameist­ ari á Ísafirði á sínum tíma. Engir auglýsendur n Vefritið Kjarninn fékk góða athygli þegar það var frum­ sýnt í síðustu viku. Þar á bæ eiga menn allt undir aug­ lýsendum. Það er mikil gróska í raf­ rænni útgáfu. Annað vefrit, Skástrik, hafði verið boðað í ágúst en tilurð þess tafðist. Það er undir ritstjórn Atla Fanndals og Aðalsteins Kjartanssonar, fyrrverandi blaðamanna DV. Skástrik er eingöngu gert út á lesend­ ur og verður án auglýsinga. Forvitnilegt verður að sjá framvinduna. Minnisblað ráðherra n Kjarnakarlarnir Magnús Hall- dórsson og Þórður Snær Júlíus- son eru í vanda vegna rangfær­ slna sem birtust í bók þeirra, Ísland ehf. Þar er því lýst að Heimir Karlsson útvarpsmað­ ur sé lukku­ riddari sem hafi greitt götu auðmanns frá Hong Kong og meðal annars fundað með Steingrími J. Sig- fússyni, þáverandi fjármála­ ráðherra. Magnús var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en iðraðist einskis og vildi ekkert leiðrétta. Vísaði hann til minnisblaðs ráðherra en varðist frekari svara þegar Bylgjumenn spurðu. Einn að­ stoðarmanna Steingríms J. var Valdimar Halldórsson, bróðir Magnúsar. Sendiráðin heilla n Nokkur hugur er í fyrrver­ andi stjórnmálamönnum að tryggja afkomu sína og lífsgæði hjá nýrri ríkisstjórn. Geir Haarde, fyrrverandi for­ sætisráðherra, er að sögn áhugasamur um að komast að sem sendiherra í Wash­ ington. Einnig flýgur fyrir að samstarfsmaður hans fyrir hrun, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, vilji fara frá Afganistan þar sem hún starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það hefur reyndar verið hefð í íslenskum stjórnmálum að flokksleiðtogar fái sendiráð sem þeim hugnast. Ég veðsetti húsið Þú ferð með pítsuna eins og hún sé bók Ráðist gegn frelsi fjölmiðla„Skilaboðin eru skýr og þau ganga þvert gegn orðum friðarverð- launahafans: Stjórnvöld vilja frið frá þeim sem geta ljóstrað upp um ódæðis- verk þeirra. „Ég bind vonir við að skynsöm stjórn Landsbankans opni augun og líti á stóru myndina Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Kjallari Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokks Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 26. ágúst 2013 Mánudagur Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, setti pítsu undir hendina og hélt á henni heim. – DVHörður Arnarson seldi aleiguna fyrir mynd um Decode. – DV Veitti fólkinu von Barack Obama var sæmdur friðar- verðlaunum Nóbels árið 2009 fyrir áherslur sínar á frið í heiminum. MynD: WIKIPeDIA.oRG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.