Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 15
Á rið 2012 í aprílmánuði sat ég að­ alfund Rithöfundasambands Ís­ lands. Dagskráin á aðalfundi RSÍ er hefðbundin, farið yfir reikn­ inga og fjárhagsstöðu o.s.frv. Fram­ kvæmdastjóri RSÍ upplýsti fundar­ menn um að laun formannsins hefðu á síðasta ári verið 2,6 milljónir fyrir hálft starf. Þá gerði undirritaður athugasemd úr sæti sínu; spurði hverju það sætti að formaðurinn væri á launum jafn­ framt því að vera á tveggja ára starfs­ launum sem rithöfundur. Hvort það stangaðist ekki á við reglur launasjóðs­ ins. Framkvæmdastjórinn sagði laun formannsins teldust ekki laun heldur þóknun (!) í þágu bókmenntanna – væru því skattfrjáls. Þegar hér var kom­ ið sögu æstust leikar því undirritaður beindi nú orðum sínum til formanns­ ins sjálfs og sagði að framferði hennar væri hreint og klárt siðleysi. Salurinn var þögull undir þessum orðaskiptum undirritaðs við framkvæmdastjóra og formann. Það var augljóst að for­ maðurinn átti ekki von á þessari at­ lögu því hún fölnaði og varð óstyrk í sæti sínu. Oft hefur mér verið hugs­ að til þessarar stundar, leitað skýr­ inga á því hvers vegna enginn félaga minna sem sátu fund þennan veittu mér fulltingi í gagrýninni á formann­ inn. Ég ætla þeim ekki þá siðblindu að þekkja ekki muninn á réttu og röngu. Þeir sátu þöglir sem gröfin, sneyptir og skömmustulegir. Um þá fóru blendnar tilfinningar. Þeir vildu engan styggja þótt þeir vissu fullvel að ásakanir mínar voru rétt­ mætar. Flestir þeirra voru fastir áskrif­ endur að ritlaunum úr launasjóðnum og gætu auðveldlega misst spón úr aski sínum ef þeir tækju undir gagn­ rýni mína. Meira var ekki um þetta rætt. Í lok hefðbundinnar dagskrár kom skýrsla formanns. Árið áður hafði hin margrómaða bókamessa verið í Þýska­ landi. Formaðurinn fór fjálglegum orðum um allt það tilstand. Athygl­ isverðar þóttu mér lýsingar hennar á hanastélsboðum þar ytra. Við lýsingar formannsins brá fyrir í huga mínum afkáralegri mynd: miðlungsrithöfund­ ar af íslensku bergi brotnir í gylltum sal vímaðir af snobbi og vínanda að klingja glösum og fjasa um þjóðararf­ inn við bókmenntafrömuði og stór­ skáld heimsins. Fleira athyglisvert var í ræðu formannsins. Hún lét þess getið að félagar RSÍ væru nú orðnir 410 og stefnt væri að fjölgun þeirra umtals­ vert á næstu árum. Þegar hún nefndi töluna, 410, var eins og hún segði frá hækkun hlutabréfa en ekki fjölg­ un listamanna – og var sem í augun­ um blikaði stórmennskuglampi. Jesús minn, hugsaði ég, hvers vegna er ver­ ið að smala þessu fólki í Rithöfunda­ sambandið? Jú, það munar um félags­ gjöldin. Mörgum þykir víst vegsauki að vera skráður félagi í RSÍ og geta kallað sig skáld eða rithöfund í símaskránni. Það alltént er vísbending um að mað­ ur sé ekki einn þessara 95 prósent ís­ lenskra fábjána, sem þingmaðurinn gat svo eftirminnilega um í morgun­ útvarpi RÚV um árið. Nei, það eru víst aðeins 15 prósent íslenskra rithöfunda sem geta kallast ritfærir og hin 85 pró­ sentin eru þá hópur vanmetageml­ inga sem vart geta talist sendibréfsfær­ ir. Hvaðan kemur þessi tölfræði? kann einhver að spyrja. Jú, það eru 55 rithöf­ undar sem fá úthlutað ritlaunum ár­ lega. Og ef skoðuð eru síðustu 10 ár þá kemur í ljós að sömu 60 rithöfundarnir hafa sópað til sín 80 prósentum launa­ sjóðsins. Að ræðu formannsins lokinni gaf fundarstjóri orðið frjálst. Undirritaður fór í pontu og talaði um hve baráttu­ þrek íslenskra rithöfunda færi þverr­ andi, til dæmis virtist sem enginn hefði nennu til að skrifa í dagblöð og krefjast úrbóta á launasjóðnum. Þessu til samlíkingar minntist undirritaður á þá aðalfundi sem hann hafði setið í Norræna húsinu uppúr 1980 þar sem tekist var á með orðsins bröndum og menn hvöttu hvern annan að berjast fyrir rétti sínum. Þegar hér var komið reis aldinn höfundur, sem þekktur var fyrir mál­ gleði á sínum yngri árum, stirðlega úr sæti sínu og rumdi reiðilega: „Þaggið niður í þessum manni“. En undirritað­ ur lét ekki hinn aldna kjaftask slá sig út af laginu og lagði fyrir fundinn rót­ tæka hugmynd um breytingu á launa­ sjóðnum: Að rithöfundar sem hlytu úthlutun úr sjóðnum fengju aðeins 6 mánaða ritlaun. Með því mætti fjölga umtalsvert þeim sem fengju ritlaun. Þessi hugmynd byggðist á því að þá sex mánuði sem útaf stæðu af ári rit­ höfundanna, gætu þeir brúað með greiðslum fyrir þýðingar, greiðslum frá útgefendum fyrir verk sín o.s.frv. Fékk hugmyndin dræmar undirtektir fundarmanna. Eftir að fundi lauk var gengið til skrafs og rauðvínsdrykkju. Kom þá til orðasnerru milli undirritaðs og eins af fyrrum formönnum RSÍ vegna vinnubragða launasjóðsnefndarinnar. Formaðurinn fyrrverandi fór flóknar leiðir við að útskýra störf nefndarinn­ ar en varð oftar en ekki málefnanlega rökþrota og greip þá til þess óyndis­ úrræðis að beita persónurökum. Þegar ég hugsa um þessa kvöld­ stund í Gunnarshúsi verð ég æ sann­ færðari um að íslenskir rithöfundar dagsins í dag eru farísear og hórkallar útgefenda sinna. Þeir eru fyrst og síð­ ast fólk sem drifið er áfram af launa­ sjóðnum í að skrifa bækur sem einkum er ætlað að vera markaðsvara – en ekki bókmenntir. Og mér verður hugsað til formannsins: Hún er kona grannvaxin, rauðhærð og fégráðug …n Ég þakka fyrir hvern dag Ég vildi bara verða mjórri og mjórri Í grunninn eru það hug- sjónirnar sem skipta öllu Margrét Gnarr glímdi við átröskun. – DVÞórunn Sveinbjarnardóttir á erfitt með að slíta sig frá pólitíkinni. – DV „Ég ætla þeim ekki þá siðblindu að sjá ekki muninn á réttu og röngu Römm er sú taug … fégræðginnar Spurningin „Ekki alveg, en það er að koma“ Andri Sigurður Haraldsson 16 ára nemi „Það er ennþá sumar, haustið byrjar í september“ Styrkár Thoroddsson 18 ára nemi „Já, það er komið“ Steingrímur Karl Jónsson 15 ára nemi „Nei, það kemur í september“ Finnur Helgi Malmquist 15 ára nemi „Já, það var haust í allt sumar“ Ýmir Rúnarsson 20 ára þjónn Er haustið komið? 1 Bera brjóstin til að mótmæla banni við berum brjóstum Mótmælt í 49 borgum í Bandaríkjunum og Kanada. 2 „Íslenska leiðin að breytast í þá argentínsku“ Alvarleg teikn á lofti í efnahags- málum þjóðarinnar, segir Andri Geir Arinbjarnarson. 3 Einsemd drepur fleiri en offita Kannanir í Bandaríkjunum og Ástralíu sýna að sífellt fleiri játa sig einmana og afskiptalausa. 4 „Ónáttúra“ að veiða og sleppa Lögfræðingur segir fráleitt og niður- lægjandi að sleppa veiddum laxi. 5 Dýrustu byggingar heims Tvær dýrustu byggingar heims eru í Singapore og voru báðar byggðar árið 2010. 6 Tyson: „Ég er fastur í víta-hring fíknar“ Boxarinn fyrrverandi óttast um líf sitt vegna fíkniefna- og áfengisneyslu. 7 Meðalmennska Rangfærslur í bókinni Ísland ehf. þykja sérlega óheppilegar. Mest lesið á DV.is Tignarlegt Hallgrímskirkja virkaði lítil í samanburði við flugeldana sem lýstu upp miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. Mynd: © dV / KrisTinn MagnússonMyndin Umræða 15Mánudagur 26. ágúst 2013 Katrín Björk Baldvinsdóttir glímir við krabbamein og eiginmaðurinn liggur á gjörgæslu. – DV Kjallari Bjarni Bernharður Skáld og málari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.