Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Page 20
ger þrot að þykjast ekki hafa skoðun á hvernig maður ber sig.“ Hvenær er von á dömulínu frá þér? „Hún kemur í október. Allt í full- um gangi í framleiðslu. Mikið af nýju sem bætist við sjálfa línuna sem sýnd var í vor. Við erum með tvær dömu- línur og tvær herrlínur fyrir haustið.“ Hvað ættu allir karlmenn að eiga í fataskápnum fyrir haustið? „Mjög mikið af fötum frá JÖR!“ Hvaða litir verða áberandi í haust og vetur? „Ekki hugmynd. Ég pæli ekk- ert í þessu. Línan okkar er svört og hvít. En undirlínan inniheldur miklu breiðari litapallettu.“ Leynd yfir sumarlínunni Hvaðan sækir þú innblástur í þinni hönnun? „Úti um allt. Fyrir hverja línu sæki ég innblástur í nýja átt. Ég fer í mjög einbeitta rannsóknarvinnu í byrjun hönnunarferlisins. Þá skoða ég myndefni bæði á netinu og á bókasöfnum. Þá skoða ég í raun allt annað en tískutengt. Getur verið bíó- mynd og geta verið byggingar. Jafnvel bara áferð. Ég er fyrst og fremst að fók- usa á áferð þessa dagana. En styrkleiki minn felst í því að skapa hugarheim.“ Segðu mér aðeins frá vor- og sumarlínu þinni fyrir 2014. „Ég vil ekki segja mikið frá henni, við munum sýna hana í nóvember. Hún snýst að miklu leyti um áferð og textílpælingar.“ Hvað er á döfinni hjá þér? „Við erum að vinna í að koma dömudeildinni upp. Framleiða báð- ar dömu- og herralínurnar. Við fáum megnið af haustinu fyrir herrana í september. Þess utan er ég að hanna sumarlínuna fyrir 2014. Smá laxveiði eftir, annars bara vinna.“ n iris@dv.is 20 Lífsstíll 26. ágúst 2013 Mánudagur G uðmundur Jörundsson, er fæddur föstudaginn 13. nóv- ember 1987. Hann fæddist í Reykjavík en á ættir að rekja til Hríseyjar og Húsavíkur og telur sig því vera norðanmann. Kona hans heitir Kolbrún Vaka Helgadóttir og sonur þeirra er Jör- undur Örvar Guðmundsson. Guð- mundur hefur vakið athygli fyrir fág- aðan stíl og hönnun sína, en merki hans, JÖR, hefur heldur betur slegið í gegn hjá íslenskum karlmönnum og konur fá að njóta þess í haust þegar fyrsta dömulína hans kemur á mark- að. Hann rekur verslun sína á Lauga- vegi og segist aldrei munu opna verslun í Kringlunni eða Smáranum. „Ég útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Ís- lands árið 2011, eftir þriggja ára nám. Ég gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð, en hætti í menntaskóla og hóf störf í Herrafataverzlun Kor- máks og Skjaldar. Ég sótti um starf þar, þar sem ég hafði ákveðið að læra fatahönnun. Eftir að hafa starf- að þar í um það vil tvö ár hóf ég nám í LHÍ. Ég var öllum stundum í Kor- máki og Skildi með skóla og stofn- aði stuttu seinna fatamerkið Kor- mákur og Skjöldur, ásamt eigendum verslunarinnar. Fyrir merkið hann- aði ég þrjár línur áður en ég stofnaði mitt eigið merki í samstarfi við með- eiganda og meðstofnanda minn, Gunnar Örn Petersen,“ segir Guð- mundur þegar hann er spurður út aðdragandann að JÖR.“ Örlögin kölluðu Hvenær kviknaði áhugi þinn á tísku? „Það er mjög óljóst. Ég veit í raun alls ekki hvernig það gerðist, en eftir að ég hóf störf fyrir Kormák og Skjöld varð ég fyrst mjög áhugasamur. Þá fór ég að stúdera fatnað daglega. Annars hugsa ég að ég hafi verið leiddur í þessa átt, eins konar örlög.“ Eru íslenskir karlmenn vel klæddir að þínu mati, eða mættu þeir spá meira í þetta? „Já, þeir eru flottir. Áhuginn er mikill og vaxandi. Það sem er snúið við herratísku er hégóminn sem tíska er tengd við, og ekki að ástæðulausu. Á endanum langar þó alla að klæðast fallegum fötum, hugsa ég. Það eru al- „Eins konar örlög“ Guðmundur Jörundsson ræðir um herratískuna og aðdragandann að því að hann ákvað að hanna föt Einbeittur Guðmundur er afar listrænn í sinni hönnun. Mynd SiGtryGGur Ari Haust/vetur Hér má sjá hvers er að vænta frá JÖR á komandi vikum. Mynd SArA SiG Einstakt Hönnun Guðmundar sker sig úr hér á landi. „Styrkleiki minn felst í því að skapa hugarheim Herrahár tískan 2013: Í anda þriðja áratugarins Línur herrahártískunnar voru lagðar í hárgreiðslukeppninni American Crew Face Off. Þar sýndu færustu hárgreiðslumeist- arar landsins taktana. Hárgreiðslumeistarinn Kevin Murphy segir retró-hártísku í anda þriðja áratugarins ráða ríkjum um þessar mundir. Stutt í hliðum og snyrtilegt. Síddin er meiri en áður á höfðinu og leikið sér að liðum og sveipum í hárinu. Það er því ljóst að herrarnir gætu þurft að munda hárblásarann í vetur. Einfalt Einföld en herraleg greiðsla. Strákslegt Síður toppur. Klassískt Í anda 3. og 4. áratugarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.