Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Qupperneq 26
26 Fólk 26. ágúst 2013 Mánudagur
Dr. Phil gagnrýndur
D
r. Phil sætir harðri gagnrýni
eftir að hafa birt spurningu
á Twitter-reikningi sínum
sem orkaði tvímælis. „Ef
stúlka er drukkin, er í lagi að
stunda með henni kynlíf? Svarið já
eða nei og sendið svarið á @dr.Phil.“
Með spurningunni fylgdi merkingin:
#táningur ákærður, svo vísun í nauð-
gun undir áhrifum þótti nokkuð vís.
Twitter-færsla dr. Phil var fjarlægð
eftir að hún var harðlega gagnrýnd.
Þótti hún gera lítið úr nauðgunum
þar sem áfengi kemur við sögu.
Carmen Rios, aktívisti gegn nauð-
gunum, hefur hafið undirskriftasöfn-
un þar sem þess er krafist að dr. Phil
biðjist opinberlega afsökunar. „Kyn-
ferðismök án munnlegs samþykkis
með fullri meðvitund er nauðgun,“
minnti Carmen á. „Þessi virti sjón-
varpssálfræðingur dregur það í efa
hvort mök við manneskju sem hef-
ur ekki fulla meðvitund sé nauðgun.“
Aðstoðarmenn dr. Phil hafa reynt
að útskýra að Twitter-færslan hafi
verið tilraun til þess að ræða um
stefnumótanauðganir, ekki að rétt-
læta þær.
Stacey Luchs, talskona dr. Phil,
sagði í tölvupósti til fréttamanna
CBC-fréttastöðvarinnar að færslunni
hafi verið ætlað að vekja umræð-
ur til gagns í mjög alvarlegum þætti,
byggðum á nýskeðum atburði. Þess
vegna hafi verið gerð tengingin #tán-
ingur ákærður í færslunni.
Luchs sagði að gestur þáttarins
muni verða móðir Rehtaeh Parson,
sem framdi sjálfsmorð eftir að hafa
glímt lengi við afleiðingar
nauðgunar og eineltis á
netinu.
n „Ef stúlka er drukkin, er í lagi að stunda með henni kynlíf?“
Hvenær fæðist
Lennon aftur?
n Hinn stórundarlegi Michael Zuk vill klóna John Lennon
K
anadískur tannlæknir að
nafni Michael Zuk ætlar að
reyna að klóna John Lennon
úr tönn tónlistarmannsins.
Tvö ár eru síðan Zuk keypti
rotna tönn úr Lennon og greiddi fyrir
hana fjórar milljónir íslenskra króna.
Nú vill tannlæknirinn reyna að draga
DNA-lífsýni stjörnunnar úr tönninni
og með aðstoð vísindamanna klóna
Lennon.
„Ég held það sé nokkuð víst núna
að John Lennon var gæddur töfrum og
það eimir af þeim í rotinni tönn hans.
Hann gaf hana aðdáanda sínum og ég
er mjög spenntur að geta haft áhrif í
hans anda til góðgjörða, skemmtun-
ar og vísinda,“ sagði Zuk þegar hann
hafði fest kaup á tönninni dýrmætu.
Tönnin hefur gegnt margvíslegu
hlutverki síðan Zuk keypti hana. Hann
hefur notað hana til þess að vekja
athygli á krabbameini í munnholi, far-
ið með hana í sýningarferðalag, samið
um hana lag og nú síðast, dregið úr
henni lífsýni í þeim tilgangi að klóna
friðarhetjuna sjálfa.
Segir klónun vilja Bítlanna
„Ef að vísindamenn telja sig geta klón-
að loðfíla þá gæti sjálfur John Lennon
verið næstur,“ segir Zuk. „Margir
Bítlaaðdáendur muna hvar þeir voru
þegar þeir fréttu að John Lennon hefði
verið skotinn. Ég vona að þeir muni
lifa þann dag að þeir fái að heyra um
daginn sem hann fékk annað tæki-
færi.
Margir munu segja það að klóna
John Lennon sé siðlaust eða geggjað
athæfi. En það má færa rök fyrir gjörn-
ingnum. John Lennon hefði sjálfur
kosið að hafa lifað æviskeiðið á enda
og halda áfram baráttu sinni fyrir friði.
Kannski er þetta rétti tíminn til þess
að hugsa um klónunina sem vilja Bítl-
anna.“ Þetta segir Zuk á heimasíðu
sinni johnlennonstooth.com.
Bjartsýn brjálsemi
Zuk heldur áfram hreint ævintýraleg-
um málflutningi sínum og segir frum-
ur mannsins hafa verið klónaðar í 50
ár. „Sagan af frumum Henriettu mun
koma þér á óvart. Þetta er sönn saga
um fátæka konu af afrískum uppruna
sem gaf frumur sínar til vísinda, þær
eru enn á lífi nú, löngu eftir dauða
hennar í mörgum mismunandi rann-
sóknarstofum víða um veröld,“ segir
hann bjartsýnn um framhaldið.
Klónun bönnuð á Íslandi
Klónun er einræktun frumna og með
hugtakinu er átt við það þegar lífs-
form, sem er nákvæm eftirmynd af
öðru lífsformi, er búið til. Einrækt-
un manns hefur enn ekki átt sér stað,
þrátt fyrir að margsinnis hafi komist á
kreik sögur um slíkt.
Reyndar er einræktun bönnuð
með lögum hér á landi og þjóðir
heims hafa lagt til að gerður verði al-
þjóðasamningur um bann við ein-
ræktun. Enn sem komið er hefur
samningur um slíkt ekki litið dagsins
ljós svo Zuk, sá kynlegi kvistur, þarf að
hafa hraðar hendur. n
Verður rotin tönn að stórstjörnu?
Zuk eignaðist rotna tönn úr stórstjörnunni
heitnu, John Lennon og vill klóna hann.
Óvarleg
Twitter-
færsla
Spurning
Dr.Phil hefur
valdið miklum
usla í banda-
rísku samfélagi.
Stjörnur sem
hafa séð drauga
1 Lady Gaga Í maí 2010 sagði dagblaðið Mirror frá því að Lady
Gaga hefði eytt 3.000 pundum í að
hreinsa orkusviðið og bægja illum önd-
um frá heimili sínu. Lady Gaga segist
ásótt af afturgöngunni Ryan. „Hann
lætur hana ekki í friði,“ sagði talsmaður
hennar.
2 Matthew McConaughey Þegar Matthew fluttist inn á nýtt
heimili sitt í
Hollywood sagðist
hann hafa fengið
heimsóknir
gamallar konu sem
hann kallaði
Madame Blue.
Matthew notaði
óvenjulegar aðferðir til að sættast við
afturgönguna og gekk nakinn um
íbúðina.
3 Kate Hudson Kate segist hafa séð fjölda drauga í húsi sem
móðir hennar, Goldie Hawn,
tók á leigu í London. „Ég
hef séð afturgöngu
konu með ekkert
andlit, og það var
hræðilegt,“ segir Kate
sem hefur einnig séð
ömmu sína afturgengna.
4 Hillary Clinton Hillary Clinton hafði
samband við hina
dauðu. Í æviminning-
um Bob Woodward
segir hann frá því
þegar miðillinn Jean
Houston kom til Hvíta
hússins til að hjálpa
Hillary að ná sambandi við Eleanor
Roosevelt. Hillary á að hafa tekist
ætlunarverk sitt.
5 Cynthia Rowley Það kemur ekki á óvart að fatahönnuðurinn
Cynthia Rowley hafi séð
sérlega vel klæddan
draug. Á sveitasetri
sínu sá hún konu
sveipaða gráu klæði.
Ein jólin á sveitasetr-
inu lá við eldsvoða og
þá kom í ljós að konan sem
byggði setrið hafði afmyndast í bruna.
topp 5
Í gagnsæjum
buxum
Lady Gaga fékk sér göngutúr í
New York í þessum buxum sem
satt best að segja særa fegurðar-
skynið allverulega. Buxurnar
líkjast eins konar síðri bleyju úr
bóluplasti. Í gegnum þær má sjá
nýtt einhyrningshúðflúr söngkon-
unnar sem er á ofanverðu lærinu.