Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 26
„Ég er hetja“ 26 Fólk 13.–15. september 2013 Helgarblað L itla bakhúsið með bláu hurðinni hvíslar skilaboð- um að vegfarendum: „Láttu þér líða vel“. Orðin eru rituð á gluggann sem snýr að götunni með bleikum stöfum og áminningin er eigandans, Elísabetar Jökuls- dóttur, sem veit vel hvernig það er að tapa gleðinni og týna hamingj- unni. Það hefur stundum verið svo- lítið þungt yfir henni hér í litla hús- inu með bláu hurðinni en Elísabet veit líka allt um það hvernig hægt er að endurheimta hamingjuna og finna frelsið. Hún ákvað því að segja söguna af sjálfri sér og því sem gerði hana að því sem hún er – konu sem dansar á steinunum. Missti málið Hún er alin upp við hafið og kynnt- ist lífinu á Ströndunum þar sem hún lærði að tengjast náttúrunni. Að hafa hafið fyrir augunum alla daga er henni mikilvægt, annars verður hún viðþolslaus. „Það er þessi hreyf- ing og misjafna birta sem ég heill- ast af. Stundum er hafið grænt og stundum er það fjólublátt. Stundum er það úfið og stundum lygnt, eins og lífið eða hausinn á mér. Hausinn á mér er aldrei stöðugur,“ útskýrir hún um leið og við leggjum í leið- angur niður götuna og að sjónum. Þarna stendur Strákasteinn, eða Ufsaklettur eins og hún kallar hann, sem var vettvangur manndóms- vígslu ungra drengja í gamla daga. Þá klifruðu þeir upp á klettinn og stukku niður í fjöru. Þetta var öðru- vísi þá, nú er búið að reisa varnar- garð við veginn en gamlir karlar í hverfinu björguðu klettinum. Á nýársnótt kemur Elísabet hingað til þess að kveikja kerti í klettinum en núna er hún komin til þess að dansa. Hún hlær, stekkur upp á steinana og dansar dans sem minnir einna helst á indverskan Bollywood-dans. Á heimleiðinni spyr ég af hverju hún sé svona frjáls og opinská. „Ég fæddist frjáls og var kotroskinn krakki með munninn fyrir neðan nefið. Þegar krakkarnir híuðu á mig af því að löggan kom að sækja pabba sem var fullur þá svaraði ég fyrir mig og sagði að hann þekkti lögguna. Svo missti ég málið og hvarf inn í mig. Í mörg ár þorði ég ekki að tala eða vera til. Alkóhólisminn og geð- hvörfin lokuðu mig inni í fangelsi en mér tókst að ná aftur í sjálfa mig og ég er frjáls í dag. Mér hefur alltaf fundist það svo mikil klisja en við lif- um samt ekki nema einu sinni og af hverju ekki að dansa þarna á klett- unum? Ég get dáið á eftir, ætla ég að deyja án þess að hafa nokkurn tím- ann dansað eða verið frjáls?“ Höfnun föðurins Hún rifjar upp þegar hún varð ástfangin um tvítugt. Þá sat hún með kærastanum á kvöldin og hann talaði út í eitt en hún sagði aldrei orð. „Ég var með svo lélega sjálfs- mynd að ég trúði því ekki að ein- hver gæti orðið skotinn í mér. Þegar ég var sextán ára í Menntaskólanum á Ísafirði vaknaði ég, fór á fætur, leit í spegil og sá hvað ég var ljót svo ég fór aftur að sofa. En þarna var hann kominn, riddarinn á hvíta hestinum og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að tala við hann. Það var hrikalegt að vera inni í þessari þögn, það var eins og ég væri í fangelsi, andlegu innra fangelsi. Ég man líka eftir þessu vetur- inn sem pabbi dó. Þá var ég vestur á Ísafirði með barnungum syni mín- um og pabbi leit aldrei á mig. Hann hafnaði mér algjörlega. Þetta var eins og absúrdleikrit hvernig hann yrti aldrei á mig. Ég þráði athygli hans og hvert kvöld snerist um það hvort hann sæi mig ekki. Í huganum reis ég upp gegn þessu og messaði yfir honum en þar sem hann hafði verið fjarlægur, afskiptalaus og kald- ur þá þorði ég aldrei að opna munn- inn.“ Tíu árum seinna fékk Elísabet símtal frá konu sem sagði að faðir hennar hefði alltaf séð eftir framkomu sinni en það var of seint. „Þá hugsaði ég, hvað þarf ég á hon- um að halda? Þá var ég orðin þessi töffari sem verður til við aðstæð- ur þar sem ég get ekki einu sinni hvíslað, pabbi hlustaðu á mig, ég er hérna líka.“ Seldi ljóð fyrir húsinu Við göngum inn í litla húsið með bláu hurðinni og litirnir taka á móti okkur, bleikur veggur og túrkisblár stigi upp á næstu hæð. Á víð og dreif um húsið eru skilaboðin skrif- uð á veggina, bjartasta vonin, þú ert frábær – sjálfsgagnrýni bönnuð, mundu eftir töfrunum og svo fram- vegis. Listaverkin eru flest eftir konur og eitt er af lítilli stelpu að pissa sem vinkona hennar, Hulda Vilhjálms- dóttir, málaði fyrir hana. Hér eru líka listaverk frá Mið-Austurlöndum og stytta frá Sýrlandi stendur í ein- um glugganum, þar sem hún hefur raðað upp gyðjum og sjálfsmyndum kvenna. Undir píanóinu liggur kona og á veggnum hangir björgunarhringur. „Húsið er eins og safn,“ segir hún, hér hafa allir munir mikla sögu og meira að segja húsið sjálft á sína sögu. Það var á Dröngum norður á Ströndum þar sem skáldið í henni fæddist og fyrstu ljóðin voru skrifuð. Seinna, þegar hún gaf út sína fyrstu ljóðabók var upplagið 2.000 ein- tök en ekki 200 eins og mælst var til því Elísabetu dreymdi um að kaupa hús handa tvíburunum sínum. Þetta þótti brjálæði en ljóðin seldust upp og hér sitjum við í húsinu sem Elísabet keypti fyrir ljóðin. Skildi ekki heiminn Elísabet fer fram í eldhús og lagar te á meðan ég kem mér fyrir í sófanum í stofunni. „Mig langar að segja þér frá því sem gerðist í nótt,“ segir hún um leið og hún kemur aftur fram og sest í sófann á móti mér. „Pabbi minn hefði orðið áttræður á laugar- daginn. Saga okkar hefur verið sam- fellt „trauma“ í mínu lífi. Ég hef valið Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Elísabet Jökulsdóttir var sex ára þegar faðir hennar sneri baki við henni og höfnunin hefur fylgt henni alla tíð. Hún segir frá glímunni við geðveikina og alkóhólismann en botninum var náð þegar hún missti son sinn frá sér aðeins fimm ára gamlan. Eftir erfiða tíma tókst henni að finna sig á ný, öðlast bata og fyrirgefa sjálfri sér því sjúkdóminn ræður enginn við. Eftir stendur kona full þakklætis því þrátt fyrir allt hefur lífið verið stórkostlegra en draumarnir. „Ég get dáið á eftir, ætla ég að deyja án þess að hafa nokkurn tímann dansað eða verið frjáls?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.