Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 48
Skáldið sem málaði skáldið! Skál fyrir því! Logi skúbbar n Frétt DV.is um að berbrjósta konur auglýstu Lýsi í Rúmeníu kom sjónvarpsmanninum Loga Bergmanni Eiðssyni ekki í opna skjöldu. Logi greinir frá því á Twitt- er-síðu sinni að þessi auglýsing, sem vakti verðskuldaða athygli á DV.is á fimmtudag, hefði verið spurning í þætti hans Spurninga- bombunni í fyrra. Fréttinni á DV.is var deilt um 400 sinnum og fjölmargir sáu ástæðu til að skrifa athugasemd við fréttina. Hvað sem því líður virðist fátt fara fram hjá Loga í netheim- um þar sem hann er með puttann á púlsinum alla daga og er hann naskur að finna þar kynlega kvisti sem hann deilir með vinum sínum á Twitter. „Enn eitt skúbb- ið,“ skrifar Logi sigri hrósandi. Spurn- ing hvaða leitar- orð Logi hafi slegið inn þegar hann rambaði á mynd- bandið á sínum tíma. Einar blæs til fundar n Einar Már Guðmundsson rithöf- undur stendur fyrir pólitísku menningar- og skemmtikvöldi á Café Flóru næsta miðvikudag. Fyrirhuguð umræðuefni eru meðal annars: „Hvað varð um vinstrihreyfinguna?“ og „Hvert stefnir heimurinn, til frelsis eða fasisma?“ Ræðumenn kvöldsins eru, auk Einars Más, Sólveig Jóns- dóttir, formaður Attac á Íslandi, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og Birgitta Jónsdóttir alþingismaður. Þorleifur Gunnlaugsson vara- borgarfulltrúi hefur umsjón með kvöldinu. Við- burður- inn hefst stundvís- lega klukk- an 20. Málar nóbels- skáldið n Myndlistarsýning eftir rit- höfundinn og lífskúnstner- inn Hallgrím Helgason verður opnuð á föstudaginn í listhús- inu Tveir hrafnar. Sýningin ber heitið Íslensk bókmennta- saga IV. bindi og eru margir frægustu rithöfundar Íslands á tuttugustu öldinni, svo sem Halldór Laxnes, fyrirsætur mynd- anna. Söguskáldin eru þó ekki sýnd með hefðbundnum hætti því í flestum tilvikum er búið að setja haus þeirra ofan á glamúrmyndir af ungum stúlk- um frá sjötta áratug seinustu aldar. Þeir sem eru spenntir að sjá skáldin í nýjum búningi geta séð verkin milli klukkan 17 og 19 föstu- daginn 13. Þ etta er að verða voða- lega fínt hjá þeim,“ sagði Fanney Grétars dóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á Suðurnesjum, í samtali við blaða- mann DV á dögunum. Ný fataverslun Rauða krossins í Reykjanesbæ var opnuð með pomp og prakt á fimmtudag. Hún verður opin í vetur, fimmtudaga og föstudaga, á milli klukkan eitt og sex eftir hádegi. Þar verða notuð föt til sölu og mun ágóð- inn renna til góðgerðastarfa. Slíkar verslanir hafa verið reknar af Rauða krossinum í gegnum tíðina, meðal annars á Laugaveginum í Reykjavík, með fínum árangri. Þegar blaðamann og ljósmyndara DV bar að garði á skrifstofu Rauða krossins í Reykjanesbæ á þriðjudag voru sjálfboðaliðar hjálparsamtak- anna í óða önn að gera nýju versl- unina klára í öðrum enda hússins. Þær Eyrún Antonsdóttir, Ólöf Stein- dórsdóttir og Valdís Árnadóttir stóðu í ströngu við að raða upp í hillur og hengja föt upp á slár. Þær slógu á létta strengi og höfðu greinilega gaman af því sem þær voru að gera. „Hér vorum við með pokasölu en erum að vinna í því að breyta þessu í verslun,“ sagði Fanney og bætti við að verslunin yrði byggð upp á starfs- framlagi sjálfboðaliða. Þá mun allur ágóði renna til sjálfboðaliðaverkefna Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir stilltu sér svo upp við búðarborðið og leyfðu ljósmyndara DV að smella af. Fanney vildi þó ekki vera með á myndinni: „Nei, þetta er verkefni sjálfboðaliðanna, þær eiga heiður- inn af þessu.“ Hressir sjálfboðaliðar settu upp búð n Rauði krossinn opnar verslun í Reykjanesbæ Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 13.–15. SEPTEMBEr 103. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Hressir sjálfboðaliðar Eyrún, Ólöf og Valdís voru kátar þegar blaðamann og ljós- myndara bar að garði. Mynd: dV EHf / SiGTryGGur Ari 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.