Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 44
M aður sem lætur út úr sér setninguna „Ég vil deyja á Mars, bara ekki við lendingu“, væri í flestum tilfellum álitinn með mikil mennskubrjálæði ef ekki eitt- hvert alvarlegra heilkenni. Þegar af- rekaskrá Elon Musk frá því í fyrra er skoðuð er nokkuð ljóst að þörf er á annarri greiningu. SpaceX varð fyrsta fyrirtæki sem náði að skjóta á loft eldflaug knúinni fljótandi elds- neyti. Sú flaug ýtti Dragon-geim- farinu upp að ISS-geimstöðinni og tók þannig við af geimskutlunni sálugu sem vistflutningavél út fyrir gufuhvolfið. Tesla rúllaði fyrstu Model S-bifreiðunum af færi- bandinu og framleiddi 400 bíla á viku í desember. SolarCity fór í gegn- um fyrsta hlutafjárútboð til almenn- ings og setti upp 156 MW af sólarraf- hlöðum á húsþök í Bandaríkjunum. Skrýtna barnið frá Pretóríu Eitt sinnsem barn var Elon úti fyrir að leik í hópi frændsystkina þegar tók að rökkva. Hin börnin voru far- in að ókyrrast vegna myrkursins en Elon vildi ekki fara inn. Að lok- um fór systir hans að gráta og móð- ir þeirra kom út. „Af hverju vilt þú ekki fara inn Elon, við erum hrædd!“ sagði hún. Elon geislaði af fullvissu þess sem skyndilega skildi heiminn í kring um sig, lyfti upp höndunum og sagði: „Hræðist ekki myrkrið, það er ekkert að óttast. Myrkrið er ein- göngu tilkomið vegna af skorts á ljósi!“ Átthagabreytingar og umbrotatímar Þegar Elon var 17 ára flutti hann til Kanada, að hluta til vegna herskyldu í Suður-Afríku en líka vegna þess að hann sá að til þess að takast ætlun- arverk sín yrði nauðsynlegt að vinna í Bandaríkjunum. Um herskylduna sagði hann: „Ég var ekki mótfallin inngöngu í herinn þannig séð, en að þjóna hersveitum Suður-Afríku við að bæla niður svarta kynþáttinn var ekki aðlaðandi notkun á mínum tíma.“ Bandaríkin voru lokaáfanga- staðurinn vegna þess að „þar eru stórfenglegir atburðir mögulegir.“ Fyrsti sprotinn og fleiri græðlingar Elon var skráður í doktorsnám í eðlis fræði en hætti við nokkrum dögum eftir að námið hófst og stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki ásamt bróður sínum með áherslu á gagnasöfnun fyrir ferðalanga um borgir heims. Kimbal Musk hefur síðar líkt Zip2 við Google Maps, á undan sinni samtíð. Það reyndist erfitt að sannfæra fjárfesta um að hugmyndin væri arðbær og útlitið ekki gott um tíma. Elon tapaði hins vegar aldrei sýn sinni á framtíðina og uppskar heldur betur laun erfið- isins þegar Alta Vista bauð 307 millj- ónir Bandaríkjadala í fyrirtækið. Horfðu til himins Þriðja fyrirtæki Musk var SpaceX. Það verður að teljast mikil framsýni að sjá árið 2002 að einhvern tímann yrði arðbært að keppa við NASA um geimskot. Musk hefur sagt að fram- tíðarsýn Asimov í bókunum Found- ation hafi verið innblástur. Ef menn myndu ekki komast til stjarnanna þá væri of margt sem gæti grandað okkur á jörðinni. Risaeðlurnar hefðu haft færri áhyggjuefni. Kjarnavopn, líftæknivírusar og hnattræn hlýnun og aðrar tækniógnir gætu hæglega kreist líftóruna úr öllu á litla græn- bláa hnettinum okkar. … og til jarðar Musk er of heildrænn hugsuður til að ráðast á vandann frá einni hlið. Ef eitt af stærri vandamálunum er orkunotkun og hnattræn hlýnun, þá bæri hugsuði að færa fram einhverj- ar lausnir aðrar en að flýja. Hann fjárfesti í Tesla-rafbílafyrirtækinu og er þar yfir vöruhönnun og daglegum rekstri. Hann hjálpaði frænda sínum að setja á fót sólarrafhlöðufyrir tækið SolarCity. Það býður upp á heild- ræna lausn í orkusparnaði þar sem boðið er upp á sérsniðnar lausnir fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Rafhlöðutækni sem þróuð er hjá Tesla er notuð til að jafna út sólar- ávinning dagsins og nota minna raf- magn af orkunetinu eftir sólarlag. Elon Musk er Járnmaðurinn? Jon Favreau hefur sagt að Elon Musk sé sú fyrirmynd sem hann hafi gef- ið Robert Downey Jr. fyrir Tony Stark í Járnmanninum. Samlíkingin við Stark á fullan rétt á sér. Musk er með púlsinn á fjármálahliðinni og tækni- hliðinni. Titillinn sem hann heldur hjá SpaceX sem yfirmaður tækni- mála er ekki heiðursnafnbót. Musk tók virkan þátt í hönnun Merlin- vélarinnar sem er verkfræðiþrek- virki á jaðri mannlegrar þekkingar. List hermir eftir lífinu, en veitir líka innblástur. Eftir að hafa séð Iron Man-myndirnar fór Musk að skoða hversu vænlegt væri að herma eftir hönnunarviðmóti í rannsóknarstofu Stark. n Ítarlegri umfjöllun um Musk í vef- útgáfu. 44 Fólk 13.–15. september 2013 Helgarblað Maðurinn sem ætlar að deyja á Mars n Raðsprotafrumkvöðullinn Elon Musk n Fyrirmyndin að Iron Man Launahæstu leikkonur Hollywood 1 Angelina Jolie Þrátt fyrir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu undanfarið er Angelina Jolie launahæsta leikkonan í Hollywood en tekjur hennar nema 33 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. 2 Jennifer Lawrence Hunger Games- stjarnan er orðin ein eftirsóttasta leikkona Hollywood en hún hlaut sín fyrstu óskarsverðlaun fyrr á árinu. Tekjur hennar nema 26 milljónum dollara, eða um 3,2 milljörðum króna. 3 Kristen Stewart Vinsældir Twilight- myndanna virðast hafa skilað sér í kassann því Stewart er þriðja launahæsta leikkona ársins. Tekjur hennar nema 22 milljónum dala, eða um 2,7 milljörðum króna. 4 Jennifer Aniston Þökk sé Friends þyrfti Aniston í reynd aldrei að vinna handtak aftur. Hún hefur þó verið nokkuð dugleg á hvíta tjaldinu og er auk þess vinsæl með- al erlendra slúðurmiðla. Tekjur hennar nema 20 milljónum dollara, eða um 2,4 milljörðum króna. 5 Emma Stone Stone hefur smám saman tekist að skapa sér nafn sem ein eftirsóttasta leikkona Hollywood en tekjur hennar nema 16 milljónum dala, eða um 1,9 milljörðum króna. topp 5 Líkar mæðgur Julianne Moore kom með ellefu ára dóttur sinni, Liv Freundlich, á tískusýningu Reed Krakoff á tísku- viku New York í vikunni. Julianne og Liv vöktu mikla athygli ljósmyndara og þóttu skemmtilega líkar. Mæðgurnar sátu saman í fremstu röð með stjörnum úr tískuheiminum á borð við Rachel Zoe, Carine Roit- feld og Ninu Garcia. Útgeislun Liv þykir svo mikil að mönnum þótti ljóst að þarna væri væntanlegt ofurstirni á ferð. JuliannE og liv Árni Steingrímur Sigurðsson blaðamaður skrifar arnisig@dv.is „Ég vil deyja á Mars, bara ekki við lendingu Falcon 9 í flugtaki Geimflaug SpaceX lyftir sér á sporbaug. Fyrirmyndin að iron man Jon Favreau hefur sagt að Elon Musk sé sú fyrirmynd sem hann hafi gefið Robert Downey Jr. fyrir Tony Stark í Járnmanninum. Elon Musk Jafnklár og Steve Jobs var, en viðkunnanlegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.