Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 14
F yrir liggur að útbúa sér­ staka bráðadeild á geðsviði Landspítala háskóla­ sjúkrahúss. Um er að ræða geðgjörgæsludeild innan geðsviðs þar sem aðstaða fyrir geð­ sjúka á að verða sambærileg við það sem gerist best í nágrannalöndum okkar. Mikill misbrestur hefur verið á umönnun geðsjúkra í gegnum tíðina en nú verður sett af stað fjáröflunar­ átakið Á allra vörum, þar sem athygli þjóðarinnar er beint að málefnum geðsjúkra. „Mér fyndist að þetta þyrfti að verða miklu hlýlegra,“ segir Ragn­ hildur Ísleifsdóttur um reynslu sína af innlögn á Íslandi, einn viðmæl­ enda DV sem lýsir reynslu sinni af ís­ lensku geðheilbrigðiskerfi. DV ræddi við Ragnhildi, Unni Hrefnu Jóhannsdóttur og fleiri manneskjur sem stríða við geðsjúk­ dóma og fékk álit þeirra á því hvað betur mætti fara. Þá fór blaðamaður í heimsókn á geðdeild og kynnti sér húsnæðið, sem að hluta til telst úrelt og ekki til þess fallið að sinna alvar­ lega veiku fólki. Einstaklingsframtök Ragnhildur Ísleifsdóttir glímir við geðhvörf en hún hefur verið lögð inn á geðdeild fjórum sinnum, fyrst árið 1997 og nú síðast í maí síðastliðnum. Hún hefur bæði reynslu af geðdeild hérlendis og í Danmörku og segir muninn á aðstöðunni gríðarlegan. Mikilla úrbóta sé þörf á geðsviði Landspítalans. Ragnhildur segir deildina sem hún var á, 33 C, með þeim skárri en að þær úrbætur sem gerðar hafi verið á aðstöðunni hafi ekki verið kostaðar af ríkinu. „Það er búið að bæta aðstöðuna þar að einhverju leyti en það er aðal­ lega bara út af starfsfólki og sjúkling­ um sem hafa tekið sig saman. Það er til dæmis myndlistakona sem heit­ ir Gegga sem málaði myndir á alla veggina sem hún gaf og svo hafa bæði starfsfólk, sjúklingar og fyrrverandi sjúklingar safnað fyrir nýjum hús­ gögnum.“ Hún segir geðdeildina fjársvelta og að nauðsynlegt sé að bæta úr því. „Ef það væri ekki fyrir Bros­ pinnann og einstaklingsframtak fólks þá væri þetta mjög sorglegt.“ Engir neyðarhnappar Ragnhildur segir nauðsynlegt að bæta aðstöðuna til muna, þetta sé ekki boðlegt eins og staðan er í dag. „Það eru ekki einu sinni útvörp á herbergjunum og fyrir fólk eins og mig, sem hef verið þarna í maníu, er það mjög slæmt því maður á að vera til friðs á nóttunni; ekki vera að koma fram og svona og þá er maður inni í herbergi þar sem ekkert er, ekki einu sinni útvarp. Annað sem ég tók vel eftir síðast þegar ég var lögð inn er að það eru bara neyðarhnappar inni á baðherbergjunum. Það eru engir neyðarhnappar inni í herbergjunum sjálfum þannig að það hefur til dæm­ is komið fyrir mig að ég vakna í of­ boðslegu kvíðakasti og líður hræði­ lega og þá þarf ég annað hvort að labba fram og ná í einhvern eða labba fram á bað og ýta á neyðarhnappinn þar. Það er mjög spes.“ En hverju myndi Ragnhildur helst vilja fá breytt? „Mér fyndist að þetta þyrfti að verða miklu hlýlegra og þá sérstak­ lega inni á herbergjunum, því þar er ekki neitt. Núna er komin ein mynd á mann eftir hana Geggu en áður var ekki neitt. Það var ekkert á veggjunum eða neitt, ekkert nema þessar hörmulegu gardínur sem eru frá sjötíu og eitthvað.“ Listasmiðjan stoð Ragnhildur segir að reynt sé að passa að fólk hafi eitthvað fyrir stafni á geð­ deildinni, en að það mætti alveg gera betur. „Það er listasmiðja sem er flesta daga vikunnar og hún hjálpar mörg­ um alveg rosalega mikið. Hún mætti alveg vera lengur og oftar. Svo reyn­ ir starfsfólkið að fara með mann í göngutúra og svona og það er hægt að fara í nudd en það þarf að panta það með fyrirvara. En það vill stund­ um gleymast að þegar fólk er að koma inn á geðdeild þá er það kannski al­ veg ruglað og man varla hvað það sjálft heitir og þá gengur því ekkert rosalega vel að leita sjálft eftir hlutum til að gera.“ Líkt og með flest annað á deildinni var listasmiðjan hugarfóstur hjúkrunar fræðings sem fannst vanta eitthvað fyrir fólk að gera á deildinni. „Hún Hanna sem er með listasmiðjuna var að vinna við önnur störf á deildinni og bað um að fá að opna listasmiðju. Og hún gerði það alveg að eigin frumkvæði.“ Mikill munur Ragnhildur hefur ekki bara reynslu af geðdeild Landspítala háskóla­ sjúkrahúss heldur hefur hún einnig verið lögð inn í Danmörku. „Það var nú árið 1997 og þá voru reyndar ekki einstaklingsherbergi þar frekar en hérna heima, en að öðru leyti var öll aðstaða miklu betri og sjúklingarnir höfðu miklu meira frelsi. Maturinn var rosalega góð­ ur og það var ótrúlega margt fyrir mann að gera. Þarna var garður sem var alveg lokaður þannig að maður gat til dæmis verið úti eins mikið og manni sýndist og það var svona ýmis­ legt sem gerði þetta einhvern veginn þannig að manni leið bara eins vel og hægt er að líða á svona stað. Þetta var miklu notalegra og heimilislegra á allan hátt.“ Góð aðstaða hjá Hugarafli „Það er yndislegt að koma inn á stað þar sem maður veit að fólk skilur mann og lítur á mann sem jafningja en ekki einhvern ófínni pappír,“ segir Ragnhildur, spurð um reynslu sína af Hugarafli, félagssamtökum fólks sem glímt hefur við geðræn vandamál. „Þarna getur maður bæði gefið ráð og þegið ráð og aðstaðan er al­ veg æðisleg. Það er píanó fyrir þá sem vilja spila á það, fullt af tölvum ef fólk þarf að læra eða vinna og það er lista­ herbergi þar sem bæði er hægt að mála og föndra hitt og þetta.“ Mikil stéttaskipting á geðdeild Fyrst og fremst segir Ragnhildur þó að í Hugarafli sé mikil samvinna og að allir hjálpist að á jafnréttisgrund­ velli. „Allir eru jafnir. Það er ekki bara einhver einn sem tekur ákvörðun heldur eru fundir sem allir geta setið og lagt fram sínar skoðanir og hug­ myndir. Manni finnst maður skipta miklu máli á meðan það er ennþá al­ veg ofboðslega mikil stéttaskipting inni á geðdeild. Það er náttúrlega misjafnt eftir fólki, og mér finnst þetta hafa breyst mjög mikið til hins betra, en hún er enn til staðar.“ Talað niður til sjúklinga En hvernig lýsir þessi stéttaskipting sér? „Almenna starfsfólkið gat yfirleitt talað við mann á jafningjagrundvelli, þannig að manni leið stundum eins og manneskju en ekki bara eins og sjúkling sem ekkert mark væri tekið á, en hins vegar var það því miður þannig með suma hjúkrunarfræðing­ ana að það var eins og það skipti engu máli hvað maður segði og ég hef oft lent í því að það er reynt að troða ofan í mig lyfjum sem ég veit að ég má ekki taka. Ég er nefnilega búin að ganga í gegnum þessi veikindi svo oft að ég veit alveg ýmislegt um það hvað hentar mér og hvað ekki en þegar ég segist ekki mega taka eitthvað lyf þá er oft ekki hlustað á mig fyrr en lækn­ irinn minn kemur og staðfestir að það sé rétt hjá mér. En hjúkrunar­ fræðingarnir og læknarnir eiga það til að tala rosalega niður til sjúkling­ anna á meðan almenna starfsfólkið gerir það yfirleitt ekki.“ Send heim fárveik Ragnhildur segir bráðnauðsynlegt að opna sérstaka bráðageðdeild – en af hverju? „Af því að til dæmis ég hef tvisvar sinnum veikst að nóttu til, þegar lokað er á geðdeild, og þá var ég send upp á bráðamóttöku sem var alveg skelfileg lífsreynsla fyrir mig í bæði skiptin. Al­ veg skelfileg. Og hún olli því að veik­ indin sem ég kom með versnuðu til muna. Ég hef líka komið upp á bráða­ móttöku sjálfviljug, vitandi að ég væri orðin veik, og beðið um hjálp en ver­ ið send heim aftur. Í eitt skiptið var svo komið með mig í lögreglufylgd tveim­ ur vikum seinna því þá var ég orðin alveg snar,“ segir hún og bætir við að nauðsynlegt sé að hafa fólk sem sé sér­ hæft í geðsjúkdómum niðri á bráða­ móttöku enda of algengt að ekki sé brugðist rétt við. „Ég hef bara ekki tekið það í mál að vera send heim og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu margir hafa farið heim eftir slíkt og svipt sig lífi. Ég þekki mjög marga sem hafa reynt það.“ Slæmur aðbúnaður geðSjúkra 14 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað n Nýfædd börn á geðdeild n Flagnandi málning n Brunavarnir í ólagi n Ótryggar aðstæður Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Erfið reynsla Unnur Hrefna dvaldi fyrst á geðdeild sem unglingur. Lítið hefur breyst í aðbúnaði sjúklinga síðan þá. Allar inn- réttingar eru meira og minna upprunalegar. Mynd KriSTinn MaGnúSSon ragnhildur Ísleifsdóttir Ragnhildur hefur ekki bara reynslu af geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss heldur hefur hún einnig verið lögð inn í Danmörku og þar voru aðstæður miklu betri. „Því sem maður breytir ekki lærir manni að þykja vænt um. Í kjölfar umfjöllunar um Á allra vörum hafa nokkrir sterkir einstaklingar stigið fram síðustu daga og sagt frá baráttu sinni við þunglyndi og aðra geðsjúkdóma af miklu hugrekki. Með því að segja sína sögu vonast þetta fólk til þess að það hjálpi öðrum að horfast í augu við sinn vanda og leita sér hjálpar auk þess að minnka for- dóma gagnvart geðsjúkum með aukinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Sjálfsvíg er ekki sjálfselska „Að vera inni á geðdeild er eins og að vera fótbrotin á sjúkrahúsi,“ skrifar Silja Björk Björns- dóttir í áhrifa- miklum pistli á vefsíðunni Freyjur þar sem hún lýsir baráttu sinni við þunglyndi og því þegar hún reyndi að fyrirfara sér. Í pistlinum bendir Silja á að þung- lyndi sé sjúkdómur eins og hver annar og að það að fólk fremji sjálfsvíg geti ekki talist sjálfselska. Þvert á móti hafi hún í sjálfsmorðshug- leiðingum sínum talið sig vera að gera fjölskyldu sinni mikinn greiða með því að deyja. „Ég hugsaði oft með mér að sem þung- lyndissjúklingur væri ég byrði. Ég væri ekki einungis mín eigin byrði, ég væri byrði á fjölskyldu minni, vinum og jafnvel samfélaginu í kringum mig. Ég væri einskis virði og allir í kringum mig yrðu örugglega bara fegnir að losna við mig úr þeirra lífi. […] Með sjálfsvígstilraun minni ætlaði ég […] að frelsa fjölskylduna mína frá þeim hlekkjum sem mér fannst ég vera að binda þau niður með.“ Þá segir Silja að fólk sem þjáist af geðsjúk- dómum af ýmsu tagi hafi enga ástæðu til að skammast sín fyrir veikindin. „Af hverju á ég að skammast mín fyrir að hafa legið inni á geðdeild? Af hverju á ég að skammast mín fyrir að hafa rætt við sálfræðinga, geðlækna og hjúkrunarfólk? Af hverju þarf ég að skammast mín fyrir að leita lausna á vandamálum mínum?“ Vill hjálpa öðrum að ná bata „Mig langar til þess að deila sögu minni, bæði vegna þess að ég held að það muni hvetja mig til þess að taka á mínum málum og því ég vona að opinská umfjöllun mín muni hjálpa einhverjum öðrum þarna úti,“ skrifar Svanhildur Steinarrsdóttir, tvítugur þung- lyndissjúklingur, sem steig fram í vikunni og skrifaði í fyrsta sinn um eigið þunglyndi og baráttu sína við þennan illræmda sjúkdóm á vefsíðuna Hún.is. „Ég taldi mig geta staðið í þessu upp á eigin spýtur og var alltaf staðráðin í „laga mig“. Það er ekki langt síðan að ég áttaði mig á því að ég þyrfti hjálp, en þá bað ég mömmu um að panta fyrir mig tíma hjá sálfræðingi, sem og hún gerði.“ Svanhildur leitaði sér loks hjálpar og segir það hafa breytt lífi sínu en eftir aðeins tvo tíma hjá sálfræðingi hafi hún strax fundið mikinn mun á sér. „Auðvitað var ég samt bara rétt að byrja, svona mikil vanlíðan hverfur ekki á einni nóttu … en ég fann loksins fyrir VON! Langþráður vonarneisti hafði kviknað eftir margra mánaða vonleysi, niðurrif og síendurteknar tilraunir til betra lífs!“ skrifar Svanhildur sem hefur nú stofnað Facebook-síðu þar sem hún mun skrifa þrjú jákvæð lýsingarorð um sjálfa sig á hverjum degi. „Ég hvet hvert og eitt ykkar til þess að gera þetta líka, ekki endilega opinberlega, en það veitir ENGUM af meira sjálfstrausti og stundum þarf maður að minna sig á þá fjölmörgu kosti sem maður býr yfir.“ Silja Björk Björnsdóttir Silja Björk bendir á að þunglyndi sé sjúkdómur eins og hver annar. Svanhildur Steinarrsdóttir Svanhildur er ánægð að hafa leitað sér hjálpar. Baráttan við geðsjúkdóma Skipt á börnum Á þessu vaktborði hefur stundum þurft að skipta á nýfæddum börnum sem dvelja á geðdeild með mæðrum sínum. Mynd THorri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.