Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 32
32 13.–15. september 2013 Helgarblað ára stúlka var fyrsta fórnarlamb franska fjöldamorðingjans Michel Fourniret sem árið 2004 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á níu stúlkum. Morðin framdi Fourniret á fjórtán ára tímabili, frá 1987 til 2001. Hann var handtekinn árið 2003 þegar mannránstilraun hans á ungri stúlku misfórst í Belgíu. Fourniret á möguleika á reynslulausn árið 2026.17 Þ að er ekki óþekkt með öllu að Bretar sem til Frakk- lands koma falla kylli- flatir fyrir landinu. Sú var raunin hjá Patriciu Wilson, kaupsýslukonu á sextugsaldri sem sinnti mikilvægum starfa í Lund- únum. Vart hafði hún drepið nið- ur fæti í Aveyron í Frakklandi, árið 2007, er hún sá söluskilti við af- skekkt einnar hæðar hús skammt frá þorpinu Vabre-Tizac. Ekkert skyldi koma í veg fyrir að Patricia „Pat“ Wilson eignað- ist húsið. Kaupverðið var 300.000 evrur og hún gat vart beðið eftir að skrifa ávísun fyrir helmingi kaup- verðsins - kærasti hennar sam- þykkti að leggja út fyrir hinum helmingnum. Pat beið ekki boðanna, fór í snarhasti til Lundúna, sagði starfi sínu lausu, gekk frá öllum sínum málum og sneri rakleiðis til Frakk- lands á ný. Veikindi setja strik í reikninginn Fimm árum síðar veiktist kærasti Pat illa og var tilneyddur til að flytja aftur til Lundúna. Patricia gat með engu móti endurgreitt hon- um 150.000 evrurnar og þar sem hún hugðist ekki selja húsið þá var endanlegur aðskilnaður þeirra óumflýjanlegur. Um svipað leyti bar þar að Jean- Louis Cayrou, alltmúligmann frá Toulouse. Hann tók að sér öll viðvik og stillti verð í hóf. Innan skamms voru allir Bretar á svæðinu farnir að nýta sér þjónustu hans – þeirra á meðal Pat. Eftir því var tekið að Jean- Louis eyddi drjúgum tíma hjá Pat, tíma sem jafnvel hentaði ekki til garð- vinnu. En ef glóð rómantíkur hafði kviknað í hjarta Pat þá kólnaði sú glóð fljótt jafn og hún kastaði hon- um fyrir róða. Slæm samskipti þeirra skánuðu ekki þegar Jean- Louis fór inn á heimili hennar um miðja nótt og vakta hana helst til ruddalega. Lögreglan eða ekki Jean-Louis sagðist hafa slegið út rafmagninu svo ekki þýddi fyrir Pat að kveikja ljós. „Þetta geri ég til að sýna þér að þú getur ekki verið ein þíns liðs í þessu húsi,“ hvæsti hann. „Þú þarfnast karlmanns þér við hlið. Hvað sem er getur komið fyrir þig ef þú ert ein.“ Pat kallaði ekki allt ömmu sína og tókst að reka Jean-Louis af hönd- um sér og velti því síðan fyrir sér hvort hún ætti að hafa samband við lögreglu. Eftir smá umhugsun féll hún frá þeirri hugmynd; það kynni að valda hneyksli. Í vikulokin fór Patricia til Eng- lands og sagði farir sínar ekki sléttar. Ættingjar hennar fengu að vita allt um Jean-Louis. „Hann veldur mér áhyggjum. Ég vona að hann gleymi mér þennan tíma sem ég verð fjarver- andi,“ sagði hún. En því fór fjarri því Frakkinn kaffærði hana í sms-skila- boðum. Blóð á þröskuldinum Pat sneri til Frakklands 17. ágúst, 2012, og sama dag sá vinur henn- ar að grárri Peugeot-bifreið hennar hafði verið lagt fyrir fram- an draumahúsið. Vinur Pat velti því ekkert frekar fyrir sér, en nokkrum dögum síðar sá hann að bíllinn var enn á sama stað og hafði greinilega ekki verið hreyfður. Hann hringdi í lögregluna. Lögreglan þurfti ekki frekari vitna við því þegar hún mætti á svæðið blasti við blóðslóð við úti- dyrnar. Innan dyra var meira blóð og ljóst af verksummerkjum að Pat- ricia hafði rétt verið komin heim úr verslunarferð þegar ráðist var á hana. Patricia hafði greinilega varist árasarmanninum af hörku en að sögn læknis var ljóst að hún hafði misst mikið blóð, svo mikið að sennilega hefði hún ekki lifað af. En lík hennar var hvergi að sjá. Árangurslaus leit Grunur lögreglunnar beindist fyrst að fyrrverandi kærasta Patriciu, en hann hafði ekki komið til Frakklands og beið þess að fara í aðgerð í Lund- únum. Þá heyrði lögreglan af sam- skiptum Pat og Jean-Louis, nætur- heimsókn hans og þeim áhyggjum sem Patricia hafði viðrað þegar hún heimsótti ættingja sína í Lundúnum. En lík Pat var hvergi að finna og tveimur vikum síðar fékk lögreglan niðurstöður úr rannsókn sem gerð var á blóði sem fannst á fatnaði Jean- Louis - blóðið var úr Pat. Hið sama var að segja um blóð sem fannst í bif- reið Jean-Louis. Jean-Louis var ákærður fyrir morðið og sat í gæsluvarðhaldi í um ár, án þess að segja nokkuð sem varpað gæti ljósi á málið. Þann 18. ágúst í ár var honum sleppt en rannsókn lögreglunnar mun áfram beinast að honum. Lík Patriciu Wilson hefur ekki enn kom- ið í leitirnar. n Hvað varð um Pat? n Ástarævintýri breskrar konu og fransks alltmúligmanns fékk hörmulegan endi„Hvað sem er getur komið fyrir þig ef þú ert ein. Jean-Louis Cayrou Alltmúligmaður frá Toulouse sem ekki vildi sleppa hendinni af Pat. Patrica Wilson Fann draumahúsið í Frakklandi og var sennilega myrt í því. Ólétt stúlka í vondum málum Nítján ára barnshafandi stúlka, Sarah Knysz, og eiginmaður hennar, Eric Knysz, hafa verið ákærð fyrir morð á lögregluþjóni í Michigan í Bandaríkjunum. Lög- regluþjóninn var skotinn í höfuðið af stuttu færi þegar hann stöðvaði bifreið hjónanna við reglubundið eftirlit á dögunum. Talið er að Eric hafi verið sá sem tók í gikkinn en Sarah hafi verið sú sem ók bif- reiðinni á brott eftir voðaverkið. Óvíst er hvers vegna Eric ákvað að ráða lögregluþjóninum bana en hvorugt skötuhjúanna hafði áður komist í kast við lögin. Blindir fá byssuleyfi Bæði blindir og sjóndaprir fá nú að kaupa og bera byssur í banda- ríska fylkinu Iowa. Var það niður- staðan úr miklum deilum sem spruttu upp í kjölfar umdeildra lagasetningar sem var sett á þingi fylkisins árið 2011. Kjarni laganna var að ekki mætti banna byssueign einstaklings nema það varðaði al- mannahag. Sýslumenn í fylkinu, sem veita byssuleyfi, höfðu túlkað lagabreytinguna á mismunandi hátt. Nú hefur komið í ljós að þeir sýslumenn sem veittu blindum byssuleyfi höfðu rétt fyrir sér og eiga nú allir sýslumenn fylkisins að fylgja þeim. Læknir stal veski Virtur læknir, Abdul Choudhuri, sem starfar á Harley Street í London, hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi af dómstóli í Nottingham. Hann var fundinn sekur um að hafa stolið seðlaveski af ferðamanni sem gleymdi því í ógáti á kaffihúsi. Í veskinu voru 2.500 pund, eða liðlega hálf milljón íslenskra króna. Daily Mail greinir frá því að á meðal skjólstæðinga læknisins séu Hollywood-stjörnur og aðalsfólk. Verðmæti stofunnar sem hann á á þessari þekktu götu hleypur á um 120 milljónum króna. Hann sagðist sjálfur hafa misst veskið þegar sjón- arvottar vísuðu lögreglu á hann. Upp komast svik um síðir og lækn- irinn, sem hafði ýmiss konar afsak- anir á reiðum höndum, fékk orð í eyra frá dómaranum í málinu, áður en dómurinn var upp kveðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.