Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 18.–20. október 2013 Helgarblað Strákarnir í umspil 3 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í fyrsta sinn í sögunni komið í umspil um laust sæti á HM í knattspyrnu. Íslendingar stóð- ust Norðmönnum snúning á Ulleväl- leikvanginum í erfiðum og spennu- þrungnum leik á þriðjudagskvöld sem endaði með jafntefli, 1–1. Um gífurlegt afrek er að ræða því þegar dregið var í riðla fyrir mótið var Ísland í neðsta styrkleikaflokki. Það felur í sér að fyrir mótið voru allir and- stæðingar Íslands á pappírunum taldir sterkari. Það kemur í ljós á þriðjudag hver andstæðingur Íslands verður í umspilinu. Uppnám í Krossinum 2 Uppnám varð á samkomu Krossins á sunnudaginn þar sem átök ríkja á milli Sigurbjargar Gunnarsdóttur forstöðumanns og föður hennar, Gunnars Þorsteins- sonar, sem vill komast aftur til valda innan trúfélagsins. Á sunnudag var Baldur Freyr Einarsson gestapredikari á samkomunni. Í lok predikunarinnar bað Baldur Sigurbjörgu og Aðalstein, eiginmann henn- ar, um að standa upp og föður Sigurbjargar, Gunnar, að koma og blessa þau. Gunnar neitaði hins vegar að blessa þau, fyrr en löglega væri skipað í stjórn trúfélagsins. Bankinn hirti allt 1 „Bankinn tók allt. Það er allt farið – rúmlega 40 ár farin í vaskinn,“ sagði Anna Valdís Jóns- dóttir í DV á mánudag. Annco, fyrir- tæki hennar og eiginmanns hennar, Erlings Garðarssonar, var gert gjald- þrota fyrr á þessu ári, eftir fjögurra áratuga farsælan fjölskyldurekstur þeirra hjóna. Hún segir farir þeirra ekki sléttar hvað varðar samskipti við starfsmenn Íslandsbanka á Suðurnesjum, áður Glitnis, og ofbýður henni fram- ganga bankans. „Maður er bara dofinn. Þetta er svo ótrúlegt,“ sagði Anna Valdís. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni 14. 10. 2013 16. 10. 2013 16. 10. 2013 Mánudagur og þriðjudagur 14.–15. október 2013 116. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Bankinn „ Rúmlega 40 ár farin í vaskinn n Útibússtjórinn skoðaði eignina n Náðist á myndband Fá forskot á rjúpuna n Ríkisstarfsmenn njóta sérkjara Náfrænka Davíðs vill stjórna LÍN n Gjaldþrot eftir stökkbreytt lán tók allt „Var að velta fyrir mér kostum og göllum hússins - Útibússtjórinn anna Valdís Jónsdóttir 8 Málaði og áritaði úlpurnar Tískuúlpur á 100.000 krónur 23 Tolli Morthens Ekki kaupa notuð dEkk Suma hluti verður að kaupa nýja 14 Blokkin byggð á röngum stað „Enginn sökudólgur hengdur“ 2 6 M y n d S ig tr y g g u r A r i 4 n Fékk áminningu sem var afturkölluð n Illugi Gunnarsson tekur ákvörðunina miðvikudagur og fimmtudagur 16.–17. október 2013 117. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. ÁTÖK Á SAMKOMU n Gunnar neitaði að blessa dóttur sína n Bréf Gunnars: „Ég skil ekkert í dóttur minni“ n Sakaði fyrrverandi um árás n „Einhver náði að taka hana með valdi“ UppnÁM í KrOSSinUM „Við skulum bara gleyma þessu 8 „Hægur og utan við mig“ n Eyþór Ingi með athyglisbrest 23 LANDS- LEIK- URINN „Vel heppnuð uppfærsla á Óvitum“ n Börn leika fullorðna og fullorðnir leika börn n Litadýrð og fjör Hann dó úr vonleysi Var í miðju kynleiðréttingarferli Horst Gorda lést á Klambratúni „Þetta var góður díll“ Rússi fjárfestir á Kópaskeri Viltu fara út að hlaupa? Elísabet gefur góð ráð 16 6 „Viðsnúningur hlutverka vekur mesta kátínuna 19 STrÁKArnir 15 OKKAr í UMSpiln Á mánudag ræðst hvaða stórþjóð við mætum n „Þetta eru stór skref“ 9 Sport 15 Miðvikudagur 16. október 2013 Tvær kúlur á mánuði Guðmundur Þ. Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Dana, mun þéna ígildi liðlega tveggja milljóna íslenskra króna á mánuði í starfi sínu. Ekstrabladet grein- ir frá þessu en þar kemur fram að árslaunin, næstu þrjú árin, verði tæplega 22 milljónir króna á ári. Óhætt er að segja að pressan á Guðmundi verði mikil því þar á bæ er gerð skýr krafa um ólympíugull. Í dönskum fjölmiðl- um er talað um að hann hafi feng- ið viðurnefnið Gullmundur, sem vísar líklega hvort tveggja til kröf- unnar um gullmedalíu og launa- kjara þjálfarans. Newcastle vill kaupa Remy Forráðamenn Newcastle eru sagð- ir vilja kaupa franska framherjann Loic Remy sem leikið hefur með liðinu í haust sem lánsmaður frá QPR. Remy hefur farið vel af stað með Newcastle og skorað 5 mörk í síðustu 3 leikjum sínum. Talið er að Newcastle þurfi að reiða fram sex milljónir punda, 1,1 milljarð króna, til að kaupa leikmanninn. Að sögn breskra fjölmiðla eru for- ráðamenn Newcastle sagðir vilja ganga frá kaupunum strax í janúar af ótta við samkeppni frá öðrum félögum. Messi klár í slaginn Lionel Messi, besti knattspyrn- umaður heims, er byrjaður að æfa að nýju með Barcelona eftir að hafa glímt við meiðsli. Messi meiddist í sigurleik gegn Almer- ia í lok september og missti af þeim sökum af fjórum leikjum; tveimur með Barcelona og tveim- ur með landsliði Argentínu. Búist er við því að hann verði í hópnum gegn Osasuna um helgina og verði mættur í byrjunarliðið gegn AC Milan í Meistaradeildinni í næstu viku. Messi hefur skorað 11 mörk í 9 leikjum á leiktíðinni. Bravó strákar! Í slenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í fyrsta sinn í sögunni komið í umspil um laust sæti á HM í knattspyrnu. Íslendingar stóðust Norðmönn- um snúning á Ulleväl-leikvanginum í erfiðum og spennuþrungnum leik á þriðjudagskvöld. Jafntefli nægði liðinu til að tryggja sér annað sætið í E-riðli því á sama tíma létu Slóvenar í minni pokann gegn Sviss. Um gífurlegt afrek er að ræða því þegar dregið var í riðla fyrir mótið var Ísland í neðsta styrkleikaflokki. Það felur í sér að fyrir mótið voru all- ir andstæðingar Íslands á pappírun- um taldir sterkari. Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í landsliðinu létu slíkt sem vind um eyru þjóta og stefndu ótrauðir á annað efstu sæt- anna tveggja. Norðmenn sprækir Leikurinn gegn Noregi var erfiður. Norðmenn byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina á vellinum. Það var því þvert gangi leiksins sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark á 13. mínútu eftir góðan undirbún- ing Gylfa Þórs Sigurðssonar. Í kjölfar- ið kom góður íslenskur kafli þar sem liðið stjórnaði leiknum. Norðmenn hertu tökin þegar á fyrri hálfleikinn leið og uppskáru mark á 30. mín- útu, þegar Daniel Braaten skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Norðmenn byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og stjórnuðu hálf- leiknum lengst af. Þeir sköpuðu sér þó ekki hættuleg færi. Eiður Smári Guðjohnsen fékk líklega besta færi hálfleiksins en norski markvörður- inn varði með miklum tilþrifum. Í kjölfarið kom Alfreð Finnbogason inn fyrir Eið Smára. Það dró af báð- um liðum þegar á hálfleikinn leið og færunum fækkaði. Á sjötugustu og fjórðu mínútu bárust þau gleðitíð- indi frá Sviss að heimamenn væru komnir yfir. Þar með var ljóst að Slóvenar þyrftu tvö mörk þyrfti til að komast upp fyrir Íslendinga í riðlin- um. Leikurinn í Ósló fjaraði út og Ís- lendingar lönduðu stiginu. „Ég er stoltur“ „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Við getum verið stoltir af sjálf- um okkur og þetta er ólýsanlegt,“ sagði Kolbeinn í viðtali við RÚV eftir leik. Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum ánægður eftir leik og viður- kenndi að þessi áfangi hafi verið fjar- lægur draumur undanfarin ár. „Við erum auðvitað ekki komnir á HM en við höfum skrifað okkur í sögu- bækurnar. Þetta eru stór skref.“ Eið- ur hefur ekki átt upp á pallborðið hjá sínu félagsliði undanfarna mánuði og sagði að hann hefði notað lands- liðið sem „motivation“ til að halda sér í góðu standi. „Ég er stoltur af því að hafa hjálpað til við að afreka þetta.“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnars- son var ánægður en jarðbundinn eft- ir leik. „Við byrjuðum illa og spiluð- um ekki okkar besta leik í kvöld. Við verðum bara að læra af þessu. Við náðum ekki upp okkar spili en gerð- um það sem þurfti til. Þetta var nóg,“ sagði hann við RÚV. Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í leiknum í Noregi en Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sagði í viðtali við RÚV eftir leikinn að hann væri stoltur af dugnaði liðsins og karakter leikmanna. Á mánudaginn verður dregið um hvaða lið mætast í umspilinu fyrir HM. Ísland getur þar mætt Króatíu, Grikklandi, Portúgal eða Svíþjóð, eins og staðan er á styrkleikalista FIFA í dag. FIFA á þá eftir að reikna út nýjan lista að loknum þeim lands- leikjum sem farið hafa fram síðustu daga. Hugsanlegt er að þeir útreikn- ingar geti haft áhrif á hvaða liðum Ís- land getur mætt í umspilsleikjunum, en auk þessara fimm liða verða Rúm- enía, Frakkland og Úkraína í hattin- um. Sá háttur er hafður á að þau fjög- ur lið sem efst eru á styrkleikalista FIFA mæta þeim fjórum sem neðar eru. Það er því ljóst að Ísland mun mæta stórþjóð í knattspyrnu í leikj- unum mikilvægu, sem fram fara í nóvember. n n Skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar í Ósló n Dregið á mánudaginn Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Lokastaðan í riðlinum Leikir Markatala Stig Sviss 10 17 6 24 Ísland 10 17 15 17 Slóvenía 10 14 11 15 Noregur 10 10 13 12 Albanía 10 9 11 11 Kýpur 10 4 15 5 Kolbeinn í stuði Markahrókurinn skoraði í enn einum landsleiknum. Einkunnir leikmanna íslenska liðsins7 Hannes Þór Halldórsson Var öruggur í sínum aðgerðum en hefði með smá heppni getað var- ið þegar Norðmenn skoruðu. 6 Birkir Már Sæv- arsson Átti fínan leik og átti ekki í teljandi vandræðum. Verður í banni í næsta leik. 8 Kári Árnason Var ör- uggur á boltann, að venju, og bar af í vörn Íslands. 6 Ragnar Sigurðsson Átti fínan leik en gerði slæm mistök þegar hann missti boltann í síðari hálfleik. Kári bjargaði á ögurstundu. 6 Ari Freyr Skúlason Átti nokkuð kaflaskiptan leik og var stundum í basli, enda sóttu Norðmenn mikið upp hans megin. Lék boltanum vel frá sér. 5 Jóhann Berg Guðmundsson Gerði ekki mikið sóknarlega en vann mjög vel í vörninni. 7 Aron Einar Gunnarsson Dreif sína menn áfram og var fastur fyrir. Stöðvaði ófáar sóknir Norðmanna. 7 Gylfi Þór Sigurðsson Lagði upp mark Íslands með frábærri sendingu. Gylfi lék mjög vel í leiknum og var ótrúlega góður undir pressu. 6 Birkir Bjarnason Átti fínan leik og barðist eins og ljón allan leikinn. Gaf aldrei tommu eftir. 7 Eiður Smári Guðjohnsen Var líklega besti mað- urinn á vellinum í fyrri hálfleik og var svo óheppinn að skora ekki í þeim síðari. Flottur leikur hjá öldungnum. 8 Kolbeinn Sigþórsson Fékk eitt færi í leiknum og nýtti það, eins og sönnum framherja sæmir. Barðist eins og ljón allan tímann. 5 Alfreð Finnbogason Komst ekki alveg í takt við leikinn en hljóp þó mikið og var duglegur.„Ég er stoltur af því að hafa hjálpað til við að afreka þetta n Eigandi VIP Club segir ekkert óeðlilegt við fyrirkomulagið G reiðslur á kampavíns- klúbbnum VIP Club fóru þar til nýlega í gegnum ferða- þjónustufyrirtækið VIP Travel sem er í eigu sömu aðila. Þetta staðfestir eigandi staðar- ins. Þannig fór stór hluti veltunnar í gegnum fyrirtæki í ferðaþjónustu, en þau greiða lægri virðisaukaskatt en til að mynda fyrirtæki í veitingarekstri. Fjölmiðlar hafa á síðustu mánuðu fjallað um VIP Club, en í umfjöllun Grapevine og fréttastofu Stöðvar 2 kom fram að hægt væri að fá einkadans á klúbbnum fyrir tuttugu þúsund krónur. Því má vera ljóst að greiðslur fyrir einkadans hafi farið í gegnum túristafélagið VIP Travel ehf. Hélt utan um reksturinn Kristján Georg Jósteinsson, fram- kvæmdastjóri VIP Club og eigandi fyrirtækjanna, staðfestir þetta í sam- tali við DV, en segir ekkert óeðlilegt við fyrirkomulagið. Engar upplýs- ingar fást um fyrirtækið VIP Travel á veraldarvefnum, en svo virðist sem ferðaþjónustufyrirtækið haldi ekki úti neinni heimasíðu. Aðspurður um hvers vegna velta kampavínsklúbbsins hafi farið í gegnum fyrirtæki sem skráð er sem ferðaþjónustuaðili, segir Kristján Georg að VIP Travel hafi haldið utan um rekstur kampavínsklúbbs- ins þar til nýlega. Nú séu bæði fé- lög rekin undir félaginu Almitra ehf. en það félag sér um veitingarekstur, samkvæmt upplýsingum hjá ríkis- skattstjóra. „VIP Travel hélt utan um reksturinn á tveimur hæðum hérna í Austurstræti 12a. Það er ekkert óeðli- legt við það.“ Stripp í boði Blaðamaður Grapevine skrifaði ítar- lega grein um heimsókn sína á VIP Club í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að hægt væri að kaupa ólöglegan nektardans á staðnum fyrir tuttugu þúsund krónur. Á þeim tíma fóru allar kredit- og debetkortafærsl- ur klúbbsins í gegnum VIP Travel, sem samkvæmt upplýsingum frá ríkisskatt- stjóra, er skráð sem „önnur bókunar- þjónusta og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu.“ Í frétt Stöðvar 2 í vik- unni sem leið voru spilaðar upptökur sem staðfestu að einkadans á staðnum kostar tuttugu þúsund krónur. Ferðaþjónustufyrirtæki greiða minni skatta en fyrirtæki í veitinga- rekstri. Kristján Georg þvertekur fyrir að hann og eigendur staðarins hafi látið veltuna fara í gegnum ferða- þjónustufyrirtæki til að borga lægri skatta. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að borga skatta af öllum sínum tekjum. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu selur mat þá er sjö prósenta virðis- aukaskattur af því, en ef það selur áfengi þá verður það að borga 24,5 prósent af því eins og aðrir. Þannig að það er ekkert sviksamlegt í því.“ „Ekkert óeðlilegt“ VIP Travel var stofnað í maí á þessu ári og hefur félagið því ekki skilað neinum ársreikningum. Engar eign- ir eru skráðar á félagið hjá Fyrir- tækjaskrá en þar kemur fram að það sé að öllu leyti í eigu Kristjáns Georgs. Aðspurður um rekstur VIP Travel segir Kristján Georg að hún sé fjöl- breytt: „Það er til dæmis blaða- útgáfa, rekstur fasteigna, ferðaþjón- usta og svo framvegis.“ Hann segir VIP Travel og VIP Club félög í að- skildum rekstri, sem nú séu komin undir einn hatt, Almitru ehf. Nú fari því allar posafærslur, og þar með öll velta, í gegnum Almitru ehf. sem sé leyfishafi að húsinu, Austurstræti 12a, þar sem starfsemin er skráð. „Þetta eru allt sömu eigendurnir og sömu aðilar þannig að það er ekk- ert óeðlilegt í þessu,“ segir Kristján Georg í samtali við DV. n „VIP Travel hélt utan um rekstur- inn á tveimur hæðum hérna í Austurstræti 12a. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Annað félag Velta kampavíns- klúbbsins VIP Club fór að mestu í gegnum félag sem skráð er í ferða- þjónustu, þar til nýlega. Mynd REutERS einkadans í gegnuM túristafélag Biðstofu breytt í skrifstofu Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra réð til sín nýjan að- stoðarmann á dögunum, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur. Að- stoðarmenn utanríkisráðherra eru því orðnir tveir talsins, en Margrét Gísladóttir var ráðin til starfans í byrjun sumars. Þær eru báðar á þrítugsaldri. Svo virðist sem lítið pláss hafi verið fyrir nýjan aðstoðarmann ráðherrans í húsnæði utanríkis- ráðuneytisins og því var brugð- ið á það ráð að breyta biðstofu ráðuneytisins í skrifstofu. Þetta staðfestir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, í samtali við DV: „Í til- felli annars aðstoðarmanns ráð- herra var biðstofa færð til og gerð skrifstofa úr gömlu biðstofunni.“ Á meðal þess sem keypt var í nýja skrifstofu aðstoðarmannsins var nýtt skrifborð, að sögn Urðar. Ákvæði um auglýsingaskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eiga ekki við um ráðningu aðstoðarmanna. Sunna Gunnars, sem er 29 ára, er með BA-gráðu í almanntengslum en Margrét Gísladóttir, sem er 26 ára, er með diplómu í sama fagi. Aðstoðarmenn ráðherra heyra beint undir ráðherra og gegna störfum fyrir hann svo lengi sem ráðherra ákveður. Aðstoðarmenn ráðherra fá sömu laun og skrif- stofustjórar, eða 715.235 krónur á mánuði. Hvorki náðist í utanríkis- ráðherra né aðstoðarmenn hans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. VIP Club Eigandi staðarins segir að bæði félög séu nú rekin undir félaginu Almitra ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.