Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 32
É g hef sjaldnast fengið einhver gríðarleg laun fyrir plöturnar sem ég hef gefið út. Tekjurnar mínar hafa nær alltaf komið af spilamennsku og tónleika- haldi. Þetta er íslenskur veruleiki,“ segir Páll Óskar sem hefur gefið út sitt eigið efni frá árinu 1995. Milljónir í myndbönd Páll Óskar segist koma tónlist sinni á framfæri með áhugaverðum mynd- böndum í stað þess að gefa út og auglýsa smáskífur. „Ég kýs frekar að gera frekar dýr og flott músíkvídeó og eyði í það kannski 2–3 miljónum. Þetta er sami peningurinn og maður myndi hvort eð er eyða í auglýsingar fyrir eina fyrirferðarmikla plötu. Myndbandið á Youtube kemur í stað smáskífu. Öllum er frjálst að horfa og hlusta á myndbandið og sumir eru að umbreyta því yfir í mp3-skrá og deila þannig efninu áfram. Ég segi ekkert við því, fólk má dreifa smá- skífunum eins og því sýnist. Þarna er smáskífan að sinna hlutverki sínu, og það hafa aldrei verið neinar tekjur af smáskífum á Íslandi hvort sem er.“ Setur mörk Páll Óskar segist ekki setja nýjar plötur í ókeypis dreifingu á netinu. „Þar set ég mörkin því að þarna er verið að hafa af mér tekjur sem ég þarf á að halda til þess að stóra platan gangi upp. Platan verður að fá frið til að seljast á íslenskum markaði, hvort sem það er á föstu formi eða gegnum löglegar tónlistarveitur á netinu. Ég verð að fá peninginn til baka af plöt- unni sem ég er að gera svo að verk- efnið borgi sig upp. Annars vita allir hvernig fer, fyrirtækið mitt mun fara á hausinn. Aftur á móti get ég sagt það að þegar að platan er búin að borga sig upp, þá er mér alveg sama hvað verður um hana í kjölfarið. Þá má hún mín vegna fara inn á netið og fólk má deila og dreifa eins og því sýnist,“ segir Páll Óskar og bendir á að allt gamla efnið hans sé aðgengi- legt á vefnum. Smáskífumarkaður á Youtube Þekkt er að myndbandavefurinn Youtube geri skriflegan samning við stærstu útgefendurna í heimin- um sem fái því þóknun fyrir áhorf á Youtube-reikningum sínum. „Miley Cyrus fær feitan pening fyrir að hafa slegið met í áhorfi á Youtube fyrir lagið Wrecking Ball. Það er ljóslif- andi smáskífumarkaður þarna beint fyrir framan nefið á okkur á hverjum degi,“ segir Páll Óskar en við vinnslu viðtalsins er áhorf á Wrecking Ball komið upp í 233 miljónir. „Hún hlýt- ur að geta keypt sér mínipils fyrir þann pening á meðan íslenski tón- listarmaðurinn er að spá í hvernig hann geti borgað símareikninginn. Ef forráðamenn Youtube myndu nenna að borga fólki á Íslandi ein- hverja pínulitla þóknun fyrir það streymi sem er í gangi þá væri kom- inn smáskífumarkaður á Íslandi með tekjum,“ segir Páll Óskar sem bendir á að lagið Leyndarmál, með Ásgeiri Trausta, sé til að mynda með 540.000 í spilun. Halar sjálfur niður Páll Óskar segist sjálfur hala niður efni fyrir dansgólfið. „Málið er svo sannarlega ekki svart eða hvítt frá mínum bæjardyrum séð. Þegar glæ- nýtt efni kemur á markaðinn sem ég veit að verður beðið um á ballinu í kvöld þá þarf ég stundum að „down- loada“ því ef efnið er ekki aðgengilegt með öðrum hætti,“ segir Páll Óskar og nefnir þar remix af vinsælum lög- um sem aðrir plötusnúðar hafi skellt á netið. „Mér finnst stundum re mixið miklu flottara en frumútgáfan og það er hvergi fáanlegt í heiminum af því að plötusnúðurinn setti það sjálf- ur inn á netið. Plötusnúðurinn gef- ur mér þetta remix með því að setja það þarna inn og um leið er hann er að auglýsa sjálfan sig. Ég umbreyti síðan svona Youtube-skrám með re- mixinu í mp3 og spila á böllum án þess að skammast mín. Vegna þess að þessi mix eru hvergi til sölu hvort eð er. Það er engin önnur leið að nálgast þetta. Plötusnúðarnir fá síð- an stærri og stærri gigg til að spila á eftir því sem eftirspurnin eykst og ef þeir sanna getu sína á þennan hátt.“ Nörd með söfnunaráráttu „Ég vil ekki hala niður bíómyndum og breiðskífum inn á harða diskinn hjá mér. Ég kaupi þetta allt. Nýjar kvikmyndir kaupi ég á blu-ray, göml- um bíómyndum safna ég á filmum sem ég finn á eBay, rétt eins og ég kaupi nýja tónlist á geisladiskum og eldri á vínyl. Oft fylgir því stemning að hlusta á tónlist beint af vínylplötum eða horfa á kvikmynd beint af filmu.“ Páll Óskar segist eiga stórt filmusafn með uppáhaldskvikmyndunum sínum. „Ég er bæði nörd og safnari. Ég á allar uppáhaldsmyndirnar á filmu. Ég get lofað þér því að söfnunaráráttan fer ekki neitt. Ef þú ert safnari þá þarftu að sætta þig við það,“ segir Páll Óskar í léttum dúr. Snarkið í nálinni „Ég vil hlusta á Dusty Springfield- plöturnar mínar beint af vínyl, ég vil heyra snarkið þegar nálin snert- ir vínylinn, það er ákveðin stemning sem fylgir þessu. Ég vil vera með tólf tommu plötuumslag fyrir framan mig og spá í útlitið og lesa textana. Þetta er mun dýpri upplifun en að hala plöt- unni niður í tölvunni heima hjá sér og hlusta á hana þar,“ segir Páll Óskar og segir markaðinn hafa uppgötvað nýjan markhóp í nördunum. „Það er gert í því núna að endurútgefa gamlar plötur og bíómyndir í eins flottum gæðum og hægt er með aukaefni í stálboxum. Vegna þess að nörd eins og ég elskar einhverja bíómynd, eins og Barbar- ellu með Jane Fonda, þá kaupi ég bíó- myndina aftur næst þegar hún kemur á einhverju öðru formi. Nördin munu halda lífi í fasta forminu.“ Hátíð vonar Mikil umræða fór af stað í samfé- laginu í kjölfarið á Gleðigöngunni og Hátíð vonar nú í haust og segist Páll Óskar ekki hafa viljað tjá sig um mál- ið á sínum tíma. „Ég ákvað að sitja hjá og fylgjast með Samtökunum ´78 og því teymi taka þá umræðu. Ég ætl- aði hins vegar að skrifa biskupi bréf til að ítreka að svona hatursorðræða í garð minnihlutahóps varðar við lög á Íslandi. Þetta er löngu neglt í stjórn- arskrá okkar Íslendinga. Mér finnst það alvarlegt mál þegar biskup á veg- um íslensku Þjóðkirkjunnar kemur og leggur blessun sína yfir samkundu þar sem stjarnan á auglýsingaskiltinu rígheldur í sinn úrelta haturs áróður gegn samkynhneigðum, og bend- ir svo með puttanum á Biblíuna og segir að Guð hafi sagt honum að segja þetta. Pottþétt fjarvistarsönnun fyrir eigin fordæmingu. Í rauninni væri biskupinn þá að leggja bless- un sína yfir lögbrot,“ segir Páll Óskar sem segist hafa hætt við að senda bréfið þegar biskup Íslands ákvað sjálf að koma með yfirlýsingu. „Hún tók þennan góða fund með tilætl- uðum ræðumanni á hátíðinni og gerði honum grein fyrir því að hann væri staddur á landi þar sem réttindi samkynhneigðs fólks eru mjög langt á veg komin og að fyrirhugaður mál- flutningur væri flestum landsmönn- um hreinlega framandi. Ég segi „thumbs up“ fyrir henni. Partur af sköpunarverkinu En hvaða afstöðu hefur Páll Óskar gagnvart trú almennt. Trúir hann sjálfur á Guð? „Ég er bara á fullu að trúa á æðri mátt. Þú mátt alveg kalla hann Guð ef þú vilt. Ég hef ekki þörf fyrir það að fara í kirkju til að öðlast andlega vakningu. Ég upplifi and- lega vakningu um leið og ég vakna á morgnana. Mér finnst svo mikið kraftaverk að það sé kominn nýr dagur. Svo fer ég fram úr rúminu. Þá þakka ég fyrir að geta staðið í lapp- irnar, því það er til fullt af fólki sem getur það alls ekki. Svo þakka ég fyrir það að ég sé heill heilsu, hafi vinnu, geti unnið hana, eigi eftir að borða í dag og geti borgað reikningana mína. Það eru of margir í þessum heimi sem geta ekki gengið að þessu öllu vísu. Ég kem auga á Guð alls staðar. Ég er bara einn lítill punktur af öllu sköpunarverkinu og það er yndis- leg tilfinning. Ég trúi því að Guð búi í hjörtum fólks en ekki í kirkjum. Ég er langt frá því að vera bókstafstrúar- maður. Guð er fullkomlega persónu- leg upplifun mín. Mín eigin útgáfa af honum. Ég trúi því ekki að „Ég hef engan áhuga á því að eignast börn“ 32 Fólk 18.–20. október 2013 Helgarblað Tuttugu ár eru liðin frá því að skærasta poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson, gaf út fyrsta sólódiskinn sinn Stuð, sem kom út árið 1993. Páll Óskar hefur átt glæstan feril og í dag lifir hann af tónlistinni þótt einu sinni hafi hann komist í hann krappan og gjaldþrot vofað yfir. Svala Magnea Georgsdóttir ræddi við Pál Óskar um bransann, ástina og réttindi samkynhneigðra. Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is „Ég er bara einn lít- ill punktur af öllu sköpunarverkinu og það er yndisleg tilfinning. Ég trúi því að Guð búi í hjört- um fólks en ekki í kirkjum. Vampírukastali í bígerð Páll Óskar verður með hrekkja- vökuball á Rúbín 2. nóvember. MYNd SiGtrYGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.