Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 35
Fólk 35Helgarblað 18.–20. október 2013 Vill verða borgarstjóri Borgarmálin brenna á honum og ætlar hann að gefa kost á sér í oddvitasætið í komandi prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Júlíus Vífill Ingvarsson seg- ist vel geta hugsað sér að verða borgarstjóri og vill taka til í fjármálum borgarinnar sem hann segir vera í ólestri. Hann gagnrýnir Jón Gnarr fyrir að sinna ekki starfi borgarstjóra og segir borgina sárlega vanta leiðtoga. Viktoría Hermannsdóttir ræddi við borg- arfulltrúann, lögfræðinginn og óperusöngvarann um æskuna, aldraða fósturforeldra sem hann kaus að alast upp hjá, söngferilinn og auðvitað borgarmálin sem eru honum afar mikilvæg. É g ætlaði aldrei út í borgar- málin, ég var beðinn um að gefa kost á mér en harðneit- aði nokkrum sinnum áður en ég lét segjast,“ segir Júlíus Vífill brosandi meðan hann hellir upp á kaffi fyrir blaðamann á kaffistofu borgarfulltrúa, aðspurður hvort það hafi alltaf verið ætlun hans að fara út í borgarpólitíkina. Við erum stödd á annarri hæð á Tjarnargötu 12, á ská á móti Ráðhúsinu þar sem flestir borg- arfulltrúar hafa skrifstofur sínar. Það er föstudagseftirmiðdegi og enginn borgarfulltrúi í húsinu nema Júlíus. Hann fullvissar þó blaðamann um að það sé ekki vegna leti hinna borg- arfulltrúanna. „Nei, nei,“ segir hann hlæjandi. „Þetta starf krefst þess að maður þarf að vera víða. Við erum mikið á ferðinni.“ Tilbúinn í slaginn Júlíus þekkir það vel enda hefur hann starfað að borgarmálum og setið í borgarstjórn frá árinu 1998. Þó með hléi árin 2002–2006. Nú er bar- átta fram undan, hann sækist eftir oddvitasæti í komandi prófkjöri og fer þar á móti allavega einni sam- starfskonu; Þorbjörgu Helgu Vigfús- dóttur, sem sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Júlíus hefur leitt lista sjálf- stæðismanna síðan í maí á þessu ári þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir hvarf af vettvangi borgarmálanna og yfir í landspólitíkina. Hann er því vel undirbúinn undir baráttuna og vill helga krafta sína því að leiða flokkinn í borginni. „Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að nýta krafta sína í að starfa í þágu almennings.“ Hann segir alls ekki illt á milli hans og Þorbjargar Helgu þó að þau fari á móti hvort öðru. „Við vorum nú bara saman í kaffi áðan,“ segir hann hlæjandi. Nokkrar breytingar hafa orðið á borgarstjórnarflokknum. Ljóst er að Gísli Marteinn hverfur af braut en í nýlegri könnun kom í ljós að hann hafði mest fylgi sitjandi borgarfull- trúa flokksins. Þar á eftir kom Júl- íus Vífill. Hann segir það þó ekki endilega gefa vísbendingu um fylgi Gísla Marteins innan flokksins. „Í þessari könnun var ekki verið að spyrja bara kjósendur Sjálfstæðis- flokksins heldur allra flokka. Þannig að það kemur ekkert endilega á óvart að hann hafi fengið mest fylgi þar sem hann hefur stutt við mikið af áberandi og stórum málum hjá meirihlutanum,“ segir hann. Lögfræðingur og óperusöngvari Hann segir það þó alls ekki ekki hafa verið æskudraum sinn að fara út í borgarpólitík. Reyndar hafði hann lítið skipt sér af stjórnmálum áður en hann gaf kost á sér í prófkjöri inn- an flokksins fyrir kosningarnar 1998. Þó hafði hann aðeins komið nálægt stúdentapólitíkinni í háskólanum og haft gaman af en hafði þó ekki hugsað sér að feta þessa braut. Hann hafði einnig starfað innan flokksins í hverfaráði í sínu hverfi en hafði ekki haft hug á því að beita sér frekar á þessu sviði. „Ég ætlaði mér aldrei að gera stjórnmál að neinum vettvangi í mínu lífi,“ segir hann. Reyndar hef- ur hann bæði lært lögfræði og óperu- söng ásamt því sem hann starfaði hjá fyrirtæki fjölskyldu sinnar til margra ára en faðir Júlíusar var Ingvar Helgason sem stofnaði og átti sam- nefnda heildsölu og bílasölu sem flestir landsmenn kannast við. Hann var náinn föður sínum sem er látinn og móður sinni sem er enn á lífi en hann ólst þó ekki upp hjá þeim. Og það er saga að segja frá því hvernig það kom til. Valdi sér foreldra í næsta húsi Júlíus er fæddur í Reykjavík 18. júní 1951 og ólst upp í vesturbæ Reykja- víkur. Hann er þriðji elstur í hópi níu systkina; fjögurra bræðra og fimm systra en ein þeirra lést barn að aldri. Þrátt fyrir að koma úr svo stórum systkinahópi ólst hann þó upp sem einbirni. „Það var þannig að mamma og pabbi áttu litla íbúð á Hávallagötu 44. Sennilega hefur nú verið frekar þröngt þar þó við hefðum nú ekki verið orðin svona mörg þá. Okkur fannst samt aldrei þröngt, bara ofsa- lega gaman og í minningunni er alltaf sól,“ segir hann brosandi. Í næsta húsi við fjölskylduna bjuggu eldri hjón; þau Áslaug og Helgi Sívertsen. „Strax sem pínulítill hnokki hændist ég að þessum hjón- um sem voru komin yfir miðjan ald- ur. Þegar foreldrar mínir fluttu svo í burtu þegar ég var ekki nema 2–3 ára gamall þá var ég eiginlega fluttur að heiman og til þessara yndislegu hjóna. Það varð svo úr að ég varð eftir og ólst upp hjá þeim.“ Þrátt fyrir að hafa alist upp annars staðar þá var hann alltaf í sambandi við fjölskyldu sína. „Ég var alltaf í samskiptum við fjölskylduna en bjó annars staðar og ólst upp hjá þessu yndislega fólki. Ég kallaði þau alltaf ömmu og afa þó þau væru í raun mínir foreldrar, eða réttara sagt fósturforeldrar. Þau voru svo göm- ul. Fósturmóðir mín var fædd 1897 og fósturfaðir minn var aðeins yngri. Þetta var bara allt svo yndislegt Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Það vantar leiðtoga, það vantar forystu- manninn, það vantar borgar- stjórann. Finnst vanta leiðtoga Júlíus segist aldrei hafa ætlað sér að stefna á stjórnmálin en í dag kann hann afar vel við sig á þeim vettvangi. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.