Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 16
16 Fréttir 18.–20. október 2013 Helgarblað
Í
litlu fjölbýlishúsi við Framnesveg
inn í gamla vesturbænum koma
nokkrar konur saman í eins konar
saumaklúbbi íslamskra kvenna.
Þetta er lítill hópur kvenna sem
kynntist í gegnum trúna, og þar sem
kvennabænin hefur dottið upp fyr
ir í moskunni hittast þær reglulega
í heimahúsi, biðja saman og spjalla
saman á hispurslausan hátt um mál
efni dagsins og lífsins, líkt og kon
um er lagt þegar þær koma saman
án karla, en hingað eru þeir ekki vel
komnir þetta kvöld.
Giftust fljótlega
Ég hringi dyrabjöllunni og hávaxin
ljóshærð kona kemur brosandi til
dyra. Íris Björk Sigurðardóttir tekur
hlýlega á móti mér, tekur í höndina
á mér og býður mér inn, kynnir mig
fyrir þeim sem þegar eru mættar,
þeim Guðrúnu Láru Aðalsteinsdóttur
og Daríu, sem er dönsk og nýflutt til
landsins. Húsráðandinn, Humera
Halldórsdóttir, er enn í eldhúsinu,
eitthvað að fást við mat, en brosir og
býður mig velkomna. Skömmu síðar
bætist enn í hópinn þegar Katrín M.
Erkoc mætir með fangið fullt af gjöf
um, enda nýkomin frá Tyrklandi þar
sem hún keypti slæður á allan hóp
inn. Konurnar taka upp slæðurnar,
dást að þeim, máta þær við höfuðið
og þakka kærlega fyrir sig.
„Maðurinn minn er frá Tyrklandi,“
útskýrir Katrín. „Við kynntumst á
netinu og eftir að við kynntumst vor
um við heilt ár að fara fram og til baka
að hittast. Það var rosalegt vesen að
komast til hans, ferðalagið tók um
sólarhring og kostaði sitt,“ segir hún
hlæjandi. „Síðan giftum við okkur
því annað mátti ekki. Auðvitað finnst
sumum það sérstakt að ganga svona
fljótt í hjónaband. Ég held að það séu
menningarlegar ástæður fyrir því að
fólk virðist vera svona hrætt við að
bindast og mynda fjölskyldu.
Við giftum okkur árið 2010, sem
var fyrir mér rétt ákvörðun og góð
fyrir mitt líf. Í kjölfarið flutti maður
inn minn til Íslands, lærði íslensku og
fékk vinnu um leið og hann hafði náð
tökum á tungumálinu. Honum líður
mjög vel hér.“
Einfaldara líf
Ári áður hafði Katrín tekið trúna, eða
árið 2009. „Þá urðu miklar breytingar
á lífi mínu og ég ákvað að snúa við
blaðinu. Ég fann ofsalega ró við að
taka trú, í raun eins og spennufall, því
mér fannst það réttara og ég fékk svo
mikla svörun. Í íslam þarftu að lesa
þér til og fara í gegnum lífsbækur sem
hjálpa þér áfram. Það hjálpaði mér
mjög mikið því þar fann ég svo mik
ið af svörum. Þetta einfaldaði líf mitt.
Hugleiðslan gerði mér líka gott,
sem og fastan, sem byggist aðallega á
sjálfsaga, innri íhugun og umhyggju
fyrir öðru fólki. Markmiðið er að þú
skiljir sársaukann sem sumir þurfa að
búa við. Ef þú borðar ekkert frá sólar
upprás til sólarlags skilur þú kannski
betur hvernig það er að eiga ekki mat.
En þetta snýst ekki bara um að neita
sér um mat heldur á maður einnig að
hugsa um það hvernig maður kemur
fram við aðra, og á meðan þú fastar
máttu alls ekki rífast eða blóta.“
Múslimi á laun
Dyrabjallan hringir aftur og nú er
það færeysk stúlka sem stendur fyrir
utan og vill komast inn. Hún hefur
ekki enn greint fjölskyldunni frá því
að hún hafi tekið upp trúna og vill þar
af leiðandi ekki láta nafns síns getið
í umfjöllun sem þessari, hvað þá
sjást á mynd. Hún er þess nefnilega
fullviss að sannkristnir foreldrar
hennar muni ekki geta sætt sig við að
hún sé orðin múslimi og viðbrögðin
verði eftir því. Þess vegna ætlar hún
að sanna það fyrir fjölskyldunni að
hún sjálf hafi ekkert breyst með því
að taka upp aðra trú og ætlar að gera
það með því að lifa eins og múslimi
í nokkra mánuði áður en hún segir
fjölskyldunni frá trúskiptunum. Þá
getur hún bent á að hún hafi þegar
ástundað þennan lífsstíl án þess að
fjölskyldan hafi einu sinni orðið þess
vör, ekki einu sinni þegar hún fastaði
í laumi alla ramadan í síðustu ferð
sinni til Færeyja. Fyrir hana er þetta
það eina rétta í stöðunni og þess
vegna er hún hingað komin til þess
að eiga kvöldstund með vinkonum
sínum og biðja með þeim.
Á meðan Humera ber veitingar á
borð komum við okkur fyrir í sófan
um inni í stofu, en elstu börnin hverfa
inn í herbergi þar sem þau bregða á
leik. Dóttir Írisar, Guðrún Maryam
Rayadh, er elst, tólf ára en þau eru
tíu ára og jafnaldrar, þau Muhamma
ed Faisal Halldórsson, sem er sonur
Humeru og á hér heima, og Íris Amal
Massaid, dóttir Guðrúnar. Guðrún
Lára á einnig ársgamlan son, Ómar
Abdallah, sem er einnig með henni
hér í kvöld.
Guðrún Lára situr á gólfinu við
stofuborðið með son sinn í fanginu
og flissar þegar ég spyr út í nöfnin á
stelpunum. Það hafi bara verið tilvilj
un að dóttir hennar heiti Íris og að
dóttir Írisar heiti Guðrún Lára. „Við
þekktumst ekkert þegar stelpurnar
fæddust. En það er skemmtileg til
viljun.“
Hjartað opnaðist
Það eru ekki nema nokkur ár síðan
Guðrún Lára varð múslimi. Aðspurð
af hverju segist hún einfaldlega hafa
fundið að það væri rétt ákvörðun.
„Ég hafði verið að leita lengi og ég
var búin að átta mig á því að þetta
væri sennilega rétta leiðin, eitthvað
sem myndi henta mér og væri skyn
samlegt. Ég hafði lesið mér til um ís
lam en sá samt ekki hvernig ég gæti
orðið múslimi, farið að bera slæðu og
biðja bænir fimm sinnum á dag. Ég
sá ekkert nema hindranir og fannst í
raun óhugsandi að bera slæðuna og
í mínum huga kom ekki til greina að
setja dóttur mína í þá stöðu að þurfa
að bera slæðu.
En það breyttist allt þegar ég sá til
ganginn með trúnni, það var eins og
hjarta mitt hefði opnast einn daginn
þegar ég var að ganga í gegnum erfið
leika og bað Guð að vísa mér veginn
þar sem ég lá uppi í rúmi. Um leið
varð ég viss um að ég yrði að gerast
múslimi, sama hvaða breytingar ég
þyrfti að gera á lífi mínu. Þannig að
ég varð múslimi en það gerðist hægt
og rólega, það var eins og ég þyrfti
að þjálfast upp í því að hugsa eins og
múslimi og haga mér sem slíkur. En
ég var viss og ég hef aldrei efast um
að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir
mig, enda hefur það sannast fyrir mér
fjölmörgum sinnum.“
Kynntust á netinu
Þegar þetta var þekkti Guðrún Lára
nokkra múslima en hún bætir því
hlæjandi við að hún hafi aðallega
þekkt fólk sem iðkaði ekkert endi
lega trúna. „Ég þekkti til dæmis fólk
sem trúði því að karlmenn mættu
sofa hjá konu fyrir hjónaband en
konur mættu það ekki. Ég kynntist
eigin manni mínum á netinu og hann
kenndi mér allt um íslam. Ég var í
sjokki þegar hann sagði að karlar
mættu ekki heldur sofa hjá fyrir
hjónaband og trúði honum ekki, en
hann sagðist aldrei hafa verið með
konu. Ég trúði því ekki strax og var
sannfærð um að hann væri að ljúga,“
segir hún og hlær. „Ég skil þetta bet
ur núna. Þegar þú hefur sterka trú þá
getur þú ekki farið gegn henni, því
þú svíkur sjálfan þig þegar þú svíkur
Guð. Það þýðir samt ekki að fólki geti
ekki orðið á, auðvitað getur öllum
orðið á.“
Katrín skýtur því inn að hættan
sé auðvitað sú að fólk eignist barn
utan hjónabands ef það stundar kyn
líf ógift og Íris Björk segist vera besta
dæmið um það, dóttir hennar hafi
fæðst utan hjónabands.
Guðrún Lára heldur áfram og seg
ir: „Kynlíf verður líka betra í hjóna
bandi, þegar ástin, innileikinn og
kærleikurinn er meiri,“ og hinar taka
undir það. „Þá erum við þarna fyrir
hvort annað,“ segir Guðrún Lára, „og
ef eitthvað gengur illa þá finnur þú
lausn á því. Þú nærð sáttum því þú
hefur heitið því að láta hjónabandið
ganga.“
Sonur hennar togar hana til sín og
hún reynir að róa hann niður. „Slak
aðu á ástin mín,“ segir hún blíðlega
og strýkur honum um vangann. „Ertu
að gráta?“
„Slæðan táknar vernd og virðingu“
n Heimsókn í íslamskan saumaklúbb n Allar giftar múslimum n Tvær kynntust eiginmanninum á netinu n Lífið betra með Guði n Glímdu við fordóma n Óþægilegt þegar fólk starir
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Kynlíf verður líka
betra í hjónabandi,
þegar ástin, innileikinn og
kærleikurinn er meiri.
„Mamma sagði að
ég yrði lokuð inni
eins og búfénaður