Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 18
18 Fréttir 18.–20. október 2013 Helgarblað
Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi
búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð.
Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hann mun staðfesta það.
5 dYRa FRÁ
Station FRÁ
FORD focus
3.490.000 KR.
3.640.000 KR.
ford.is
Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114/117 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90
mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.
AFMÆLISPAKKI aÐ VERÐMÆti 320.000 KR.
FYLGiR FORD FOCUS Í oKtÓBER
Ford_Focus_180x255_08.07.2013_1.indd 1 01.10.2013 11:17:23
hárinu.“
Það hefur reyndar komið fyrir að
maðurinn hennar hafi sagt Guðrúnu
Láru að hún þurfi hvorki að klæða sig
svona mikið né vera í svona rosalega
víðum fötum. „Konurnar hérna segja
það líka,“ segir hún, „en mér hefur
alltaf liðið vel í víðum fötum. Ég var
skoppari þegar ég var unglingur og
hlustaði bara á hip hop.
En það er ekki bara það að mér
þyki þetta þægilegt. Ég vil líka vera
tilbúin fyrir bænastundina. Ég bið
fimm sinnum á dag og þá þarf ég
alltaf að vera með slæðu, í hreinum
fötum og fötum sem eru ekki mjög
þröng.
Síðan á ég það alveg til að klæða
mig upp og mála mig. Ég fer oft
frekar fín til mömmu og fer þá bara
í síða kápu á leiðinni yfir. En ég geri
það ekki lengur fyrir fólkið þarna úti
heldur fyrir mig og manninn minn
og fjölskylduna mína. Það létti mjög
á álaginu þegar ég hætti að reyna að
þóknast öðrum. Fólk er hvort eð er
ekkert sátt við það að ég sé múslimi
og gangi um með slæðu.“
Íris Björk segir að Guðrún Lára
sé líka heppin að vera með þannig
andlitsfall að hún þurfi ekki mála
sig daglega. „En veistu það,“ svar-
ar Guðrún Lára þá, „þetta snýst ekk-
ert um útlitið. Mér leið ekkert vel
með þetta fyrst. Í fyrsta sinn sem ég
fór út með slæðuna fór ég til læknis
sem hafði orð á því að ég liti út fyrir
að vera mikið eldri með slæðuna. En
ég ákvað að taka þessu sem prófraun
og halda mínu striki.“
Fann fyrir fordómum
Á meðan við ræðum þetta rifjast það
upp fyrir Írisi Björk að hárgreiðslu-
stofan á Klapparstíg býður viðskipta-
vinum upp á þann möguleika að fá
klippingu afsíðis og lætur Guðrúnu
Láru vita, ef hún vildi fara þangað að
láta lita á sér hárið. „Án þess að verða
fjólublá, eins og síðast þegar mað-
urinn minn litaði á mér hárið,“ segir
Guðrún Lára og þær skella upp úr.
Katrín segir að sér þyki konur al-
mennt fallegri með slæðuna. Hún bar
hana lengi vel en hætti því vegna for-
dóma sem hún varð fyrir. „Mér fannst
þægilegt að vera með slæðuna. Það
einfaldaði svo margt. En ég hætti að
nota hana því mér fannst óþægilegt
þegar það var alltaf verið að stara
á mig, benda á mig og tala um mig.
Eldri konur voru sérstaklega slæmar
með þetta, en fólk virtist vera búið að
ákveða að ég væri kúguð og það fór
illa í mig.
Til að byrja með gat ég hunsað
það en þetta fór alltaf meira og meira
í taugarnar á mér. Ég svaraði þessu
aldrei beint en ég talaði kannski ís-
lensku fyrir framan þetta fólk svo það
áttaði sig á því að ég skildi hvað það
var að segja.“
Biðja saman
Guðrún Lára stendur upp og spyr
hvort þær ætli ekki að biðja saman.
Þær eru þrjár sem ætla að gera það,
hinar eru annaðhvort á blæðingum
eða hafa ekki náð að fara heim í sturtu
og í hrein föt áður en þær komu, þó að
það sé ekki kveðið á um það í kóran-
inum. „Þú mátt hvorki biðja né fasta á
blæðingum,“ útskýrir Katrín, „og ekki
þegar líkaminn er að hreinsa sig eftir
barnsfæðingu. En þú mátt biðja ef þú
ert með millitíðablæðingu.“
Guðrún Lára segir að íslam sé svo
fullkomin trú að þar sé hægt að finna
svör við öllu. „Mér hefði aldrei dottið
í hug að það væri eitthvað um milli-
tíðablæðingar í orðum spámannsins
en konan hans hafði fengið millitíða-
blæðingar og þess vegna vitum við
hvað skal gera þá.
Í raun breyttist rosalega margt
með tilkomu spámannsins því fólk
var ekkert sérstaklega þrifalegt á
þessum tíma og það var komið illa
fram við konur.“
Humera dregur fram bænamott-
una og þær krjúpa á bæn. Á meðan
gantast hinar konurnar eitthvað og
skella upp úr án þess að hafa nokkr-
ar áhyggjur af því að trufla bænina.
Þær eru að ræða framkomu karla
gagnvart þeim og það hvort hún hafi
breyst eftir að þær gerðust múslimar.
Vöruð við eiginmanninum
Katrín á orðið: „Persónulega finnst
mér ég vera réttindameiri í mínu
hjónabandi með múslima en fyrri
samböndum sem ég hef verið í. Ég
þarf ekki að biðja um einfalda hluti
eins og peninga eða að hann sinni
heimilisverkum, því það er hans
skylda að sjá fyrir fjölskyldunni. Ef ég
vil fara í nám þá get ég gert það, en
það er auðvitað erfitt hér á Íslandi þar
sem það gengur varla upp að það sé
bara ein fyrirvinna.“
Fjölskyldunni leist þó ekki á
blikuna þegar hún giftist Tyrkja.
„Mamma sagði að ég yrði lokuð inni
eins og búfénaður. Ég veit ekki hvað-
an fólk fær þessar hugmyndir,“ segir
hún og hlær. „Múslimar eru 1,6 millj-
arður manna. Auðvitað er vont fólk
á meðal múslima eins og alls staðar
annars staðar. Þetta er ekki ein þjóð,
þetta eru margar þjóðir og margir
menningarheimar og fólk sem elst
upp í fátækt og fær enga menntun
hefur kannski alls konar hugmyndir
sem eiga sér enga stoð í raunveruleik-
anum. Þetta með hreinu meyjarnar
er til dæmis uppspuni, enda er Para-
dís við fætur móður.
En það var alltaf verið að tala um
þetta við mig og vara mig við því að
hann myndi ræna barninu okkar og
fara með það út. Af því að hann er
tyrkneskur var alltaf verið að tala um
Sophiu Hansen við mig en ég heyri
þetta ekki lengur, nú þegar hann hef-
ur aðlagast íslensku samfélagi.“
Meðvituð um hlutverkið
Það er farið að líða á kvöldið og
krakkarnir eru orðnir órólegir. Á
meðan konurnar kveðjast og Guð-
rún Lára klæðir krakkana í útifötin
segir hún það ágætis æfingu í með-
virkni að vera múslimi. „Bróðir minn
sagði einu sinni við mig að það væri
ekkert skrýtið að ég hefði farið þessa
leið því ég hefði alltaf verið öðruvísi
en hinir. Ég var eins og strákur þegar
ég var unglingur og hef aldrei tekið
það nærri mér þegar fólk hefur skoð-
anir á mér.
Engu að síður finnst mér gott að
hugsa til þess þegar ég fer út að ég get
kannski opnað hug og hjörtu fólks
fyrir íslam. Þegar fólk sér mig þá sér
það kannski að múslimar eru ekkert
endilega alslæmir. Þannig að ég er
mjög meðvituð um að brosa alltaf
vingjarnlega til fólks og vera mjög
kurteis. Reyndar getur það verið svo-
lítið þreytandi að vera alltaf í þessu
hlutverki, þegar ég er leið eða þarf að
aga börnin, en ég veit að fólk hugs-
ar alltaf um það þegar það sér mig
að ég sé múslimi. Og margir spyrja
mig að því af hverju ég sé múslimi,
síðast einhver sem ég hitti úti í apó-
teki. Í raun get ég ekki farið út úr húsi
án þess að verða stöðvuð að minnsta
kosti einu sinni til þess að tala um
þetta. En mér finnst það allt í lagi því
þetta er áhugamálið mitt og kemur
frá hjartanu.“ n
Kynntust á brúðkaupsdaginn Humera kom hingað til landsins með eiginmanninum
sem kom gagngert til Pakistan til að kvænast henni.
Giftust fljótlega Katrín segist hafa meiri rétt í hjónabandi með múslima en í fyrri sam-
böndum sínum, þótt fjölskyldan hafi haft miklar áhyggjur þegar hún giftist Tyrkja.
„Guð ákvað kannski
að henda bara í
mig einum Marokkóbúa.