Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 21
Fréttir 21Helgarblað 18.–20. október 2013 Hrekkur fór úr böndunum Sænsk unglingsstúlka með hnetuofnæmi var mjög hætt komin þegar bekkjarfélagi henn- ar laumaði hnetum út í drykkinn hennar í skólanum. Lögreglan er komin í málið sem litið er grafalvarlegum augum. Atvikið átti sér stað í mennta- skóla í bænum Värnamo í suður- hluta Svíþjóðar. 1.300 nemend- ur á aldrinum 16 til 19 ára stunda nám við skólann. Átti stúlkan mjög erfitt með að anda fljótlega eftir að hafa tekið sopa af drykknum. Skömmu áður hafði stúlkan látið kennara sinn og bekkjarfélaga vita að hún væri með svæsið hnetuofnæmi. „Við tökum þetta mjög alvarlega. Ef viðkomandi nemandi vissi að hún væri með ofnæmi þá er þetta ekkert annað en tilraun til mann- dráps,“ segir Bernt Ralfnert skóla- meistari. Það var kennari við skólann sem hringdi á sjúkrabíl og var stúlkan flutt mjög hætt komin á sjúkrahús. Hún hefur nú náð sér að fullu. Lifði af Útey en rekinn úr landi Þrjátíu og sjö ára karlmanni, Khaled Ahmed Taleb, hefur verið vísað úr landi í Noregi. Ástæðan er sú að hann hefur játað að hafa sagt ósatt um fortíð sína þegar hann kom til Noregs sem flóttamaður fyrir ellefu árum. Khaled, sem starfað hef- ur með ungliða hreyfingu norska Jafnaðarmanna flokksins, var í Útey þegar hryðjuverkamaður- inn Anders Behring Breivik hóf þar skotárás með þeim afleiðing- um að 69 manns létust. Khaled missti bróður sinn í árásinni. Hann kom til Noregs árið 2002 og sagðist hafa gert það til að flýja borgarastyrjöldina í heimalandi sínu Sómalíu. Fyrr á þessu ári játaði hann þó að hafa komið frá hinu tiltölulega frið- sæla ríki Djíbútí sem á landa- mæri að Sómalíu í norðvestri. Þá játaði hann að vera fjórum árum eldri en hann sagðist vera. Eft- ir að upp komst um svikin sagði hann sig frá starfi í þágu jafnað- armanna og var í maí síðastliðn- um dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Nú hefur honum verið gert að yfirgefa Noreg. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort for- eldrar Khaleds og tveir bræður hans hljóti sömu örlög, en eftir að hann kom til Noregs aðstoð- aði hann þau við að komast þangað. Háskólanemar neyddir til vinnu n Stórfyrirtækið Foxconn vekur enn deilur n Lofar bót og betrun E nn eitt hneykslismálið hefur nú komið upp varðandi vinnu- aðstæður í verksmiðjum stór- fyrirtækisins Foxconn í Kína. Samkvæmt frétt kínversku fréttaveitunnar Dongfang Daily voru yfir þúsund kínverskir háskólanem- ar skyldaðir til að vinna í verksmiðju Foxconn við að búa til PlayStation 4 leikjatölvur í ár. Sem kunnugt er kem- ur leikjatölvan í verslanir undir lok ársins. Samkvæmt fréttinni var nemend- um hótað að þeir yrðu ekki útskrif- aðir úr skólanum ef þeir ynnu ekki í tvo mánuði í verksmiðjunni. Starfinu var lýst sem „reynslu- og þjálfunar- starfi“ en nemendur fengu sömu laun greidd og aðrir starfsmenn verk- smiðjunnar, 1.600 júan á mánuði, eða um 30.000 krónur. „Gripið var samstundis til aðgerða til að láta skólann fara algjörlega eftir reglum okkar,“ segir talsmað- ur Foxconn, sem segir að fyrirtækið hafi látið gera úttekt á vinnuaðstæð- um. Hún leiddi í ljós að nemendur hefðu unnið yfirvinnu og næturvakt- ir, sem sé í ósamræmi við reglur fyrir- tækisins. Þá bætti talsmaðurinn við að nemendur mættu hætta í starfinu hvenær sem væri samkvæmt reglum fyrirtækisins. Stærsti atvinnuveitandi Kína Foxconn, sem framleiðir meðal annars vörur fyrir Apple, er stærsti atvinnuveitandi Kína en yfir milljón manns starfa fyrir fyrirtækið. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Foxconn vekur deilur vegna vinnuað- stæðna í verksmiðjum fyrirtækisins. Þónokkrir starfsmenn hafa framið sjálfsmorð í verksmiðjum þeirra á síðustu árum og í fyrra hófst verkfall í einni verksmiðju þar sem þúsundir óánægðra starfsmanna gengu út. Þá ásökuðu kínversk launþega- samtök fyrirtækið í fyrra um að neyða háskólanemendur til að búa til iPho- ne-síma í verksmiðjum þess. Tals- menn Foxconn sögðu þá sama hlut- inn – að nemendur mættu hætta í starfinu að vild. „Foxconn hefur lengi átt í samstarfi við nokkra iðnháskóla í Kína,“ sagði talsmaður fyrir tækisins í svari við þessum ásökunum og bætti við að allir nemendurnir væru á lög- legum vinnualdri. Leikjatölvufyrirtækið Nintendo staðfesti hins vegar í fyrra eftir rann- sókn sína að Foxconn hefði fengið starfsmenn undir löglegum vinnu- aldri til að starfa í verksmiðjum fyrir- tækisins við að framleiða Wii U- leikjatölvuna. Aukin eftirspurn eftir vinnufólki Í fyrra óskaði Apple eftir því að út- tekt yrði gerð á aðstöðu starfsmanna í verksmiðjum Foxconn í Kína. Skýrslan, sem sagði að „raunveru- leg umbreyting stæði nú yfir“ var harkalega gagnrýnd af Economic Policy Institute-samtökunum, sem berjast fyrir réttindum láglauna- fólks. Í skýrslu EPI sagði að verk- smiðjur Foxconn stæðust ekki reglur um vinnustaðaöryggi, að fyrirtækið borgi stundum ekki starfsmönnum og neyði þá til að vinna aukavinnu. Samkvæmt stofnanda Foxconn, Terry Gou, hefur fyrirtækið átt í erfið- leikum seinustu ár með að finna starfsmenn til að vinna í verksmiðj- um sínum. „Unga kynslóðin vill ekki vinna í verksmiðjum, hún vill vinna þjónustu- og upplýsingastörf eða önnur létt og afslöppuð störf,“ sagði hann í viðtali við Financial Times í síðustu viku. „Margir starfsmenn færa sig nú um set yfir í þjónustu- geirann. Í framleiðslugeiranum er eftirspurnin eftir vinnufólki orðin meiri en framboðið.“ n Þórður Ingi Jónsson blaðamaður skrifar thordur@dv.is Mótmæli Vinnuað- stæðum verkamanna frá Foxconn og Apple í Hong Kong mótmælt árið 2011.„Gripið var sam- stundis til aðgerða til að láta skólann fara algjörlega eftir reglum okkar. Foxconn Fyrirtækið framleiðir meðal annars PlayStation 4-leikjatölv- urnar fyrir Sony. „Ótrúlegur stuðningur“ n Gengilbeina varð fyrir kynþáttahatri í vinnunni T oni Christina Jenkins, nítján ára gengilbeina hjá Red Lob- ster-veitingahúsakeðjunni í Bandaríkjunum, fékk óvæntan glaðning á dögunum eftir að mynd sem hún birti á Facebook fór sem eldur í sinu um netheima. Myndin var af kvittun sem við- skiptavinur veitingastaðarins hafði skilið eftir, eða öllu heldur skila- boðunum sem viðskiptavinurinn skildi eftir. Á miðanum var farið niðr- andi orðum um hörundslit Christinu og tekið skýrt fram að hún fengi ekki krónu í þjórfé – væntanlega vegna hörundslitar hennar. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í september síðastliðnum og vakti birting hennar á kvittun- inni mikla athygli. Svo fór að hópur einstaklinga, undir forystu Matthew Hanson, stofnanda vefsíðunnar Addictinginfo.org, hóf söfnun svo Christina fengi veglegt þjórfé fyrir að þurfa að þola niðurlægingu við- skiptavinarins. Markmiðið var að safna 10 þúsund dölum, 1,2 millj- ónum króna, á 30 dögum. En aðeins 72 klukkustundum eftir að söfnunin hófst hafði markmiðinu verið náð. Þó svo að sagan hafi endað vel var Christinu vikið frá störfum fyrir að birta mynd af kvittuninni á Face- book. Hún hefur nú verið ráðin aftur til starfa. „Ég hélt í raun að fólki yrði alveg sama þar sem hlutir sem þessir ger- ast á hverjum degi um allan heim. En ástin og stuðningurinn sem ég hef fengið er ótrúlegur,“ hefur Huffington Post eftir þessari nítján ára stúlku. n einar@dv.is Niðrandi Á miðan- um var farið niðrandi orðum um Christinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.