Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Síða 28
S
tundum velti ég því fyrir mér
hvernig atburðarásin hefði
orðið í vor ef Jóhanna Sigurðar
dóttir hefði neitað að biðjast
lausnar og ráðherrarnir setið sem
fastast á stólum sínum og lyklakipp
um. Það hefði mátt færa fram ágæt
rök fyrir því að alþingiskosningar, að
óbreyttu, yrðu ekki lögmætar þar sem
lög um kosningar til Alþingis hefðu
ekki verið í samræmi við afgerandi
niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðsl
unnar 20. október 2012. Þá lýsti yfir
gnæfandi meirihluti þeirra kjósenda
sem afstöðu tóku þeim vilja sínum
að persónukjör í alþingiskosningum
skyldi heimilað í meira mæli en nú
er og einnig að atkvæði kjósenda alls
staðar að af landinu skyldu vega jafnt.
Málþófsvopnið misnotað
En stjórnarskiptin gengu snurðulaust
fyrir sig og nýir þingmenn tóku við
lyklum að ráðuneytum, sumir hverj
ir þeir sömu og rúmu ári áður stóðu
fyrir málþófi gegn þjóðaratkvæða
greiðslu um tillögur að nýrri stjórnar
skrá. Það var eindreginn vilji þáver
andi meirihluta að láta þjóðina kjósa
um tillögurnar samhliða forsetakjöri
þannig að Alþingi hefði heilt starfsár
til að ræða fyrirhugaðar stjórnarskrár
breytingar. En málþófið bar tilætlaðan
árangur þeirra sem að því stóðu og
þjóðaratkvæðagreiðslan fór ekki fram
fyrr en 20. október, næstum 5 mánuð
um síðar en til stóð. Þetta þrengdi
mjög tímarammann fyrir umræður
um málið á Alþingi. Að auki þurfti nú
sérstaka kosningu um málið með til
heyrandi viðbótarkostnaði.
Ótvíræð skilaboð
Þjóðaratkvæðagreiðslan á eins árs af
mæli nú um helgina. Hún skilaði okk
ur afgerandi niðurstöðum um vilja
kjósenda. Þrátt fyrir að stjórnmála
flokkarnir héldu sig að mestu leyti
til hlés og engin eiginleg kosninga
barátta færi fram var kjörsóknin vel
ásættanleg (49%). Öllum kosninga
bærum Íslendingum var boðið að
segja skoðun sína og þau sem þáðu
ekki boðið létu hinum eftir að skera úr
um málið líkt og tíðkast hefur í flest
um lýðræðislegum kosningum. Tveir
þriðju hlutar þeirra sem afstöðu tóku
lýstu yfir stuðningi við að fram komn
ar tillögur að nýrri stjórnarskrá yrðu
lagðar til grundvallar frumvarpi að
nýrri stjórnarskrá. Skilaboð kjósenda
til löggjafans voru því skýr og ótvíræð.
Sömuleiðis var stuðningur þeirra sem
afstöðu tóku mjög mikill við flestar
viðbótarspurningarnar, s.s. um aukið
persónukjör (78%), þjóðaratkvæða
greiðslur að frumkvæði kjósenda
(73%) og síðast en ekki síst náttúru
auðlindir í þjóðareign (83%).
Hvað þýðir „ráðgefandi“?
Í þessu sambandi er eðlilegt að velta
því fyrir sér hvort sjálfsákvörðunar
rétturinn sé hjá þjóðinni eða stjórn
málaflokkunum. Flokkarnir eru kosn
ir af þjóðinni út á loforðalista sem
erfiðlega gengur að uppfylla eins og
dæmin sýna. Sumir alþingismenn
virðast álíta að eigin afstaða eða af
staða eigin flokks í stjórnarskrármál
inu sé æðri þeirri skýru afstöðu sem
birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni
fyrir ári síðan sem aðeins af tæknileg
um ástæðum var sögð „ráðgefandi“.
Með sömu rökum mætti drepa á dreif
niðurstöðum í öðrum sambærileg
um þjóðaratkvæðagreiðslum sem
rætt hefur verið um að halda, s.s. um
áframhald aðildarviðræðna við ESB.
Þannig væri fullkomlega tilgangslaust
að halda fleiri slíkar atkvæðagreiðsl
ur um nokkurt einstakt álitamál fyrr
en niðurstöður þeirrar síðustu hafa
verið lögfestar með einum eða öðrum
hætti. Aldrei áður hefur skýr vilji
meirihluta kjósenda verið hunsaður
á Íslandi, heldur ekki í þau skipti sem
kosningaþátttaka var lægri en í fyrra,
enda hvergi getið um lágmarks þátt
tökuþröskuld í kosningalögum.
Allt í plati
Hann er því skerandi falskur, tónn
inn frá Alþingi, um stjórnarskrár
málið. Frá upphafi hafa valdablokkir í
íslensku samfélagi leynt og ljóst verið
málinu mótfallnar og ýmislegt reynt
til að spilla fyrir. Ekkert virðist mega
hrófla við kerfinu þar sem almenn
ingur fær góðfúslega leyfi til að velja á
milli loforðalista flokkanna á fjögurra
ára fresti. Þess á milli geta hagsmuna
aðilar athafnað sig að vild og skipt
með sér aðgangi að auðlindum lands
ins og helstu valdastöðum. Flestir
spila með sem vilja komast af, hinum
er ýtt úr vegi. Einstaka fræðimenn við
HÍ hafa gengið langt í að gagnrýna
fram komnar tillögur og ferlið sjálft.
Þeim verður eflaust umbunað og boð
ið að taka þátt í þeim sýndarleik sem
verið er að setja á svið innan veggja
Alþingis. Stjórnarskrármálið skal sett
í nefnd sem skipuð er fulltrúum allra
stjórnmálaflokka á þingi. Venju sam
kvæmt mun sú nefnd hvorki komast
lönd né strönd og einungis mála
myndabreytingar líta dagsins ljós,
flokkunum þóknanlegar.
Næstu skref
Fyrst þingið virðist hafa tekið málið
í gíslingu verður lýðurinn sjálfur að
grípa inn í framvinduna. Jon Elster,
virtur sérfræðingur í stjórnarskrár
fræðum, sagði á fundi í HÍ að grund
vallarmunur væri á almennum stjórn
málum og stjórnarskrármálum.
Hann sagði engan vafa leika á sjálfs
ákvörðunarrétti þjóðarinnar þegar
breytingar á stjórnarskrá væru í
deiglunni, enda væri þjóðin sjálf
stjórnarskrárgjafinn.
Sá fjölmenni hópur sem lagði á sig
vinnu og fyrirhöfn fyrir ári síðan og
greiddi tillögum stjórnlagaráðs atkvæði
sitt getur ekki látið eins og ekkert sé.
Við getum ekki horft aðgerðarlaus á
þingið útvatna afgerandi niðurstöð
ur lögmætrar þjóðaratkvæðagreiðslu
og traðka í leiðinni á sjálfsákvörðunar
rétti þjóðarinnar. Tökum því höndum
saman og fylgjum sjálf málinu til enda
áður en afmælisdagarnir verða mun
fleiri. Á lögmætan og friðsaman hátt –
án aðkomu Alþingis.n
Sandkorn
E
ltingaleikurinn við þá sem
stærsta ábyrgð bera á hruni ís
lensks efnahags stendur enn,
fimm árum eftir hrun. Hinir
grunuðu verjast með kjafti, klóm
og peningunum sem þeir sópuðu að sér
á gróðæristímanum þegar útrásarvík
ingar og viðhengi þeirra gíruðu sig upp í
himinháar skuldir.
Sumir skúrkanna nást aldrei. Þeir
voru nógu klókir til að fela spor sín og
tryggja þannig að armur laganna næði
ekki til þeirra. Yfirvöld virðast ekki eiga
neina leið til þess að skyggnast ofan í
svartholin á aflandseyjunum þar sem
pörupiltar Íslands geyma gullið sem
þeir soguðu til sín. Svo ótrúlegt sem það
er virðast menn komast upp með að fela
slóð sína með þessum hætti. En það er
hægt að rekja verk þeirra inni í skráð
um íslenskum félögum. Útrásarvík
ingarnir fóru sumir hverjir um allt á
skítugum skónum og kræktu sér í pen
inga þar sem þeirra var von. Rótgróin
íslensk fyrirtæki sem rekin höfðu verið í
áratugi samkvæmt óskráðum siðaregl
um urðu skyndilega vettvangur manna
sem skeyttu í engu um heiður eða æru.
Tryggingarfélög sem störfuðu nokkurn
veginn innan ramma laganna voru
skyndilega orðin að veiðilendum hinna
gráðugu. Afleiðingarnar blasa við. Al
menningur þurfti að taka á sig 12 millj
arða króna eftir að bótasjóður Sjóvár
var þurrkaður upp. Og grunur er um að
annað gengi hafi leikið lausum hala í
VÍS og krækt sér í fjármuni þar. Og þess
ir menn sem þarna voru að verki þrífast
vel í dag. Stutt er síðan banki felldi niður
skuld eins skúrkanna til að tryggja hon
um yfirráð yfir fyrirtækjakeðju sinni.
Það urðu örlög banka á borð við
Glitni þar sem útrásarmenn náðu öllum
völdum og stjórnuðu bankanum í eigin
þágu. Sá banki var líkt og Kaupþing og
Landsbankinn gegnsýktur af siðleysi
útrásarvíkinganna. Þetta myndgerðist
allt saman í Mílanó á Ítalíu þegar Lands
bankinn bauð hundruðum vildarvina
sinna í lúxusferð. Í hátíðarkvöldverði
oflátunganna var boðið upp á gull sem
þeir átu sér til fullnægju. Hömluleysið
var algjört og stjórnlaus græðgin slík að
menn átu málm.
Íslendingum hefur ekki tekist að
gera upp við hrunverjana. Það er sama
hvort litið er til stjórnmálamanna sem
skópu leikreglurnar eða útrásarvíking
anna sem léku lausum hala. Gerð var
tilraun til að kalla saman landsdóm en
niðurstaðan varð sú að einn var hengd
ur fyrir alla. Sérstakur saksóknari hefur
gert tilraunir til að koma böndum á þá
sem gengu fram af mestri græðgi og
siðleysi en árangurinn er takmarkað
ur. Stöku smámenni útrásarinnar hafa
hlotið dóm en hákarlarnir hafa gjarnan
sloppið. Skúrkarnir beita fyrir sig her
lögmanna og nýta sér allar mögulegar
lagakrækjur til að sleppa við að gjalda
fyrir syndir sínar. Og óháðir fjölmiðlar
sem reyna að varpa ljósi á syndir þeirra
eru lögsóttir eða jafnvel kærðir til lög
reglu. Stór hluti fjölmiðla þegir reynd
ar af þeim ástæðum að þeir eru í eigu
eða undir áhrifavaldi þeirra sem ætti að
opin bera. Niðurstaðan virðist því miður
vera sú að réttlætisgyðjan er lömuð og
allt er gert til að þagga niður í fjölmiðl
um. Sömu siðlausu einstaklingarnir og
settu Ísland á hausinn leika lausum hala
í viðskiptalífinu og fitna eins og púkinn á
fjósbitanum.
Líklega verður þjóðin að horfast í
augu við þá staðreynd að eltingaleik
urinn við hákarlana er tapaður. Í því
samhengi er þó rétt að hafa hugfast að
ekki voru allir útrásarvíkingar skúrkar.
Það er alkunna að rónarnir koma óorði
á brennivínið. En við munum aldrei
ná þeim stærstu. Og þá er eins gott að
viðurkenna það og byrja nýtt líf þar sem
settur er punktur aftan við hrunið. Þar
ætti þó að vera lágmarkskrafan að tryggt
verði að það gerist aldrei aftur að bankar
og tryggingafélög verði misnotuð af
pörupiltum sem hafa þann ásetning
einan að skara eld að sinni köku. n
Klókur
frambjóðandi
n Björn Jón Bragason, fyrr
verandi sagnaritari Björg-
ólfs Guðmundssonar, stefnir
ótrauður til metorða innan
Sjálfstæðisflokksins. Kvisast
hafði að hann ætti sér þann
draum að verða leiðtogi.
Hann sýndi þau klókindi að
leggja lykkju á leið sína og
biðja um 2.–3. sætið á listan
um. Jafnframt lýsti hann yfir
að flugvöllurinn ætti að vera
í Vatnsmýri.
Stjórnkreppa 365
n Innan 365 ríkir að sögn
hálfgerð stjórnarkreppa. Kalt
hefur verið á milli Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar skuggastjórn
anda veldisins og Ara Edwalds
framkvæmdastjóra sem varð
uppvís að því að hafa áhuga
á starfi framkvæmdastjóra
Landssambands íslenskra út
vegsmanna. Ari situr þó sem
fastast og hyggst ekki víkja
fremur en
Ólafur Steph-
ensen ritstjóri
sem einnig er
í ónáð Jóns
Ásgeirs og
Ingibjargar
Pálmadóttur
stjórnarformanns. Á meðan
eru gerð hver mistökin á fæt
ur öðrum í rekstrinum.
Leynd ríkisins
n Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra hefur
siglt lygnan sjó undanfar
ið og lítið
hefur farið
fyrir honum.
Meðal þess
sem hann
hefur fengist
við í kyrrþey
er að tryggja
ákveðnum fyrirtækjum leynd
frá óþægilegum upplýsinga
lögum. Gaf hann út tilskipun
um að 44 ríkisfyrirtæki skyldu
fá að starfa undir leyndinni.
Vinnuþjarkur í
Kóreu
n Árshátíð Orkuveitu
Reykjavíkur var haldin síð
ustu helgi. Þegar borðhald
hófst var starfsmönnum
flutt kveðja frá forstjóranum,
Bjarna Bjarna-
syni, sem
sagður var á
kafi í vinnu
vegna upp
skiptingar
fyrirtækisins,
sem á að eiga
sér stað um áramótin. Ekki
var laust við að sumir starfs
manna fengju samviskubit
yfir því að skemmta sér á
meðan forstjórinn púlaði.
Síðar um kvöldið kvisaðist
að Bjarni væri ekki á skrif
stofunni í skjalabunka, held
ur var hann í útlöndum, eða
á ráðstefnu um orkumál
í SuðurKóreu, og var því
starfsfólki létt.
„Upplifi alveg
súperfókus“
„Skil ekkert í
dóttur minni“
Eyþór Ingi segir athyglisbrestinn stundum vera til vandræða. –DV Fjölskylda Gunnars Þorsteinssonar er klofin vegna ágreinings um Krossinn. – DV
Pörupiltar Íslands
Í tilefni eins árs afmælis
Kjallari
Sigurður Hr.
Sigurðsson
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
28 18.–20. október 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Aldrei áður hefur
skýr vilji meirihluta
kjósenda verið hunsaður
á Íslandi.
Frá þjóðfundi „Frá upphafi hafa valdablokkir í íslensku samfélagi leynt og ljóst verið málinu
mótfallnar og ýmislegt reynt til að spilla fyrir.“ MyND SIGtRyGGUR ARI JÓHANNSSoN