Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 29
„Leið illa í lifrinni“„Læt ekkert stöðva mig“
Ragna Erlendsdóttir hefur misst 32 kíló með breyttum lífsstíl. – DVElísabet Margeirsdóttir hleypur í öllum veðrum. – DV
Spurningin
„Já, það mætti fjölga hjálpar-
skýlum.“
Una Hallgrímsdóttir
17 ára nemi
„Jú, það þarf fleiri skýli.“
Jökull Huxley Yngvason
28 ára forritari
„Já, það er ekki gott að fólk sé að
verða úti.“
Maríanna Sif Finnsdóttir Helland
19 ára nemi
„Já, mér finnst það. Það þarf að
finna hús þar sem þeir geta gist.“
Guðmundur Alfreð Hjartarson
23 ára ölgerðarbílstjóri
„Klárlega.“
Jóhann Orri Briem
22 ára þjónn
Þarf að bæta
aðstöðu
heimilislausra?
1 Kim gefur leiðindapúkum langt nef
Birtir mynd af sér í sundbol eftir mikla
gagnrýni.
2 Mynduðu kynferðisárás í stað þess að hjálpa fórn-
arlambinu
Sjónarvottar gagnrýndir af lögreglu-
stjóra Ohio-háskólans.
3 Gamma keypti þrjár blokkir á einu bretti
56 íbúðir keyptar með rúmlega 1.700
milljóna króna láni frá Arion banka.
4 Hefur safnað 200.000 krónum fyrir útigangsfólk í
Reykjavík
Tíu ára stúlka, Hafdís Ýr Birkisdóttir,
lætur gott af sér leiða.
5 „Þetta var bara góður díll fyrir okkur“
Jón Örn Jakobsson kom niðursuðu-
verksmiðju á koppinn á Kópaskeri.
6 Stal frá samtökum þolenda kynferðisofbeldis
Kona færði fé af reikningum Aflsins,
samtaka gegn kynferðisofbeldi.
Mest lesið á DV.is Að byggja hús á bjargi
Á
bakvið fjöllin há og við djúpan
fjörð, bjuggu eitt sinn bræður
tveir. Þeir höfðu lengi ætlað að
byggja fjárhús. Þeir höfðu rætt
um fjárhúsbygginguna fram og til baka
og þeir höfðu séð húsið rísa í hugan-
um. Annar bróðirinn var þó öllu bjart-
sýnni en hinn, hann sá húsið standa í
birtu dagsins, traust og fagurt. Hann sá
hvar búttað fé þeirra bræðra vappaði
um iðjagrænt graslendi og hafði yndi
og skjól af húsinu góða. Hinn bróðir-
inn sá húsið fyrir sér frekar sem kofa-
ræksni og í hans sýn grúfði myrkur
yfir kofanum á meðan horaðar skjátur
lufsuðust eftir graslausri urð innanum
stórgrýti og rofabörð.
Árin liðu og þeir bræður ræddu
fjárhúsbygginguna alltaf annað veif-
ið. Sá sem hafði með bjartsýnina að
gera, var ákafur og vildi framkvæma
sem fyrst. En sá er svartsýnin plagaði,
dró lappirnar og fann verkinu allt til
foráttu. Hann sagði að þeir hefðu ekki
efni á þessu, að staðurinn sem þeir
hefðu undir kofann væri ómögulegur;
að slæmt væri að reisa hann á stað þar
sem vindar allajafna æddu um með
offorsi, og svo væri ekkert víst að skját-
urnar myndu nokkurn tíma vilja fara
undir hriplekt þakið. Bjartsýni bróð-
irinn sagðist viss um að þeir myndu
finna sjóði innan landbúnaðargeirans,
hann var viss um að þeim bræðrum
byðist vænsti styrkur og að húsið
myndi standa af sér öll veður; teikn-
ingar hússins sýndu það rammgert og
að þótt veður væru válynd, myndi fjár-
húsið standa óhaggað um aldir alda.
Einsog sá bjartsýni hafði spáð fyr-
ir, fengu þeir bræður styrk frá samtök-
um bænda og það var einsog timbri
og tjörupappa hefði rignt yfir sveitina.
Þeir bræður gátu meira að segja greitt
smiðum laun og gátu svo auðvitað
greitt sér sjálfum leigu, þar eð styrk-
urinn veitti þeim sjálfkrafa annan
styrk sem var sagður eiga að tryggja
skjátunum húsaskjól. Nú var hagn-
aðurinn allur tryggður og þeir bræð-
ur þurftu ekki annað en bíða þess að
fjárhúsið fengi að rísa.
Á meðan smiðirnir hömruðu og
söguðu, horfði svartsýni bróðirinn
með á verk þeirra og sagði við bróður
sinn: -Þessi kofi mun aldrei verða til
prýði, hann mun fjúka á haf úr, það er
ekkert hald í helvítis klöppinni.
Hinn bróðirinn, sá bjartsýni, sótti
um styrk hjá samtökum bænda, fékk
vænstu fúlgu og lét verkfræðinga
hanna sérstakan búnað sem átti að
halda fjárhúsinu við klöppina. Búnað-
urinn var síðan smíðaður og honum
komið fyrir á viðeigandi stað.
Þrátt fyrir bölbænir hins svartsýna
bróður, reis fjárhúsið og varð stórt og
stæðilegt þar sem það blasti við öllum
sem leið áttu um fjörðinn. Á klöppinni
stóð það og veður og vindar byrjuðu
strax að láta á sér kræla. Og svo fór að
svartsýni bróðirinn reyndist sannspár,
því kindurnar höfðu ekki komið sér
fyrir í húsinu þegar aftakaveður fór
um sveitina og feykti fjárhúsinu á haf
út.
Það mátti lesa það úr svip hins
svartsýna manns að hann væri hróð-
ugur og ekki var langt í hrokann þegar
hann hrópaði að bróður sínum og
sagði: -Ég hafði þá alltaf á réttu að
standa.
Hinn bróðirinn brosti og svaraði:
-Það má vel vera rétt, en ég var þó
allavega sá okkar sem var hamingju-
samur meðan á öllu þessu stóð. n
Í hverri raun því ræður þú
að réttust leið sé valin,
já, hamingjan er hér og nú
í hjarta þínu falin.
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Umræða 29Helgarblað 18.–20. október 2013
„Þetta var
yndislegur strákur“
Ólafur Ólafsson þekkti útigangsmanninn sem lést á Klambratúni. – DV
„Það var einsog
timbri og tjöru-
pappa hefði rignt yfir
sveitina.
E
inn af mínum uppáhalds
pennum er Pawel Bartoszek.
Á dögunum skrifaði hann
greinina Hamingja ofmetin –
peningar vanmetnir, þar sem
hann færir rök fyrir því að það sem
raunverulega skipti máli í lífinu séu
peningar en ekki hamingja. Eðli-
lega hefur greinin stuðað marga og
í fyrstu var ég engin undantekning
þar á.
En eftir smá íhugun skildi ég
Pawel. Ég varð að vissu leyti sam-
mála honum. Mér þykir Pawel
reyndar taka nokkrum sentimetrum
of djúpt í árinni þegar hann segir að
hamingja skipti ekki máli, en pen-
ingar öllu. Það er kolrangt að ég tel.
Þegar öllu var á botninn hvolft átt-
aði ég mig á því að það er hamingjan
sem skiptir öllu máli, og einmitt þess
vegna skipta peningar líka máli.
Peningaleysi uppspretta
áhyggja
Ég ætla að fullyrða það að nær allar
mínar áhyggjur stafi af peningaleysi
(nema þær fáu sem stafa af kærustu-
leysi, umhverfisógnum og almennu
óréttlæti heimsins). Mun ég eiga fyr-
ir leigu næstu mánaðamót? Hvern-
ig á ég að borga niður yfirdráttinn?
Þarf ég að borða núðlur aftur í kvöld
eða má ég leyfa mér ýsu? Að eiga
nær eingöngu föt sem voru ýmist
gefins eða keypt í Hagkaupum fyr-
ir átta árum er ekki til þess fallið
að heilla neinn og gerir mann fátt
annað en lúðalegan. Að tíma ekki
krónu til þess að gefa fólki afmælis-
gjafir (því það er jú sælla að gefa en
þiggja) er mjög leiðinlegt. Ég hef oft
verið það blankur að ég á ekki fyrir
mat út mánuðinn og þarf að treysta
ýmist á hrísgrjón í öll mál eða örlæti
vina og fjölskyldu. Það gerir mig öm-
urlega óhamingjusaman og sjálfsá-
litið verður ekkert. Öll sjálfstæðistilf-
inning hverfur út í hafsauga. Meniga
verður boðberi vátíðinda.
Ríkur þrátt fyrir blankheit
Ég er raunar mjög ríkur á fjölskyldu
og vini, og ótrúlega heppinn og
þakklátur fyrir það að eiga marga
góða að, svo þrátt fyrir regluleg
blankheit hef ég það fínt. Ég ætla því
ekki að kveinka mér um of, en vil að
lesendur skilji að blankheit skapa
óhamingju. Það vita of margir að fá-
tækt gerir engan hamingjusaman.
Það gerir mig hamingjusaman
að bralla eitthvað með vinum mín-
um, en það er fátt í boði ef maður á
ekki pening. Maður skreppur ekki í
bíó, á kaffihús, á djammið, í útilegu
eða til útlanda, nema maður eigi
nóg af peningum. Að lesa og skrifa
gerir mig hamingjusaman, en bæk-
ur og blöð kosta pening. Það gleður
mig líka að fá mér kaffibolla, en kaffi
kostar pening. Það gerir mig ham-
ingjusaman að fara út á Álftanes á
skátafund með krökkunum mín-
um, ég er foringi þeirra og mér þyk-
ir ótrúlega vænt um þau, en ég hef
þurft að hætta við slíkt því ég átti
ekki fyrir strætómiða. Það gerir mig
hamingjusaman að liggja úti í nátt-
úrunni og horfa á stjörnurnar, en
yfirleitt er bílleysi þröskuldur sem
ég þarf að yfirstíga til að komast úr
borginni. Það er því alveg rétt sem
Pawel hefur eftir Stephen Colbert,
að peningar kaupa ekki hamingju,
en þeir geta keypt það sem gerir
mann hamingjusaman. Það sakar
allavega ekki að eiga þá.
Fylgni milli peninga og hamingju
Það hafa meira að segja verið gerð-
ar rannsóknir á þessu. Þær leiða það
yfirleitt í ljós að það er mjög sterk
fylgni milli peninga og hamingju
upp að ákveðnu hámarki. Ham-
ingja eykst upp að 10.000 dollara
landsframleiðslu á mann á ári. Eft-
ir 10.000 dollara verður fylgnin ekki
eins sterk, en þó einhver, og eftir
20.000 dollara verður hún lítil sem
engin. Það er því þessi 10–20 þús-
und dollara þröskuldur á ári sem
virðist skilja milli þeirra sem þurfa
að hafa áhyggjur og þeirra sem geta
lifað áhyggjulausir. Eftir allt þá eru
áhyggjurnar líklega helsti óvinur
hamingjunnar. Það er engin furða að
lönd eins og Ísland, Noregur, Sviss
og Bandaríkin raði sér á toppinn á
lista hamingjusömustu þjóða.
Ég legg það ekki í vana minn að
vitna í Hannes Hólmstein Gissurar-
son, en honum er eignuð tilvitnun
sem ég heyrði eitt sinn og eru orð að
sönnu: „Peningar kaupa ekki ham-
ingju, en það er mun þægilegra að
gráta í Range Rover en á götunni.“
En er hamingjan þá ofmetin og
peningar vanmetnir, eins og Pawel
heldur fram? Nei og já. Hamingjan
er paradís og verður aldrei ofmetin.
Hún er allra manna æðsta takmark,
sama hvaða leið er farin að henni.
Peningar eru samt vanmetnir.
Endum þetta á léttu nótunum.
„Brennivínið er orðið svo dýrt að ég
hef ekki efni á að kaupa mér skó,“
mælti Þórður Guðjohnssen skáld að
sönnu. n
Peningar, Pawel og Paradís
Kjallari
Arnór Bjarki
Svarfdal
„Mun ég eiga fyrir
leigu næstu
mánaðamót?