Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Blaðsíða 30
30 Umræða 18.–20. október 2013 Helgarblað O f oft blöskrar manni hvað um­ ræðan á Íslandi getur verið grunnfærin. Eins og það að hægt sé að greiða skuldir fyr­ ir fólk án þess að það kosti nokkurn nokkuð – nema þá einhverja vonda útlendinga. Þetta var aðalu­ mræðuefnið í heilli kosningabaráttu. Ríkisstjórn var komið á koppinn und­ ir slíkum fánaburði. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að þetta sé hægt? Má þá ekki eins leysa öll fjárhagsvandamál þjóðarinnar með þessum einfalda hætti? Vandamál eldri borgara og öryrkja? Vandamál lágra launa? Vandamál Landspítal­ ans og gervalls heilbrigðiskerfisins? Borga bara brúsann án þess það kosti nokkurn nokkuð – nema þá einhverja vonda útlendinga!?! Skilja það ekki Sama grunnfærni virðist líka einkenna umræðuna um íslenska gjaldmiðilinn. Flestum er löngu orðið ljóst, að á Ís­ landi er við lýði þjóðfélag þar sem sum­ ir þegnarnir njóta þess að fá greiðslu í gjaldgengum gjaldmiðli meðan aðrir verða að láta sér nægja að fá launin sín greidd í gjaldmiðli, sem hvergi er gjaldgengur utan Íslands. Þannig fá út­ gerðarmenn og aðrir fiskútflytjendur svo dæmi sé tekið greitt fyrir vöru sína í myntum, sem gjaldgengar eru um veröld víða á sama tíma og starfs­ menn þessara sömu fyrirtækja fá sína vinnu greidda í gjaldmiðli, sem hvergi er gjaldgengur utan landsteinanna. Þó lífið væri að veði gætu þessir starfs­ menn ekki fengið keypt frá útlöndum þau lyf sem lífsnauðsynleg væru nema með því móti að fá keyptan þann gilda gjaldmiðil sem atvinnuveitandinn fær fyrir afurðirnar en verkamaðurinn ekki fyrir vinnuna. Þjóðinni er skipt í tvennt. Í þá fáu og voldugu, sem njóta þeirra réttinda sem þegnar allra nálægra þjóða njóta – þ.e. að fá afurðir sínar og vinnu greidda í gildum gjaldmiðlum – og í hina mörgu og smáu sem fá það ekki. Það grátlega er, að þessir mörgu og smáu geta ráðið ferðinni, geta breytt þessu, geta gert framlag sitt jafn verð­ mætt til endurgjalds í gjaldgengum miðli eins og útgerðarrisar og álfurstar – en vilja það ekki. Skilja það ekki. Grunnfærni um gjaldmiðil Grunnfærnust allra grunnfærni er þó umræðan um að hægt sé að skipta um gjaldmiðil svo til á einni nóttu með ein­ faldri ákvörðun. Oftast er þar nefndur til sögunnar bandarískur dollar svo norsk króna eða Kanadadollar – allar aðrar myntir en evra sem af einhverj­ um ástæðum virðist vera álitin komin frá neðsta víti ef marka má orðræðuna. Virkjum nú saman gráu heilasellurnar og skoðum málið. Gerum ráð fyrir, að í gærkvöldi hafi verið tekin ákvörðun um það uppi í stjórnarráði að í framtíðinni skuli kanadískur dollari verða gjaldgeng mynt á Íslandi í stað íslensku krónunn­ ar. Við tveir – ég og þú, lesandi góður – flýttum okkur saman niður í banka strax í morgun klukkan 10 með okkar hand­ bæra fé og báðum um að skipta. Vildum fá nýju myntina í stað þeirrar gömlu. „Því miður“, var svarið. „Kanadísku dollararnir eru búnir“. „Og hvenær megum við þá koma aftur?“, spyrjum við. „Þegar við eignumst aftur Kana­ dadollara“, verður svarið. „Og hvenær verður það?“, spyrjum við. „Það er nú það. Kannski fyrir jólin, Kannski ekki“. Svo við – þú og ég – röltum aftur saman út úr bankanum með okkar ónýtu – og nú ógildu – krónur í vasanum og göng­ um þá fram hjá kílómeterslangri röð af samlöndum sem komnir voru sama erindis í bankann og við en fá óhjá­ kvæmilega sömu afgreiðslu. Svona ein­ falt er umræðuefnið. Svona heimskuleg er röksemdafærslan um einhliða skipti á ógjaldgengri mynt yfir í gjaldgenga. Svona grunnfærin er sú umræða. Getum – en viljum ekki Við Íslendingar getum auðvitað skipt um mynt – skipt út ógjaldgengri mynt fyrir gjaldgenga – ef við viljum. Það hafa aðrar þjóðir, nágrannaþjóðir okkar, þegar gert. Við getum hins vegar ekki gert það nema með erlendri aðstoð. Til þess að það sé hægt þurfum við að­ stoð erlends seðlabanka sem fellst á að skipta út okkar íslensku, verðlausu krónu fyrir gjaldgenga mynt þannig að við – þú og ég, lesandi góður – get­ um farið með okkar ógjaldgengu, ís­ lensku krónur í bankann og fengið fyrir þær gjaldgenga mynt en ekki einfaldlega verið vísað á dyr. Slík að­ stoð erlends seðlabanka liggur hins vegar ekki á lausu. Norska ríkisstjórn­ in er þegar búin að hafna slíkum ósk­ um. Bandaríski seðlabankinn hefur engan áhuga á slíkum viðskiptum – það lærðum við í hruninu. Evrópski seðlabankinn mun ekki heldur hafa neinn áhuga á slíku nema þá sem lið í aðildarferli Íslands að ESB og þá að­ eins með talsverðum aðdraganda þar sem fyrsta skrefið yrði aðstoð bank­ ans við að tryggja viðmiðunargengi íslensku krónunnar við evru á með­ an við Íslendingar værum að ná betri tökum á okkar eigin málum. Svona er það hægt – en þessari leið hafa Ís­ lendingar hafnað. Hinir mörgu og smáu, sem ferðinni gátu ráðið, lok­ uðu þessari leið; skelltu í lás og munu því áfram fá greitt fyrir vinnufram­ lag sitt í ógjaldgengri mynt „um fyrir­ sjáanlega framtíð“. Fólk valdi held­ ur áframhald hinnar grunnfæru umræðu. Hún virðist eiga greiðasta leið að hug og hjarta Íslendinga. Hún – og þjóðremban. n N iðurlæging heilla þjóðþinga er ekki tíður vandi í lýðræðis­ ríkjum. Heimsbyggðin hef­ ur síðustu vikur staðið forviða frammi fyrir atganginum á Bandaríkjaþingi, þar sem illskeyttur og ofstækisfullur minni hluti repúblikana reyndi fram á elleftu stundu að knýja Bandaríkjastjórn í greiðsluþrot með ófyrirsjáan legum afleiðingum fyrir efna­ hagslíf landsins og heimsins. Repúblik­ anar heimtuðu, að lýðræðislegar ákvarð­ anir, sem þegar höfðu verið teknar um heilbrigðistryggingar handa fátæku fólki, yrðu aftur kallaðar, ella myndu þeir keyra ríkis sjóð í þrot. Í New York Times segja fastir dálkahöfundar, að þjóðar­ öryggi Bandaríkjanna stafi meiri hætta af þinginu í Washington en af al­Kaída. Það mátti þingið þó eiga, að fáeinir skylduræknir repúblikanar tóku höndum saman við demókrata um að varna stór­ slysi. Það tókst. Höfundar bandarísku stjórnarskrárinnar sáu við vandanum 1776. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem varð sér til svo stór felldrar minnk­ unar, er endurkjörin í heilu lagi á tveggja ára fresti. Þrír af hverjum fjórum kjós­ endum segjast nú skv. könnunum ekki vilja sjá neinn af þingmönnum repúblik­ ana framar. Verða kjósendur búnir að gleyma því í þingkosningunum að ári? Kannski ekki. Repúblikanar hafa margir haft þann háttinn á undangengin ár að sigra keppinauta sína í kosningum með því að lofa lögbanni gegn fóstureyðing­ um og nýta sigurinn til að létta skött­ um af auðmönnum án þess að hrófla við fóstureyðingum. Thomas Frank lýs­ ir repúblikönum með áhrifaríkum hætti í bókum sínum What‘s the Matter with Kansas (2005) og The Wrecking Crew (2009). Og Sigtryggur vann Framganga sjálfstæðismanna og fram­ sóknarmanna á Alþingi á síðasta kjörtímabili var keimlík framgöngu repúblikana. Minni hlutinn í stjórnar­ andstöðu hafði sitt fram í hverju málinu á eftir öðru með málþófi og öðrum spell­ virkjum. Traustið, sem kjósendur bera til Alþingis skv. mælingum Capacent, fór niður í 9%. Nýkjörið Alþingi nýtur trausts 14% kjósenda skv. sömu mæling­ um: 86% kjósenda vantreysta Alþingi. Grófust var framganga Sjálfstæðis­ flokksins og Framsóknar í stjórnarskrár­ málinu. Byrjum á Framsókn. Fyrir alþingiskosningarnar 2009 sagði Framsókn í auglýsingu: „Meginrökin fyrir stjórnlagaþingi eru þau að gefa þjóðinni tækifæri til að endurskoða stjórnskipun landsins. Það var ætlunin við stofnun lýðveldis. Því standast ekki andmæli um að stjórn­ lagaþing taki vald frá alþingismönnum sem eru nú einráðir um stjórnarskrána. Þingmenn hafa á undanförnum 65 árum ekki getað sæst á meiriháttar breytingar á stjórnarskrá auk þess sem Fram­ sóknarflokkurinn hefur fært þau rök fyrir tillögu sinni um stjórnlagaþing að óeðlilegt sé að Alþingi ákveði sína eigin starfslýsingu og tengsl sín við ríkisstjórn, dómstóla o.s.frv. Aldur stjórnarskrárinn­ ar, 130 ár, er því ekki meginástæðan fyrir stjórnlagaþingi. Andstæðingar stjórn­ lagaþings vilja að það sé ráðgefandi. Þeir óttast völd þess. … Framsóknarflokk­ urinn vill að ný og nútímaleg stjórnar­ skrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar, að skerpt verði á aðskilnaði löggjafar­ og framkvæmdavalds og ráðherrar gegni ekki þingmennsku.“ Framsókn gerði þessar frómu kröf­ ur um nýja stjórnarskrá að skilyrði fyrir stuðningi flokksins við minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í febrúar 2009. Ferill málsins var síðan í öllum aðalatriðum eins og Framsókn lagði upp með. Og Framsókn sveik: hún sneri bakinu við eigin afkvæmi. Engan þarf að undra, að Framsókn skuli hafa logið sig til valda á ný með loforðum um að létta skuldabyrðar heimilanna. Ferill Sjálfstæðisflokksins í stjórnar­ skrármálinu er sama marki brenndur. Í ályktun landsfundar flokksins 2009 seg­ ir: „Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnarskrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar.“ Mjög var vandað til verka eins og umsagnir fjölmargra fræði­ manna innan lands og utan vitna um. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórn­ málafræði, kallar frumvarp stjórnlaga­ ráðs „eitt merkilegasta skjal sem til hefur orðið í allri stjórnmálasögu landsins.“ Og aldrei hefur nokkur þjóð haft jafn­ beina aðkomu að gerð nýrrar stjórnar­ skrár eins og varð hér heima fyrir til­ stilli þjóðfundar, sem boðað var til m.a. að frumkvæði sjálfstæðismanna á Al­ þingi, og einnig með því að fjöldi fólks nýtti sér vefsetur stjórnlagaráðs með því að beina þangað fjölda skriflegra erinda og athugasemda, þegar frumvarpið var í smíðum fyrir opnum tjöldum. Enda reyndist frumvarpið njóta yfirgnæfandi stuðnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem Sjálfstæðisflokknum og Framsókn mistókst að koma í veg fyrir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skylda Alþingis Á sunnudaginn kemur verður eitt ár liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Í henni lýstu 2/3 hlutar kjósenda sig fylgjandi frumvarpi stjórn­ lagaráðs að nýrri stjórnarskrár. Myndar­ legur meiri hluti kjósenda lýsti sig einnig fylgjandi einstökum ákvæðum frum­ varpsins, sem Alþingi spurði um, svo sem um auðlindir í þjóðareigu (83% sögðu já), beint lýðræði (73%), persónu­ kjör (78%) og jafnt vægi atkvæða (67%). Margar stjórnarskrárnefndir skipað­ ar þingmönnum hafa reynt að koma sér saman um endurskoðun stjórnarskrár­ innar frá 1944. Allar tilraunir þeirra hafa farið út um þúfur. Eina nefndin, sem skilaði af sér fullbúnu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og það einum rómi, var stjórnlagaráð, kosið af þjóðinni og skip­ að af Alþingi. Alþingi ber að fara að skýr­ um vilja kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Ef Alþingi bregzt skyldu sinni, get­ ur Ísland ekki lengur talizt vera fullburða lýðræðisríki. n Grunnfærni – ekki getuleysi Brothætt lýðræði Kjallari Sighvatur Björgvinsson „Við Íslendingar getum auðvitað skipt um mynt ef við viljum Kjallari Þorvaldur Gylfason „Engan þarf að undra, að Framsókn skuli hafa logið sig til valda á ný með loforðum um að létta skuldabyrðar heimil- anna. Af blogginu Beðið eftir Bjarna Ég hef á tilfinningunni að það sé einungis tímaspurs­ mál hvenær Bjarni Bene­ diktsson tekur við sem forsætisráðherra í ríkis­ stjórninni. Á meðan Sigmundur Davíð er í nauðvörn mánuð eftir mánuð út af óefndum kosningaloforðum flokks­ ins, og annars konar vit­ leysu sem veltur vikulega upp úr honum og öðrum flokksmönnum hans, siglir Bjarni Benediktsson tiltölu­ lega lygnan sjó því hann lof­ aði ekki eins miklu. Álagið á Sigmundi Davíð hefur verið svo mikið að hann er kom­ inn í tíu daga frí í Suður­ höfum; á meðan er Bjarni staðgengill hans. Sú staða er raunar lýsandi fyrir þetta samstarf þeirra sem er orðið vandræðalegt. Bjarni hefur samt meira að segja þurft að svara spurn­ ingum um kosningaloforð Framsóknarflokksins og er allt annað hljóð í honum en Sigmundi Davíð. Kosn­ ingaloforð Framsóknar­ flokksins eru „vangaveltur“ að hans mati og ljóst er að ekkert er fast í hendi að hans mati hvernig Fram­ sóknarflokkurinn getur efnt þessi loforð. Þetta eru auð­ vitað ekki kosningaloforð Bjarna og Sjálfstæðisflokks­ ins og það hlýtur að vera erfitt fyrir hann að svara fyrir eitthvað sem hann sjálfur lofaði aldrei og trúir ekki að sé mögulegt, líkt og sá meirihluti þjóðarinnar sem ekki kaus Framsóknar­ flokkinn. Fyrir vikið hlýtur að sjóða aðeins á honum af því honum er komið í stöðu sem hann valdi ekki sjálf­ ur og þarf að svara fyrir bull annarra. Þessar ólíku áherslur for­ mannanna í skuldaleið­ réttaringarmál­ um og afnámi gjaldeyrishafta eru þess eðlis að eitthvað hlýtur að gefa sig í samstarfi þeirra að lokum. Annaðhvort spring­ ur stjórnin eða þá að Bjarni tekur við forsætisráðherra­ starfinu þegar fyrir liggur að Sigmundur Davíð getur ekki efnt kosningaloforð Fram­ sóknarflokksins. Framsókn myndi þá sitja niðurlút í far­ þegasætinu við hlið Sjálf­ stæðisflokksins eftir sneypu­ för í gegnum kosningarnar og í forsætisráðuneytið. Þetta hlýtur að gerast einhvern tímann á kjör­ tímabilinu; annars heldur stjórnin ekki velli. Framsókn mun þurfa að taka skell­ inn þegar flokkurinn horfist loksins í augu við og viður­ kennir að hann getur ekki staðið við stóru orðin um skuldaleiðréttingar með því að hrifsa hundruð milljarða af kröfuhöfum bankanna. n ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.