Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 34
34 Fólk 18.–20. október 2013 Helgarblað
Guð sé tilbúinn í að mismuna nein
um. Hann elskar alla, alltaf og skil
yrðislaust. Hann er endalaus kær
leiksorka sem klárast aldrei.“
Pólitísk gleðiganga
Páll Óskar fagnar þeim skilaboðum
sem Gleðigangan sendi frá sér í
ár með því að mótmæla aðgerð
um Pútíns í garð samkynhneigðra.
„Gleðigangan núna var akkúrat
svona 50/50 pólitík og partí. Þessi
ganga hefur alltaf haft pólitískan
undirtón varðandi mannréttindi. Ég
er ekki hissa á að hún sé að verða
sterkari og bragðmeiri vegna þess að
undanfarin 3–4 ár þá hefur dunið á
okkur fréttaflutningur víðs vegar að
úr heiminum sem hefur gjörsam
lega gengið fram að manni. Til dæm
is þessi lagasetning í Rússlandi þar
sem er bannað að flagga samkyn
hneigð. Þar með er Pútín búinn að
gefa út veiðileyfi á samkynhneigða
og gegndarlaust ofbeldi og kúgun á
þessu fólki,“ segir Páll Óskar og segir
myndskeið af ofbeldi í garð samkyn
hneigðra í Rússlandi hafa verið eins
og hnífsstunga í hjartað. „Það eru
bara mörg korn búin að fylla mælinn
núna, mjög oft.“
Gengisfelling á
friðarverðlaunum
Páll Óskar segist eiga bágt með að
átta sig á því hvernig Pútín gat verið
tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels.
„Ég skil það bara ekki. Þetta er bara
gengisfelling á Nóbelsverðlaunun
um. Ég skil ekki einu sinni konseptið,
fyrir hvað er hann að fá friðarverð
laun? Mér fannst reyndar líka fríkað
að Barack Obama fengi friðarverð
laun eftir svo stuttan tíma í starfi,
með styrjaldarátök á þröskuldinum í
Hvíta húsinu.“
Baráttu samkynhneigðra
ekki lokið
„Mér finnst ákaflega bagalegt að
sumt fólk haldi virkilega að réttinda
barátta samkynhneigðra sé toppuð
þegar að við erum búin að fá öll laga
leg réttindi sem gagnkynhneigt fólk
hefur alltaf haft. Bara af því að okk
ur er nú leyfilegt að ganga í hjóna
band sé barátta samkynhneigðra
loksins lent. Ég er bara einn af þeim
hommum sem hafa engan áhuga
að fara í fara í hjónaband. z. Mál
ið er að mér finnst réttindabarátta
samkynhneigðra ekki ganga út á
umburðarlyndi. Við erum að krefjast
samþykkis – ekki umburðarlyndis.
Það er stór munur á umburðarlyndi
og samþykki. Ég er allavega búinn að
fá upp í kok af setningum sem hefjast
á þessum orðum: Sko ég hef ekkert á
móti samkynhneigðum en …“
Hjónaband fjarlægt
Rómantíkin er Páli Óskari fjarlæg um
þessar mundir en hann er einhleyp
ur sem stendur og segist því lítið
velta hjónabandi fyrir sér. „Fyrst og
fremst þá þarf ég að eignast kærasta
áður en ég get eitthvað farið að spá
í hvort ég vilji gifta mig,“ segir Páll
Óskar og skellir upp úr. „Ég er ennþá
á lausu þannig að það er ekki tíma
bært að ræða hjónaband. Ég myndi
ekki pæla í hjónabandi fyrr en eft
ir 5–7 ár í sambandi. Ég hef séð fólk
hlaupa inn í kirkju og gifta sig án þess
að hafa nokkra innistæðu fyrir því.
Að sama skapi hef ég séð fólk gifta sig
eftir 10 ára samband og þá samgleðst
maður svo innilega því pari og öllum
árunum sem eru á undan gengin og
krossa putta fyrir framtíðinni.“
Mörg hundruð kúkableyjur
Páll Óskar segist hafa tekið út sinn
skammt af kúkableyjum á uppeldis
árunum og sé lítið spenntur fyrir
barneignum í dag eins og er. „Ég er
yngstur af sjö systkinum og var lát
inn passa öll barnabörnin þegar
systur mínar og bræður fóru að eign
ast börn. „Ég er nú þegar búinn að
skipta á mörg hundruð kúkableyjum
og ég held að ég hafi bara hreinlega
fengið nóg. Ég hef ekki þessa þörf
sjálfur akkúrat núna að eignast börn.
Bara alls ekki. En tökum hlutina í
réttri röð. Ef ég hitti einhvern gaur
sem er frábær og ég vil verja restinni
af ævi minni með, hvað veit mað
ur? Svo er það líka hitt, á meðan ég
er svona einn ætla ég ekki að fara
að ala upp barn. Það væri bilun, ég
myndi aldrei gera það! Það yrðu að
vera tveir á heimilinu. Kannski eign
ast ég kærasta sem á börn nú þegar.
Ég hef séð það gerast. Ég ætla fyrst að
ganga út, tékka svo á hvernig gaurinn
er samanskrúfaður. Athuga svo hvort
hann vilji eignast börn eða ekki, ég
meina kannski viljum við það bara
ekki. Svo skulum við tala um brúð
kaup eftir tíu ár. En eins og staðan
er hjá mér núna hef ég ekki áhuga á
því,“ segir Páll Óskar sem er að von
um þétt bókaður í sinni vinnu.
Samstarfið með Moniku
„Við bara smellpössum saman og
rekum fyrirtækið saman, eitthvað
sem við höfum bæði ofboðslega
gaman af. Ég get sko lofað þér því
að þetta er mjög vel rekið fyrirtæki.
Það sleppur ekkert í gegnum smá
sjána hjá Moniku,“ segir Páll Óskar
og brosir. „Við kynntumst árið 2001
þegar Hreiðar Ingi Þorsteinsson
tónskáld kynnti okkur. Við þekktum
hann bæði og hann langaði til að
halda tónleika þar sem hans eigin lög
yrðu flutt og hann stakk upp á því við
myndum taka nokkur lög eftir hann.
Þarna var sleginn einhver hljómur
sem við fíluðum bæði mjög vel, við
höfum unnið mjög mikið saman síð
an og höfum haldið nokkra sitjandi
tónleika sem er alltaf jafn gaman.
Við verðum með jólatónleika ásamt
strengjakvartett í Háteigskirkju 5.–8.
desember og ég held að miðarnir séu
bara rétt að fara í sölu.“
Fótbrotnaði á sviði
Böllin hafa gengið slysalaust fyrir sig
í gegnum tíðina að sögn Páls Óskars
en hann man þó sérstaklega eftir
einu atviki. „Þetta var í fyrsta sinn
sem ég steig inn í Sjallann á Akur
eyri, svona 1991 eða 1992, og þar var
hljómsveit sem heitir Svartur pipar
og Margrét Eir var þar söngkonan.
Hún togaði í mig og við náðum að
syngja eitt eða tvö lög saman, óæfð,
uppi á sviði. Í hasarnum þá kom ein
hver og togaði í buxnaskálmina mína
sem varð til þess að ég hrundi niður
af sviðinu, lenti mjög illa og ég var
mjög kvalinn í rútunni með Svarta
piparnum alla leiðina til Reykjavík
ur. Þá kom í ljós að ég var fótbrotinn.
Fyrsta heimsóknin á Sjallann á Akur
eyri endaði á Slysó í Reykjavík. En fall
er fararheill því Sjallinn er það hús
sem ég hef spilað mest í og við erum
tengd miklum tryggðaböndum.“
Harpa ekki fyrir grasrótina
Páll Óskar vill sjá meiri fjölbreytni
í tónleikahaldi. „Harpa er auðvitað
svo mikil höll sem minnir eiginlega
meira á flugstöð en tónleikahús.
Gallinn við Hörpu er að það er ekki
fyrir hvern sem er að fara þarna inn.
Bara startkostnaður er svo gríðarlega
hár að það er ekki séns fyrir gras
rótina í íslenskri músík að halda tón
leika. Ung og upprennandi hljóm
sveit sem er að stíga sín fyrstu skref
kæmist aldrei inn hjálparlaust. Þess
vegna er mjög brýnt að það verði
opnaður tóneikastaður á borð við
Nasa og Faktorý þar sem hægt er að
halda tónleika með litlum tilkostnaði
fyrir áhorfendahóp á bilinu 300–800
manns. Þetta vantar núna í Reykja
vík. Harpa þjónar ekki öllum, allra
síst grasrótinni.“
Vampírukastali í bígerð
Nú þegar hrekkjavakan nálgast er
Páll Óskar að undirbúa sérstakt ball
á Rúbín sem mun eiga sér stað 2.
nóvember næstkomandi en sjálfur
segist hann ekki ætla að koma fram
á Airwaves í ár. „Þetta verður val
kostur fyrir þá sem ætla ekki að fara
á Airwaves. Ég verð með „halloween
partí a´la Palla stæl“. Við erum búin
að undirbúa þetta nú þegar og ætl
um að breyta Rúbín í vampírukast
ala. Þetta er fullkomið, ég meina
staðurinn er hogginn inn í klett
og svo eru gullfallegar ljósakrónur
hangandi í loftinu, alveg risastórar.
Ég ætla bara að vera aðalvampíran
og bíta í plöturnar.“
Treður upp fyrir alla þjóðina
Páll Óskar fagnar sem fyrr segir 20
ára starfsafmæli frá því að fyrsta
sólóplata hans kom út árið 1993. Þá
stendur til að endurútgefa sex gaml
ar plötur af gömlu efni sem hingað til
hefur verið ófáanlegt í föstu formi í
15 ár. Það er nokkuð ljóst að vinsæld
ir poppstjörnunnar hafa hvergi dvín
að og höfðar tónlist Páls Óskars til
breiðs hóps í þjóðfélaginu. „Það má
vel vera að ég sé undantekningartil
felli í þessum íslenska veruleika af
því að ég fæ tækifæri til að gera svo
fjölbreytt gigg. Ég get haldið tón
leika fyrir sitjandi áhorfendur og
líka dansiböll, sem eru tveir gjöró
líkir markaðir. Stundum hef ég feng
ið að troða upp fyrir valdamikið
fólk og auðmenn Íslands í glæsileg
um partíum. en daginn eftir er ég að
troða upp fyrir þá sem minna mega
sín í samfélaginu, kannski aldraða,
geðsjúka og jafnvel lítil börn. Ég hef
fengið að troða upp fyrir alla þjóð
ina,“ segir Páll Óskar þakklátur að
lokum áður en hann stekkur af stað
fyrir næsta tónleikahald. n
„Ef ég hitti
einhvern gaur sem
er frábær og ég vil verja
restinni af ævi minni
með, hvað veit maður?
Páll Óskar Hjálmtýsson „Mér finnst
réttindabarátta samkynhneigðra ekki
ganga út á umburðarlyndi. Við erum að
krefjast samþykkis. Það er stór munur á
umburðarlyndi og samþykki.“ Mynd SiGTryGGur Ari
Fjölbreytt gigg „Stundum
hef ég fengið að troða upp fyrir
valdamikið fólk og auðmenn
Íslands í glæsilegum partíum, en
daginn eftir er ég að troða upp
fyrir þá sem minna mega sín í
samfélaginu.“ Mynd SiGTryGGur Ari