Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 37
rekstri hennar. Þar er t.d. gagnrýnt að það er búið að gera mörg ný skipurit á þessu kjörtímabili án sjáanlegs hagræðis. Tvö þeirra eru eingöngu til þess að fría borgarstjórann frá því að þurfa taka þátt í daglegum rekstri hér í borginni. Og hitt er svo skipurits- breytingar sem gera ákveðin svið eins og umhverfis- og skipulagssvið og skóla- og frístundasvið allt of stór og óaðgengileg almenningi. Yfirsýn- in er minni og yfirbyggingin meiri. Það sem er gagnrýnt í þessari út- tektarskýrslu er það að það vantar leiðtoga, það vantar forystumann- inn, það vantar borgarstjórann. Það vantar ekki borgarstjórann þegar kemur að myndatöku í fjöl- miðlum en það vantar borgarstjórann til þess að standa vaktina og stýra daglegum rekstri borgarinnar. Borg- arstjórinn er ekki að sinna því. Ég ef- ast um að borgarstjórinn myndi einu sinni þykjast vera að vinna þá vinnu ef hann yrði spurður af einhverjum sem gæti gripið hann en yfirleitt ná íslenskir fjölmiðlamenn ekki á hann. Hann vill frekar tala við erlenda fjöl- miðla því þeim finnst gott að fá svona ódýr brandaraviðtöl,“ segir Júlíus alvarlegur í bragði. Segir meirihlutann gleyma ungum fjölskyldum „Á síðasta kjörtímabili gengum við í gegnum eitt erfiðasta efna- hagstímabil sögunnar en engu að síður gátum við skilað borgarsjóði afgangi. Það er ekki bara okkur að þakka heldur er það vegna þess að við gátum fengið alla borgarstarfs- menn til þess að vinna með okkur að þessu og skýra út fyrir borgarbúum hvernig við ætluðum að gera þetta. Við stóðum vörð um velferðina, stóð- um vörð um störfin og þannig gát- um við haldið áfram. Við þurfum að halda því áfram,“ segir hann. Júlíus Vífill er á móti nýju aðalskipulagi sem auglýst var á dögunum. Hann segir núverandi meirihluta leggja alltof mikla áherslu á miðbæ- inn og nágrenni hans en gleyma að hlúa að öðrum hverfum borgarinn- ar. „Ég hef lýst því yfir að ég telji þetta aðalskipulag ekki koma til með að verða farsælt inn í framtíðina fyrir borgina og get þess vegna ekki sam- þykkt það í þessari mynd. Í stórum dráttum finnst mér það ekki ganga að nánast öll byggð sem er fyrirhug- uð sé reist á þéttingarreitum í mið- borginni og vestarlega. Þar er ekki verið að taka mið af ungu fólki sem er að reyna að byggja og koma þaki yfir höfuðið. Þessar íbúðir sem reist- ar eru á þéttingarreitum eru yfir- leitt mjög dýrar og henta yfirleitt bara efnuðu fólki á miðjum aldri. Við fælum burt barnafjölskyldur frá borginni því það er ódýrara fyrir þær að búa í nágrannasveitarfélögunum. Þetta þarf að stoppa og hlúa að byggð í blönduðum hverfum. Það þarf að skapa tækifæri og kosti fyrir ungar fjölskyldur.“ Ekki tímabært að völlurinn fari Aðspurður um eitt helsta deilumálið í borginni, hvort að flugvöllurinn eigi að vera eða fara, segist Júlíus telja að flugvöllurinn eigi ekki að fara eins og gert sé ráð fyrir í aðalskipulaginu. „Ég held að þessi áhugi á að flugvöllurinn fari og það sem allra fyrst, sé óraun- hæfur. Eiginlega er furðulegt að taka upp einhverja stefnu sem mótuð var af R-listanum árið 2001. Það hefur margt gerst. Það er okkar skylda að taka þessar ákvarðanir sjálf en ekki byggja þær á einhverju gömlu sem ekki á við þó það hafi verið vel meint. Mér finnst ekki skynsemi í því að flug- völlurinn sé að fara af efnahagslegum ástæðum, miðað við hvernig efna- hagsástandið er hér í dag. Við verðum líka að horfa til þess að þetta er mik- ilvægur þáttur í samgöngum lands- ins og höfuðborgin verður auðvitað að líta til þess að hún hefur ákveðn- ar skyldur. Það eru mörg hundruð manns sem byggja sína atvinnu á flugvellinum. Þó er ég ekki með fyr- irmæli til þeirra sem munu standa frammi fyrir því í framtíðinni hvort flugvöllurinn eigi vera eða fara. Ég ætla ekki að reyna að binda hendur þeirra. Með aðalskipulaginu er stefnt að því að flugvöllurinn fari árið 2016 og það er þá næstu borgarstjórnar að afstýra því.“ Vill að sem flestir njóti tónlistarkennslu Þrátt fyrir að hafa hætt formlega að syngja sjálfur þá er Júlíus Vífill vel inni í íslensku tónlistarlífi og hefur setið í mörgum ráðum og nefnd- um tengdum því. Núna er hann formaður stjórnar Íslensku óper- unnar en hefur áður m.a. annars setið í stjórn Tónlistarskóla Reykja- víkur og Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Hann segist einnig hafa beitt sér mikið fyrir skólakerfinu í starfi sínu en hann var meðal annars for- maður menntaráðs. Hann telur að margt þurfi að bæta þar. Bæði í leik- skólum og grunnskólum og tónlist- arskólunum. Hann vill að sem flest börn fái notið tónlistarkennslu. „Hjarta mitt slær svolítið með tónlistarskólunum og tónlistar- menntun. Á síðasta kjörtímabili færði ég inn í skólana ákveðið sam- starfsverkefni við tónlistarskól- ana. Sem síðan varð, því miður, að hætta en ég vona að það verði tek- ið upp að nýju. Það er mjög mikil- vægt að börn fái að kynnast tónlist- armenntun og fari ekki á mis við tónlistarskólana ef þau bera sig ekki eftir því,“ segir hann. Túrakarl í söngnum „Þetta viðtal er orðið þrettán síður,“ segir Júlíus hlæjandi þegar blaða- maður spyr hann enn einnar spurn- ingarinnar um tónlistina. Það er far- ið að rökkva úti og Júlíus er að verða of seinn annað. Ég lauma þó að einni spurningu um tónlistina og hvort hann syngi fyrir félaga sína í borgar- stjórn. „Nei, ég hef nú ekki gert það,“ segir hann og skellir upp úr. Hann segist ekki mikið syngja en reyni þó alltaf að halda sér við inn á milli. „Ég er eiginlega svona túrakarl í þessu,“ segir hann. „Ég hef aldrei hætt al- veg og fæ þörf stundum inn á milli, til dæmis ef ég fer á góða tónleika eða heyri góðan söngvara syngja. Þá finn ég þörf til að syngja. Þá tek ég svona tarnir annað slagið og fer þá til píanista einu sinni til tvisvar í viku. Ég reyni að halda mér við svo lítið beri á,“ segir hann og þess má geta að DV fékk það staðfest en Júl- íus gerði sér lítið fyrir og skellti sér í stúdíó að áeggjan blaðamanns og tók upp smá hljóðbút sem lesend- ur DV geta hlustað á inni á vef DV. is. Júlíus segist þó ekki búast við því að endurvekja söngferilinn á ný. „Ég stefni nú ekki á það enda er fátt eins hallærislegt og óperusöngvarar sem ætla að vera með „kombakk“. Það eru svo mörg dæmi um að það hafi mistekist,“ segir hann og glottir við tönn. n Fólk 37Helgarblað 18.–20. október 2013 Þakklátur Júlíus segist afar þakklátur að hafa fengið að alast upp hjá fósturforeldrum sínum sem hann tók ástfóstri við sem strákhnokki. Mynd SigTryggur Ari„Hann sagði hluti sem auð­vitað er ekki gaman að ein­ hver segi um mann; eins og það að hann sagði að ég væri haldinn for­ dómum gagnvart geðsjúkum. glæsilegur söngferill Júlíus lærði óperusöng á Ítalíu. Þegar hann kom aftur til landsins að námi loknu var nóg að gera og söng hann mörg aðalhlutverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.