Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 39
39Helgarblað 18.–20. október 2013
morð og tvö hús voru tengd við Dennis Nilsen, breskan raðmorðingja og náriðil. Morðin
framdi hann á árunum 1978 til 1983. Lík fórnarlamba sinna, ungra karlmanna, geymdi Dennis í
ákveðinn tíma áður en hann losaði sig við þau. Morðin framdi hann í húsi við Melrose Avenue í
Lundúnum og Cranley Gardens. Hann fékk viðurnefnið Vinalegi morðinginn.16
n Daniele vildi að Anthonia hætti í vændi n Anthonia endaði ævi sína í Pó
D
aniele Piampaschet
dreymdi um að verða rit
höfundur og það er í sjálfu
sér ekki útilokað að sá
draumur hans eigi eftir að
rætast. Hann ætti í það minnsta
að fá næði til skrifa þar sem hann
dvelur á bak við lás og slá í fangelsi
í Torínó á Ítalíu og hefur gert síðan
í ágúst í fyrra.
Daniele er grunaður um að hafa
orðið Anthoniu Egbuna, tvítugri
nígerískri vændiskonu, að bana
árið 2011 og kastað líki hennar í
ána Pó. Daniele þessi ku hafa hafa
sérstakt dálæti á flestu því sem
nígerískt er og þá ekki síst um
ræddri vændiskonu. Kynni höfðu
tekist með Anthoniu og Daniele í
febrúar 2011 og áður en langt um
leið varð Daniele heltekinn af af
brýðisemi því Anthonia kaus að
halda starfa sínum áfram.
Sambandi þeirra lauk í ágúst
2011 en að sögn lögreglu fór því
fjarri að Daniele hætti að hugsa
um Anthoniu og má í ljósi mála
lykta ætla að áhugi hans hafi að lok
um tekið á sig óhugnanlega mynd.
Ef grunsemdir lögreglunnar eru
á rökum reistar þá stakk Daniele
Anthoniu til bana í nóvember 2011
og, sem fyrr segir, losaði sig við lík
hennar með því að kasta því í Pó.
Rósin og ljónið
Líkamsleifar Anthoniu fundust
ekki fyrr en í febrúar í fyrra og tók
það lögreglu nokkra mánuði að
bera kennsl á þær. En að því loknu
lá beinast við að kanna hvort ein
hverjar vísbendingar væri að finna
í íbúð hennar.
Þar datt lögreglan heldur bet
ur í lukkupottinn því hún fann
smásögu; Rósin og ljónið, eftir
Daniele Piampaschet. Sagan fjall
ar um ungan karlmann sem verður
ástfanginn af vændiskonu og reyn
ir sitt ítrasta til að fá hana til að láta
af þeirri iðju.
En karlmaðurinn hefur ekki er
indi sem erfiði og þegar hún ögrar
honum með því að selja sig „sífellt
ógeðslegri“ viðskiptavinum, eins
og segir í smásögunni, kyrkir mað
urinn vændiskonuna og sviptir sig
lífi í kjölfarið.
Ástfanginn af rangri
manneskju
Lögreglan fullyrðir að Daniele hafi
skrifað söguna og sent Anthoniu til
að skaprauna og ögra henni en auk
sögunnar vísar lögreglan til yfirlits
yfir símanotkun Daniele sem sýn
ir að hann hringdi í stúlkugreyið
oftar en þúsund sinnum. Til að
bæta gráu ofan á svart sýna gögn
að Daniele var skammt frá heim
ili Anthoniu og þeim stað sem lík
hennar fannst þegar hann hringdi
í hana í síðasta skiptið.
Sjálfur vísar Daniele Piampa
schet fullyrðingum lögreglunnar
til föðurhúsanna og segir það eina
sem hann sé hugsanlega sekur
um sé að hafa orðið ástfanginn af
rangri manneskju. Smásaga hans,
Rósin og ljónið, sé skáldskapur frá
upphafi til enda og í reynd lýsing
á því sem auðveldlega gæti hent
hverja unga konu sem legði stund
á jafnhættulega vinnu og vændi er.
Eins og í sögu
Lögfræðingur Daniele segir að
skjólstæðingur hans hafi sent
smásöguna til Anthoniu Egbuna
til að vekja hrifningu hennar og
að ástæðu þess að aðstæður ungu
stúlkunnar í sögunni hafi verið
Daniele hugleiknar megi rekja til
hrifningar hans á afrískri og, eink
um og sér í lagi, nígerískri menn
ingu.
Daniele Piampaschet heldur
því fram að hann hafi bundið enda
á samband sitt við Anthoniu þegar
hann komst í kynni við aðra níger
íska konu í ágúst 2011, en viður
kenndi að hafa haldi sambandi
við Anthoniu í gegnum síma allt til
þess tíma þegar hún var myrt.
Á það hefur verið bent í mál
inu að því líki svolítið til sögu
þráðarins í frægri kvikmynd með
Sharon Stone í aðalhlutverki, Basic
Instinct. Í myndinni er persóna
Sharon sökuð um að hafa myrt ást
mann sinn með íssting – morð
aðferð sem lýst er í bók sem
persóna Sharon hafði skrifað. n
„Hún ögrar
honum
með því að
selja sig „sífellt
ógeðslegri“ við-
skiptavinum
Rósin og ljónið Smásagan sem vakti grunsemdir lögreglunnar.
Eins og í sögu
Daniele Pi-
ampaschet
Er grunaður
um morðið á
Anthoniu.
Anthonia Eg-
buna Var myrt
og fleygt í Pó.