Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Síða 22
Pablo Osvaldo Félag: Southampton Verð: 15 milljónir punda Leiktími: 60% BPS-stig: 12 n Argentínumaðurinn Osvaldo hefur valdið miklum vonbrigðum á leiktíðinni. Hann var mikill markahrókur hjá Roma, þar sem hann skoraði 27 mörk í 55 leikjum, en virðist heill- um horfinn hjá góðu liði Southampton. Paulinho Félag: Tottenham Verð: 17 milljónir Leiktími: 97% BPS-stig: 48 n Paulinho hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Tottenham á leiktíðinni og staðið sig heilt yfir ágætlega á miðjunni. Þetta er vinnusamur miðjumaður sem að vísu leggur það ekki í vana sinn að skora mikið af mörkum. Mamadou Sakho Félag: Liverpool Verð: 18 milljónir punda Leiktími: 71% BPS-stig: 42 n Sakho kom inn í lið Liverpool um miðjan september og byrjaði fyrstu sjö leikina. Hann hefur hins vegar ekki verið í byrjun- arliðinu í síðustu tveimur. Þessi varnar- maður þykir einn efnilegasti leikmaður Frakklands. Özil bestur nýrra leikmanna Jesus Navas Félag: Manchester City Verð: 17 milljónir punda Leiktími: 48,3% BPS-stig: 48 n Navas byrjaði heldur rólega hjá City en virðist vera allur að koma til. Þessi eldfljóti spænski landsliðsmaður var einn af leik- mönnum liðinnar helgar í úrvalsdeildinni þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 6–0 sigri á Tottenham. 22 Sport 29. nóvember–1. desember 2013 Helgarblað Fer verst með dauðafærin n Sergio Aguero er ekki bara markahæstur Þ ó svo að Sergio Aguero sé marka hæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 10 mörk er hann einnig sá leik- maður sem fer verst með dauðafær- in. Þetta kemur fram í úttekt sem Football365.com birti á dögunum en umfjöllunin byggir á upplýsing- um tölfræðivefjarins Whoscored. Það sem af er tímabilinu hef- ur Aguero klúðrað átta svokölluð- um dauðafærum; dæmi um það er þegar leikmaður misnotar færi einn gegn markverði eða misnotar skallafæri í markteig. Vissulega þarf að hafa í huga að City hefur skap- að sér mýmörg færi það sem af er þessari leiktíð. Á eftir Aguero yfir þá sem misnota flest dauðafæri eru Daniel Sturridge, leikmaður Liver- pool, og Christian Benteke, leik- maður Aston Villa. Báðir hafa mis- notað sex slík færi. Í úttektinni er einnig fjallað um þá leikmenn sem skjóta oftast að marki án þess að hitta rammann. Teknar voru saman upplýsingar um þá leikmenn sem hafa skot- ið 20 sinnum eða oftar að marki og er Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic hjá Stoke efstur á blaði. Af 28 skotum hans að marki hafa aðeins 6 farið á rammann – þar af eitt sem fór í netið eftir glæsi- lega aukaspyrnu gegn Manchester United. Á eftir Arnautovic er sam- herji hans hjá Stoke, Charlie Adam. Í þriðja sæti er svo Austurríkismað- urinn Andreas Weimann hjá Aston Villa. Af 32 skotum hans hafa aðeins sjö hitt markið. n einar@dv.is n Frammistaða fimmtán dýrustu leikmanna sumarsins í enska metin Mesut Özil Félag: Arsenal Verð: 42 milljónir punda Leiktími: 96% BPS-stig: 55 n Özil hefur verið lykilmaður í sóknarleik Arsenal á leiktíðinni. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm, þar af fjögur í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Óumdeilanlega frábær kaup hjá Wenger. Erik Lamela Félag: Tottenham Verð: 30 milljónir punda Leiktími: 15% BPS-stig: 8 n Erik Lamela hefur átt mjög erfitt upp- dráttar hjá Tottenham en miklar vonir voru bundnar við þennan unga Argentínumann. Hann sló í gegn með Roma á Ítalíu en á langt í land með að sýna sínar bestu hliðar á Englandi. Willian Félag: Chelsea Verð: 30 milljónir punda Leiktími: 30% BPS-stig: 14 n Lítið hefur farið fyrir þessum rándýra leikmanni. Hann er 25 ára og ætti því að vera að nálgast sín bestu ár. Willain hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliði í vetur og tvisvar leikið í tæpan hálftíma. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hvað er BPS? Með ítarlegri tölfræðiskráningu á vegum opinberu Fantasy-deildarinnar er heildarframlag hvers leikmanns til leiksins metið. Leikmaður fær til dæmis stig fyrir tæklingar, unna bolta og mark- tækifæri sem hann skapar. BPS stendur fyrir Bonus Points System. Leiktími? Leiktími segir til um hlutfall leikinna mínútna í ensku deildinni. Ert þú sölumaður? DV ehf. · Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Við þurfum fleiri góða auglýsingasölumenn fyrir DV og DV.is Reynsluboltar kærkomnir en viljum gjarnan líka heyra frá fólki sem telur sig hafa það sem til þarf Áhugasamir sendi póst á heida@dv.is Skemmtileg vinna á líflegum vinnustað í hjarta borgarinnar Leita að arftaka Evra Búist er við því að Patrice Evra, vinstri bakvörður Englandsmeist- ara Manchester United, yfirgefi herbúðir félagsins í sumar og leit- ar Manchester United nú logandi ljósi að arftaka hans. Leighton Baines hjá Everton var orðað- ur við liðið í sumar en ekki náð- ist samkomulag um kaupverð. Breska blaðið Express greinir frá því að spjótin beinist nú að 22 ára Brasilíumanni, Alex Sandro, sem leikur með Porto. Búist er við því að ítalska liðið Inter muni veita United mikla samkeppni um þennan hæfileikaríka bakvörð og greinir Express frá því að Porto hafi þegar hafnað tæplega 2,5 milljarða tilboði Inter. Alex Sandro hefur leikið sex landsleiki fyrir Brasilíu og er af mörgum talinn einn sá efnilegasti í sinni stöðu. Chelsea vill fá Martinez Forráðamenn Chelsea eru sagð- ir vera nálægt samkomulagi við portúgalska stórliðið Porto um kaup á Kólumbíumanninum Jackson Martinez. Þessi 27 ára leikmaður hefur skorað 44 mörk í 58 leikjum með Porto síðan hann gekk í raðir liðsins frá mexíkóska liðinu Chiapas árið 2012. Breskir fjölmiðlar greina frá því að um- boðsmaður hans hafi ferðast til Lundúna í vikunni til fundar við forráðamenn Chelsea. Er talið að Chelsea þurfi að greiða Porto 33 milljónir punda fyrir leikmanninn – 6,4 milljarða króna. Markahæstur Eins öfugsnúið og það hljóm- ar er Aguero markahæstur í deildinni en samt sá leikmaður sem fer verst með dauðafærin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.