Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Síða 26
L ýðræðisskipulagið er við- kvæmara og brothættara en margur hyggur. Hvers vegna? Lýðræðið á óvini. Jónas Krist- jánsson ritstjóri lýsti vand- anum vel á vefsetri sínu um daginn: „Lýðræði er smám saman að víkja fyrir sjónarmiðum aðila, sem vilja drottna í friði.“ Jónas er ekki bara að lýsa útlöndum. Óvarlegt er að ganga út frá lýðræði sem gefnum hlut, einnig hér heima. Evrópa: Fimm lýðræðisríki 1943 Fyrir 70 árum, 1943, voru aðeins fimm lýðræðisríki í Evrópu: Bretland, Írland, Ísland, Svíþjóð og Sviss, þar sem konur fengu þó ekki kosningar- rétt fyrr en 1971. Evrópa var blóðvöll- ur. Fyrir 30–40 árum voru Grikkland, Portúgal og Spánn ennþá einræðis- ríki, herforingjar réðu þar ríkjum, en ekki lengur. Fyrir 20–25 árum voru Austur-Evrópulöndin öll harðsvíruð einræðisríki, en ekki lengur. Evrópa hefur tekið stakkaskiptum með frelsi, lýðræði og mannréttindi að leiðar- ljósi. Afríka: Þrjú einræðisríki 2012 Lýðræði sækir nú á um allan heim í krafti ótvíræðra yfirburða sinna um- fram aðra stjórnarhætti. Evrópa hef- ur varðað veginn. Fyrstu 30 árin eftir 1960, þegar Afríkuríkin tóku sér sjálf- stæði eitt af öðru, voru lýðræðisríkin þar suður frá aðeins fimm eða færri, en fáræðis- og einræðislöndunum fjölgaði úr 17 í 41. Með fáræðislöndum er átt við ríki, sem geta hvorki tal- izt vera lýðræðisríki né einræðisríki, heldur liggja miðsvæðis á skalanum frá einræði til lýðræðis skv. viðtekn- um mælingum stjórnmálafræðinga við háskólann í Maryland í Bandaríkj- unum. Eftir hrun kommúnismans í Austur- Evrópu um 1990 urðu gagnger umskipti í stjórnmálum Afríku. Lýð- ræðisríkjum þar fjölgaði úr fjórum í 17, og einræðisríkjum fækkaði niður fyrir tíu. Nú (tölurnar eru frá 2012) eru aðeins þrjú einræðisríki eftir í Afríku, lýðræðisríkin eru 17 og fáræðisríkin 30. Stjórnarskipti í Afríku eiga sér nú iðulega stað í friði og spekt í kjölfar lýðræðislegra kosninga. Ég lýsti lýð- ræðisþróun Afríku nýlega á evrópska hagfræðivefsetrinu www.voxeu.org. Suður-Ameríka: Sama saga Svipaða sögu er að segja um Suður- Ameríku. Skoðum þau tíu lönd álf- unnar, þar sem spænska eða portú- galska eru þjóðtungurnar (Argentína, Bólivía, Brasilía, Ekvador, Kólumbía, Paragvæ, Perú, Síle, Venesúela og Úrúgvæ). Aðeins þrjú þessara landa (Kólumbía, Venesúela og Úrúgvæ) bjuggu við lýðræði 1961. Fjórum ára- tugum síðar, 2001, voru öll löndin tíu komin í hóp lýðræðisríkja. Síðustu ár hefur þó hallað undan fæti í Ekvador og Venesúela, svo að þau eru fallin niður í fáræðisflokkinn. Eftir stend- ur, að átta lönd af þessum tíu fylla nú flokk lýðræðisríkja og láta hvergi bil- bug á sér finna. Mestu skiptir, að Argentína, Brasil- ía og Síle, harðsvíruð einræðisríki á fyrri tíð líkt og Grikkland, Portúgal og Spánn í Evrópu, eru nú óskoruð lýð- ræðisríki. Og lýðræðið skilar þeim margþættum árangri. Ég skrifa þess- ar línur á lýðræðisráðstefnu í gamla þinghúsinu í Santiago, höfuðborg Síle. Borgin hefur tekið ólýsanlegum framförum frá fyrri tíð og ljómar nú af velsæld, skínandi hallir og háhýsi blasa við á alla vegu og glaðlegt fólk á götunum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Síle var tæpur fimmtungur af tekjum á mann á Íslandi 1960, en er nú kominn upp undir tvo þriðju. Bilið heldur áfram að mjókka. Ný- fædd börn í Síle geta nú vænzt þess að verða áttræð á móti 82 árum hér heima. Síle uppsker nú árangurinn af þeirri ákvörðun herforingjastjórn- ar Pinochets að láta af völdum í samræmi við niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslu 1988 um framhald setu hans á valdastóli. Jafnvel harð- stjórinn Pinochet kaus að virða vilja fólksins. Síleska verðlaunamyndin No eftir Pablo Larraín frá 2012 segir sögu málsins. Alþingi leikur sér að eldi Lýðræði er ennþá fjarlægur draumur sums staðar um heiminn og er í djúpri lægð sums staðar annars stað- ar, þar sem eiga mætti von á öðru. Í Bandaríkjunum ögruðu repúblikanar á þingi lýðræðinu með misbeitingu málþófs og með því að hóta að keyra alríkisstjórnina í greiðsluþrot nema þingið og forsetinn afturkölluðu lýð- ræðislegar ákvarðanir um heilbrigð- istryggingar handa fátæku fólki. Á elleftu stundu tókst að bægja hætt- unni frá í bili. Jafnvel í Bandaríkjun- um, vöggustofu lýðræðisins, á lýð- ræðisskipulagið undir högg að sækja. Óvinir lýðræðisins svífast einskis. Þeir vilja fá að drottna í friði. Demókratar neyttu um daginn meirihlutavalds í þinginu til að girða fyrir frekari mis- beitingu málþófs af hálfu repúblik- ana, úrræði, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hugleiddi og hafnaði á síðasta Alþingi. Hér heima daðrar Al- þingi enn við að hafa að engu niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um nýja stjórnarskrá. Verði það niðurstaðan, þegar upp er staðið, verður Ísland aldrei aftur samt. Alþingi leikur sér að eldi. n Lýðræði í deiglunni Kjallari Þorvaldur Gylfason „ Jafnvel harð­ stjórinn Pinochet kaus að virða vilja fólksins. Í börnunum býr auðlegð þjóðfé- lagsins. Það er því mikilvægt verk- efni samfélagsins að sjá til þess að foreldrum séu tryggð skilyrði til að þeim gangi sem allra best í uppeldis hlutverkinu. Að verða for- eldri er sá lífsviðburður sem nefndur hefur verið „eðlileg tilvistarkreppa“. Mörg pör vita að breytingin yfir í foreldrahlutverkið felur ekki aðeins í sér möguleika og vonir heldur getur hún einnig boðað tímabil óvissu, ótta og kvíða. Meira en helmingi nýbak- aðra foreldra finnst tíminn einkenn- ast af minni hamingju en áður og minni ánægju. Hvers vegna? Margra áratuga rannsóknir dr. Johns Gott- mans og samstarfsmanna á fyrstu skrefum foreldrahlutverksins hafa leitt í ljós að meðal breytinga sem for- eldrarnir finna fyrir við fæðingu barns eru auknir streituvaldar og álag, breytt gildi og markmið, breytingar á hlutverkum, minnkuð samskipti og aukin neikvæðni í garð hvors annars. Allar þessar breytingar eru full- komlega eðlilegar. Þessi veruleiki birt- ist m.a. í því að skilnaðartíðni er hæst fyrstu tvö æviár barnsins samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fyrstu tvö æviárin eru jafnframt ákaflega við- kvæm og mikilvæg í tengslamyndun og þroskaferli barns. Í Reykjavík eru um 1.000 börn á aldrinum upp að tveggja ára í umönnun dagforeldra. En veltum fyrir okkur hvaða áhrif stjórnmála- og fræðimenn hafa á líð- an foreldra ungbarna með orðræðu sinni á opinberum vettvangi? Hér verður ekki fjallað um slæma fjár- hagsstöðu samfélagsins og erfiðleika stórs hóps fólks við að ná endum saman, að atvinnuþátttaka foreldra er mikil – allt þættir sem hugsanlega hafa einnig neikvæð áhrif á aðlögun að foreldrahlutverkinu og koma í veg fyrir að sú aðlögun takist sem best. Fæðingarorlofið er í níu mánuði og meirihluti foreldra getur ekki valið um hvort þeir nota þjónustu dagfor- elda eða leikskóla í ljósi takmarkaðs fjölda leikskólarýma. Í umræðunni er talað um að bjóða leikskólavist fyrir öll börn frá eins árs aldri og þannig ýjað að því að leggja þurfi þjón- ustu dagforeldra af. En er þessi um- ræða hjálpleg foreldrum ungbarna á tímabili óvissu, ótta og kvíða? Í grein Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa og formanns skóla- og frístundaráðs, á Visi.is 20. nóvem- ber 2012, undir yfirskriftinni Hvenær á að byrja í leikskóla? kemur fram að borgin hafi greint áhrif þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu í ljós; „kostnað upp á 1,2 millj- arða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfs- fólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjá- kvæmilega minnka, aukin húsnæðis- þörf og margt fleira“. Hér er fyrst og fremst verið að setja spurningarmerki við hvernig opin- berir aðilar taka þátt í umræðu í við- kvæmum málaflokki án þess að ný úrræði séu tilbúin. Í annan stað set ég spurningarmerki við það að borgin kollvarpi dagvistunarmálum ung- barna með miklum tilkostnaði á sama tíma og engu fjármagni er varið í t.d. forvarnir til að fyrirbyggja þunganir unglingsstúlkna eða forvarnir til að fyrirbyggja heimilisofbeldi. UNICEF vakti athygli á því fyrr á árinu að ung- lingsstúlkur hér á landi eigi ekki eins mikla möguleika á að njóta unglings- áranna og unglingsstúlkur í öllum löndum Evrópu nema einu sökum fjölda ótímabærra þungana. Börn unglinga eru í tvisvar sinnum meiri hættu á að upplifa vanrækslu, en börn foreldra sem eru 21 árs samkvæmt bandarískum rannsóknum. Þessu til viðbótar eru auknar líkur á að mjög ungir foreldrar lendi í fátæktar- gildru þar sem svigrúm til að sækja sér menntun eða vinnu minnkar. UNICEF vakti einnig athygli á að á Ís- landi eru engar forvarnir gegn heim- ilisofbeldi, aðeins viðbrögð við þeim. Opinber umræða um að leggja niður dagforeldraþjónustu við núver- andi aðstæður er óheppileg, ef ekki ónærgætin og ófagleg. Óöryggi og streita verðandi foreldra og foreldra ungbarna er aukin og það eitt og sér getur haft grafalvarlegar afleiðingar. Foreldrar „baða“ barn sitt upp úr eig- in líðan og það er hlutverk samfélags- ins, að hjálpa foreldrum að líða vel. Á sama hátt þarf að sýna hundruð- um dagforeldra nærgætni, því þeir „baða“ börnin einnig upp úr eigin líð- an. Dagforeldrar eiga það sameigin- legt með foreldrum að til þess að geta sinnt sínu hlutverki sem best þurfa þeir að finna ánægju með og viður- kenningu fyrir framlag sitt til sam- félagsins. Hér hef ég velt vöngum yfir því hvort umræða um að leggja af þjón- ustu dagforeldra sé tímabær þegar að foreldrar hafa almennt ekki val. Því ætti þessi umræða að eiga sér stað utan kastljóss fjölmiðla þangað til ljóst er að raunverulegt val er til stað- ar. Þannig geta stjórnmálamenn og fræðimenn sýnt foreldrum ungbarna nærgætni og stuðning i þeirra eðli- legu tilvistarkreppu. Undirritaður starfar m.a. við barnavernd og hefur í þeim tilgangi staðið að innleiðingu snemmtækra forvarnarverkefna í samstarfi við aðra. n Nærgætni og foreldrar ungbarna Kjallari Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu­ og hjónaráðgjafi „Fæðingarorlofið er í níu mánuði og meirihluti foreldra getur ekki valið um hvort þeir nota þjónustu dagfor­ elda eða leikskóla í ljósi takmarkaðs fjölda leik­ skólarýma. 26 Umræða xxx xxx

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.