Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 37
„Hverrar mínútu virði“
Football Manager
2014
Tölvuleikur
„Leiksýning sem flýgur hátt“
Hús
Bernhörðu Alba
Leikstjóri:
Kristín Jóhannesdóttir
„Minna af öllu
hefði þýtt meira“
Refurinn
Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson
Menning 37Helgarblað 29. nóvember–1. desember 2013
Moskva í
Reykjavík
Í
kalda stríðinu hlýtur rússneskum
menntamönnum stundum að
hafa fundist sem þeir væru að
horfa í einhvers konar afbak
aðan spegil þegar þeir skoðuðu
menningarlíf Bandaríkjanna. Einn
helsti rithöfundur þar, Vladimir
Nabokov, var fæddur í Rússlandi
en hafði flúið þaðan í byltingunni.
Helsta söngvaskáldið, Bob Dylan,
var af rússneskum gyðingaættum
og einn fremsti málarinn, Mark
Rothko, var fæddur í rússneska
keisaradæminu. Og kvikmynda
hetjurnar Marlon Brando, James
Dean og Marilyn Monroe léku hlut
verk sín að rússneskum sið.
Rússar eru fyrirferðarmiklir hér á
landi í vetur. Að vanda má sjá rúss
neskar kvikmyndir í MÍR á sunnu
dögum á Hverfisgötu 105 og að auki
voru nýlega rússneskir dagar í Bíó
Paradís og rússnesk kvikmyndahá
tíð stendur yfir í allan vetur í Bæjar
bíó í Hafnarfirði. Fyrir þá sem vilja
dýpka sig enn meir má hins vegar
óhikað mæla með hinni nýútkomnu
bók Leikhús nútímans: Hugmyndir
og hugsjónir, eftir Trausta Ólafsson.
Þýskaland gegn Rússlandi
Bókin rekur meginatriði leikhús
sögu Vesturlanda frá því um miðja
19. öld, en þegar fer að nálgast alda
mótin 1900 verða Rússar æði fyr
irferðamiklir. Í raun má segja að
fyrstu 100 árin hér færist sjónar
hóllinn á víxl á milli Þýskalands
og Rússlands, en bæði ríkin voru á
þessum tíma að sækja í sig veðrið á
kostnað hinna gömlu heimsvelda
Bretlands og Frakklands.
Bók Trausta fjallar um leikhús
fremur en leikskáld, en eigi að síð
ur fær Tsjekhov sinn eigin kafla, svo
mikil tímamót þóttu leikrit hans
vera. Á laugardaginn sýnir Bæjarbíó
einmitt mynd byggða á verki hans.
Það var þó ekki aðeins í leikritun
sem Rússar voru á þessum tíma
punkti uppteknir við að finna upp
20. öldina, því leikstjóri Tsjekhovs,
Stanislavskí, var að þróa kerfi sitt
sem svo mjög átti eftir að móta leik
listina. Felst hún í sem stystu máli
sagt í að leikarinn kafi ofan í sálarlíf
persónu sinnar og setji sig að öllu
leyti inn í hugarfar hennar í stað
þess að leika aðeins þau atriði sem
birtast á sviðinu.
Stalín herðir tökin
Vinur og keppinautur Stanislavskí,
Mejerhold, var á öndverðum meiði.
Á meðan Stanslavskí vildi að leik
urinn yrði sem næst raunveruleik
anum vildi Mejerhold þvert á móti
að leikhúsið væri sem leikhúsleg
ast. Áhorfandinn átti ekki að gleyma
því hvar hann væri staddur, og er
það í ætt við hugmyndir Þjóðverjans
Brecht sem kom fram nokkru síðar.
Bæði Stanislavskí og Mejerhold
var hampað af kommúnistum á
þeirri listrænu gullöld sem átti sér
stað í Rússlandi fyrsta áratuginn
eftir byltingu, á sama tíma og Eisen
stein var að leggja sitt af mörkum til
kvikmyndalistarinnar. Hugmyndir
Stanislavskí höfðu mikil áhrif á þá
stefnu sem brátt var allsráðandi
í Ráðstjórnarríkjunum, sósíalískt
raunsæi. En eftir því sem Stalín fór að
herða tökin á 4. áratugnum áttu lista
menn æ erfiðara uppdráttar. Mejer
hold var tekinn af lífi árið 1940 vegna
upploginna saka um að hafa njósnað
fyrir Þjóðverja, en Stanislavskí tókst
að verða ellidauður tveim árum fyrr.
Rússneska vorið í listum varð brátt
að rússneskum vetri.
Rússneskur Bandaríkjaforseti
Svo undarlega vildi þó til að einn læri
sveina Stanislavskí, leikarinn Mikhaíl
Tsjekhov (og bróðursonur leikrita
skáldsins) tókst með naumindum að
flýja Sovétríkin árið 1928 og kom sér á
endanum fyrir í Bandaríkjunum, þar
sem hann lék meðal annars í mynd
um Hitchcock. Fyrst og fremst varð
hann þó leiklistar kennari og meðal
nemenda hans var Marilyn Monroe.
Skóli hans, ásamt útgáfu bókarinn
ar Líf í listum eftir Stanislavskí, sem
hafði fyrst verið gefin út á ensku árið
1924 í tengslum við Bandaríkjaheim
sókn hans þá, áttu mikinn þátt í að
vinna hugmyndum rússneska leik
stjórans fylgi vestra. Þegar svo Ber
tolt Brecht flutti til Bandaríkjanna
árið 1941 kvartaði hann undan því
að allir þar léku eins og Rússar.
Kerfi Stanislavskí var undir
staða „Method“ aðferðarinnar, sem
Lee Strassberg kenndi þegar hann
stofnaði hið fræga Actor‘s Studio í
New York árið 1947. Þar lærðu þeir
James Dean, Marlon Brando og
Montgomery Clift sitt fag og áttu
eftir að gerbreyta kvikmyndaleik
um miðbik aldarinnar. Margir af
helstu leikurum Hollywood síðan,
svo sem Robert DeNiro og Dustin
Hoffman, hafa kennt sig við kerf
ið. Einn helsti iðkandi þess í dag
er Daniel DayLewis, en sagt er
að allan þann tíma sem á tökum
myndarinnar Lincoln stóð hafi
hann aldrei brugðið gervi, hvorki
fyrir framan myndavélarnar né
aftan. Svo undarlega vill því til að
þegar þessi breskírski leikari leikur
Bandaríkjaforseta gerir hann það
með rússneskum aðferðum.
Rússar sigra heiminn
Samkeppni Rússa og Þjóðverja á öðr
um vettvangi endaði með tveimur
heimsstyrjöldum sem lögðu Þýska
land í rúst og lokuðu Rússa af frá
umheiminum áratugum saman.
Ekki síður voru það þó ofsóknir yf
irvalda sem unnu tjón á menningar
lífi þjóðanna. Valdataka nasista gerði
út af við hinn blómlega kvikmynda
iðnað og leikhúslíf Weimar tímans og
hrakti marga af helstu listamönnun
um, svo sem Fritz Lang og Marlene
Dietrich, til Bandaríkjanna. Svipað
var uppi á teningunum í Sovétríkjun
um í valdatíð Stalíns.
Þýskur kvikmyndaiðnaður hefur
aldrei fyllilega aftur náð fyrra flugi,
en leikhúslíf þar í landi er í mikl
um blóma og er Brecht enn í há
vegum hafður sem og aðferð hans
að nota leiksviðið sem pólitískan
vettvang þar sem áhorfendur eiga
ekki að hrífast af leikhúsinu held
ur taka afstöðu til þess. Það er þó
kerfi Rússans Stanislavskí sem sigr
aði allan heiminn með viðkomu í
Hollywood. n
n Teygðu sig til Hollywood og til Reykjavíkur
Valur Gunnarsson
blaðamaður skrifar
Beittu rússneskum
aðferðum Fyrst og
fremst varð Stanislavskí þó
leiklistarkennari og meðal
nemenda hans var Marilyn
Monroe og Marlon Brando.
Þungir textar en mild melódía
„Sérstaklega lagið Songs for
Sharon með Joni Mitchell þar sem
hún lýsir vonbrigðum og leiðindum
og pirringi.“
Bloggaði um ferðalagið
Til að fjármagna útgáfu plötunnar
brá Adda á það ráð að ferðast á putt
anum hringinn í kringum landið
og halda tónleika í ýmsum bæjar
félögum. Fólk lagði Öddu svo lið við
útgáfuna með því að styrkja hana í
gegnum vefsíðuna Karolinafund.
„Þetta ferðalag var mín leið til að
auglýsa þessa söfnun. Bæði sagði ég
frá plötunni og söfnuninni á tón
leikum og þeim sem gáfu mér far en
svo tók ég líka mikið af myndum og
bloggaði um ferðina.“
Á leið sinni um landið heimsótti
Adda fjölmörg bæjarfélög og hélt
stofutónleika heima hjá vinum og
vandamönnum þar sem hún spilaði
lög af nýju plötunni.
„Það var búið að plana tónleik
ana áður, en ég var ekki með ná
kvæmar dagsetningar því ég gat
aldrei vitað hvað ég yrði lengi á
leiðinni.“
Aðspurð segir Adda það hafa
verið mikið ævintýri að ferðast á
puttanum.
„Það var alveg æðislegt. Ég var
rosalega heppin og ef ég þurfti að
bíða lengi eftir fari þá var ég eig
inlega bara fegin að fá að vera úti í
náttúrunni. Það var algengt á Vest
fjörðum og Norðausturlandi því þar
er lítið um umferð.“
Skar lax á götunni
Ferðalagið hófst í lok ágúst og stóð
yfir í þrjár vikur en fyrstu tónleikarn
ir voru í Flatey.
„Ég ferðaðist hringinn í kringum
landið en fór líka Vestfirðina. Ég fór
með gítarinn innpakkaðan í plast,
því það var svo mikil rigning allan
tímann, og svo var ég með 70 lítra
göngubakpoka með mér. Þetta var
mjög fyndin sjón, fólk skildi ekki al
veg hvað ég var að pæla. Sérstaklega
ef ég var búin að sitja á einhverri
heiði í kannski tvo tíma með draslið
mitt þegar fólk kom að,“ segir hún og
bætir við að á ferðalaginu hafi hún
lent í ýmsum ævintýrum.
„Einu sinni var ég á Dynjandis
heiði fyrir vestan og var að skera lax
á götunni þar sem ég gat ekki farið
frá veginum af því að ég vildi fá far.
Svo komu austurrískir ferðamenn
á jeppa sem ráku upp stór augu og
spurðu hvað ég væri eigin lega að
gera. Ég var akkúrat í miðjum skurði
þegar þau komu og missti laxinn að
eins niður á malarveginn. Þetta er
rosalega hrein, falleg, rauð möl svo
það truflaði mig ekki neitt, ég var
náttúrulega orðin samvaxin vegin
um eftir þetta ferðalag, svo ég bauð
þeim lax. Þau störðu bara á mig og
sögðu kurteislega „Nei, takk.“ Þeim
fannst ég nett skrýtin en þau voru
nú samt til í að gefa mér far,“ segir
Adda og hlær.
Spennt fyrir næstu plötu
„Ég er strax byrjuð að rifja upp öll
lögin sem komust ekki á plötuna og
er aðeins byrjuð að spila þau, svo
mig langar bara að byrja að semja.
Flest lögin eru frá árinu 2009 og
þegar maður er búinn að vera með
eitthvert verkefni svona lengi þá er
mjög gott að losna við það því þá
myndast pláss fyrir nýja sköpun,“
segir Adda aðspurð hvað nú taki við.
„Næst á dagskrá er að skipu
leggja útgáfutónleikana og auglýsa
plötuna. Þeir verða á KEX Hostel
þann 14. desember og auk þess verð
ég með tvo aðra tónleika í desem
ber. Svo er það bara að hefja vinnu
við næstu plötu og ég get eiginlega
ekki beðið.“ n
n Hefur vinnu við næstu plötu
Puttaferðalangur
Adda ferðaðist á putt-
anum í þrjár vikur og
hélt tónleika um allt
land. Mynd SigtRygguR ARi