Fréttablaðið - 06.02.2015, Page 6
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÍSLENSK HÖNNUN
1 par - kr. 1.969
LANDINN
ÍSLENSKIR ULLARSOKKAR
HLÝIR, ÞÆGILEGIR OG ENDINGAGÓÐIR
FÁST LOKSINS Í VERSLUNUM HAGKAUPS
SMÁRALIND / SKEIFAN / KRINGLAN
SELFOSS / AKUREYRI
ORKUMÁL Landsvirkjun hefur hann-
að nýjan kost til hliðar við Norð-
lingaölduveitu, en hún hefur verið
gríðarlega umdeild vegna nálægðar
við núverandi friðlandsmörk Þjórs-
árvera og áhrifa á fossaröð neðar í
ánni. Kjalölduveita, eins og hún er
kölluð, er meðal þeirra virkjana-
kosta sem Orkustofnun sendi inn til
verkefnastjórnar 3. áfanga ramma-
áætlunar í janúar. Norðlingaöldu-
veita er á sínum stað meðal þeirra
virkjanakosta sem sendir voru verk-
efnisstjórninni, en með þeirri breyt-
ingu þó að verkhönnuninni hefur nú
verið breytt þannig að lónið hefur
verið lækkað frá því sem það áður
var.
Á gögnum Orkustofnunar sést að
Kjalölduveita er sett fram sem val-
kostur við Norðlingaölduveitu, en
þar segir orðrétt: „Kjalölduveita
getur komið í stað Norðlingaöldu-
veitu en hagkvæmni er minni […]
Þannig er lón veitunnar fært neðar
í Þjórsá frá friðlandsmörkunum og
flatarmál lónsins lækkað niður í
55% af því sem áður var fyrirhug-
að með Norðlingaölduveitu.“
Stefán Gíslason, formaður verk-
efnisstjórnar rammaáætlunar, seg-
ist lítið geta sagt um þessar hug-
myndir. Hann hafi aldrei heyrt á
Kjalölduveitu minnst fyrr en verk-
efnastjórn barst listi Orkustofnun-
ar á dögunum. Spurður hvort fjallað
verði um Kjalölduveitu á þeim tíma
sem er til að dreifa, en skila á ráð-
herra tillögum um flokkun virkj-
unarkosta á næsta ári, segir Stef-
án: „Sé þetta ný hugmynd eða mjög
breytt útfærsla á Norðlingaöldu-
veitu verður væntanlega fjallað um
þetta. Annars ekki.“
Í skriflegu svari Landsvirkjunar
kemur fram að báðar tillögurnar,
Norðlingaölduveita og Kjalölduveita,
Nýr virkjunarkostur
í stað Norðlingaöldu
Landsvirkjun hefur kynnt tvær nýjar hugmyndir frá 2. áfanga rammaáætlunar
– breytta Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu. Báðar hugmyndirnar þýða lægri
lónhæð og minni umhverfisáhrif, segir Landsvirkjun.
ÞJÓRSÁRVER Svæðið hefur verið bitbein um áratuga skeið vegna hugmynda um
orkunýtingu og verndarsjónarmiða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tilgangur Kjalölduveitu er að veita vatni úr Þjórsá yfir í Þórisvatn til að
auka orkuframleiðslu raforkukerfisins. Þjórsá er stífluð norðvestan við
Kjalöldur, en mesta hæð Kjalöldustíflu er 28 metrar. Þar myndast lón er
nefnist Kjalöldulón með yfirfallshæð 555 metra yfir sjávarmáli. Stærð
lónsins er að jafnaði um 2,7 ferkílómetrar. Vatni er miðlað í Þórisvatn
þaðan sem það rennur í gegnum allar virkjanir neðar á Tungnaár-Þjórsár-
svæðinu sem gefa þar með 44 megavött til viðbótar.
Í nóvember 2004 var lokið við verkhönnun Norðlingaölduveitu fyrir
lónhæð 566-567,5 metra yfir sjávarmáli. Með Kjalölduveitu er lónið fært
neðar í ána frá friðlandsmörkum og lækkað niður í vatnsborðshæð 555 m
yfir sjávarmáli en þá minnkar flatarmál þess niður í 55% af því sem áður
var fyrirhugað að vetrarlagi við 567,5 m yfir sjávarmáli.
KJALÖLDUVEITA MYNDI GEFA 44 MEGAVÖTT
NEYTENDAMÁL Síminn hefur beðist
velvirðingar á framsetningu auglýs-
ingar sinnar í kjölfar þess að Fjar-
skipti hf., móðurfélag Vodafone,
sendi Neytendastofu í gær kvörtun
vegna auglýsingar Símans.
Í kvörtuninni var kvartað undan
útvarpsauglýsingu Símans þar sem
fullyrt er að Vodafone hafi slökkt á
hliðrænum útsendingum RÚV og að
70,6% landsmanna segi Sjónvarp
Símans standa helsta keppinautn-
um, Vodafone, framar.
Í kvörtun Fjarskipta kom fram
að fullyrðingar í auglýsingu Sím-
ans séu rangar og villandi. Jafn-
framt kemur fram í kvörtuninni að
fullyrðinguna beri að banna og að
Síminn hafi gerst brotlegur við lög.
Í tilkynningu frá Símanum sem
fylgdi í kjölfarið kemur fram að
mistök hefðu verið að vísa til 70,6%
landsmanna heldur hefði átt að vísa
til viðmælenda í skoðanakönnun
gerðri fyrir Símann. Í tilkynningu
biðst Síminn velvirðingar á fram-
setningunni og mun breyta auglýs-
ingunum. - srs
Viðurkenna að hafa haft uppi rangar fullyrðingar í útvarpsauglýsingum:
Síminn sér eftir auglýsingum
SÍMINN Síminn mun breyta framsetn-
ingu auglýsinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FLJÓTSDALSHÉRAÐ Hallormsstaða-
skóli verður ekki starfræktur frá
og með næsta hausti.
Fram kom í bæjarstjórn Fljóts-
dalshéraðs þar sem ákvörðun um
þetta var tekin að þrátt fyrir að
Hallormsstaðaskóli eigi farsæla
sögu frá árinu 1967 hefði börnum
í skólahverfinu fækkað stöðugt og
sum þeirra sæki aðra skóla.
„Nemendur Hallormsstaðaskóla
fylla á skólaárinu 2014-2015 aðeins
einn tug. Þar sem ekki eru vísbend-
ingar um breytingar á þessari þróun
er það mat þeirra sem að skólanum
standa, það er sveitar félaganna
Fljótsdalshéraðs og Fljótsdals-
hrepps, að ekki séu lengur forsend-
ur fyrir að skólahaldi í Hallorms-
staðaskóla verði haldið þar áfram,“
segir í bókun bæjarstjórnar.
„Maður getur ekki varist því
að hugsa út í það hvort bæjaryfir-
völd hér hafi með einhverjum
hætti brugðist skólanum og íbúum
á svæðinu,“ sagði Stefán Bogi
Sveinsson, einn fulltrúa minni-
hluta Framsóknarflokks, þegar
bæjarstjórn ræddi málið. - gar
Endi bundinn á sögu barnaskóla í Hallormsstað í haust eftir 48 ára starf:
Of fá börn í Hallormsstaðaskóla
HALLORMSSTAÐASKÓLI Nemendum hefur fækkað mjög hratt undanfarin ár.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
AL
LI
eru nýjar hugmyndir frá 2. áfanga
rammaáætlunar og þar tekið tillit
til athugasemda verkefnastjórnar-
innar. Lónið hefur verið lækkað og
við það minnkar flatarmál þess við
hæstu rekstrarhæð um nær helm-
ing eða í um 53% af því sem áður
var fyrirhugað að vetrarlagi, „sem
tryggir að Norðlingaölduveita hefur
engin áhrif á Eyvafen eða Þjórsár-
ver. Kjalölduveita er ný hugmynd og
annar valkostur við Norðlingaöldu-
veitu, en í þeirri tillögu hefur lónið
verið fært um þrjá kílómetra neðar í
Þjórsá frá friðlandsmörkum.“
svavar@frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti sam-
hljóða í gær að fela bæjarstjóra að
taka upp viðræður við ríkið sem
miðuðu að því að bærinn fái fullt
forræði yfir húsnæði St. Jósefs-
spítala. Fasteignir ríkisins aug-
lýstu húseignirnar til sölu, en
ekki bárust viðunandi kauptil-
boð í eignirnar, segir á heima-
síðu Hafnarfjarðarbæjar. Í dag er
St. Jósefsspítali í Hafnar firði að
einum sjötta hluta í eigu bæjarins
á móti eignarhaldi ríkisins. - shá
Spítalinn selst ekki:
Vilja forræði
yfir St. Jósefs
1.506 ferkílómetrar lands eru þaktir
birkiskógum á Íslandi, eða 1,5%
landsins.
SVONA ERUM VIÐ
VIÐSKIPTI Gildi lífeyrissjóður
keypti tíu milljónir hluta í Marel
í gær.
Miðað við gengi hluta í Marel
við lokun markaða, sem var 145
krónur á hlut, er heildarverð-
mæti viðskiptanna 1,45 milljarðar
króna. Viðskipti með bréf í Marel
í Kauphöll Íslands námu í heild
3,7 milljörðum króna og hækkaði
gengi bréfa um 0,69 prósent.
Marel birti ársreikning í fyrra-
dag. Þar kemur fram að tekjur
ársins 2014 námu 712,6 milljónum
evra, um 107 milljörðum króna, og
hækkuðu um 7,7% frá fyrra ári,
þegar þær voru 661,5 milljón evra.
Hagnaður á árinu 2014 nam 11,7,
milljónum evra, eða 1.755 milljón-
um króna. Hann var 20,6 milljónir
árið á undan.
Í afkomutilkynningu kom fram
að stjórn Marel myndi leggja til að
hluthafar fengju samtals greiddar
um 525 milljónir króna í arð.
- jhh
Gildi keypti bréf í Marel fyrir 1,5 milljarða króna:
3,7 milljarða velta
FORSTJÓRINN Árni Oddur Þórðarson var ánægður með síðasta ársfjórðung, enda
hefur sala aldrei verið meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
2
-2
5
B
8
1
7
F
2
-2
4
7
C
1
7
F
2
-2
3
4
0
1
7
F
2
-2
2
0
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K