Fréttablaðið - 06.02.2015, Síða 20
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Við Íslendingar erum öll
saman kóngar. Við búum á
eyju, við höfum í fermetr-
um meira pláss en flest allir
aðrir í heiminum og við
erum sjálfhverf. Við tökum
pláss, við viljum eiga land-
skika, við viljum vera sjálf-
stæð. Við viljum vera frjáls.
Margir hverjir hafa í áranna
rás lofsamað skáldsagna-
persónuna Bjart í Sumar-
húsum sem setur sjálfstæð-
ið og frelsið hærra öllum
öðrum gildum, og gengur
ansi langt til að ná markmið-
um sínum. En hvað kostar
þetta frelsi hans? Það kostar manns-
líf og það kostar lífsgæði margra, og
þá er spurningin, hvaða gildi eiga að
koma fyrst? Óskert frelsi og sjálf-
stæði, eða mannúð? Margir virðast
missa af því að sennilega hefur Hall-
dór Laxness skrifað þennan mann
með kaldhæðnislegum grunntóni
enda missir Bjartur allt sitt.
Hugmyndir margra um
frelsi tengjast hugmyndum
um ameríska drauminn.
Ameríski draumurinn varð
til á 19. öld með miklum inn-
flytjendastraumi til Banda-
ríkjanna í leit að betra lífi,
þar sem til var gras í haga
og möguleikar fyrir flesta,
þar sem hægt var að rísa úr
fátækt í velsæld með dugn-
aði og vinnusemi. Í ameríska
draumnum óma orð Sjálf-
stæðisyfirlýsingar Banda-
ríkjanna frá 1776 um að allir
menn séu skapaðir jafnir.
Samkvæmt þessum orðum
eigum við öll jafna möguleika og
getum öll komist jafn langt. En er það
í raun svo? Ég vil benda á ástandið
í landi ameríska draumsins, Banda-
ríkjunum. Stéttaskipting eykst frá ári
til árs og það er nær ómögulegt fyrir
fátækan einstakling að færast yfir í
miðstétt, hvað þá í yfirstétt auðugra.
Ameríski draumurinn er þar með
molnaður, dauður, grafinn. Samt er
hann enn nýttur í pólitískum tilgangi
þar sem ríkir vilja enn frekari mögu-
leika til að verða ríkari, þar sem þeir
vilja deila minna og minna með sér.
Og þetta kallast þar „frelsi“. En er
það frelsi þegar flestir fæðast inn í
samfélagsstétt og halda sig að öllum
líkindum þar í gegnum ævina? Þar
sem örlög þín ákvarðast við fæðingu?
Dr. Martin Luther King jr. sagði að
enginn væri frjáls fyrr en allir væru
frjálsir, og ég er því sammála. Hvar
er hreyfanleikinn sem ameríski
draumurinn snýst um? Ef menntun
kostar blóðprís mun aðeins yfirstétt-
in geta menntað sig og í nútímasam-
félagi er menntun nánast nauðsynleg
til að komast í áhrifamiklar stjórn-
unarstöður og þannig er staðan í
Bandaríkjunum. Ef heilbrigðiskerf-
ið verður einkavætt mun skapast
stéttaskipting í gæðum læknisþjón-
ustu, þeir ríku fá betri lækningu en
hinir. Er það frelsi, og ef svo er, frelsi
hverra?
Ég vil skilja á milli tveggja hug-
mynda um frelsi. Á milli frelsis til og
frelsis frá. Hugmyndin um frelsi til
snýst um að hinir ríku fái frelsi til að
verða ríkari og gefa minna til sam-
félagsins. Frelsi frá snýst um að allar
manneskjur njóti frelsis frá fátækt
og eymd þar sem allar manneskjur
hafa jafna möguleika. Í samfélögum
þar sem menntakerfið og heilbrigðis-
kerfið er opinbert og niðurgreitt hafa
flestar manneskjur möguleika á að
færa sig á milli stétta, þar getum við
verið jöfn. Svona hefur ástandið verið
árum saman í Skandinavíu og því
legg ég til að endurnefna ameríska
drauminn skandinavíska drauminn.
Ísland á tímamótum
Ísland er á tímamótum. Fjöldinn
allur af ungu fólki vill flytja á brott
því það hræðist framhaldið. Marg-
ir sem eru nýskriðnir úr námi eru í
barneignahugleiðingum og eiga erf-
itt með að sjá fyrir sér góða fram-
tíð þar sem hagsmunir þeirra rík-
ustu fá að ráða öllu. Þetta land þarf
þessa kynslóð og hún er á förum. Því
miður hefur það verið svo að íslensk-
ir kjósendur kjósa með gleraugum
ameríska draumsins þá flokka sem
munu þjóna þeim þegar þeir kom-
ast á leiðarenda í velmegun og ríki-
dæmi. Þetta gerir það að verkum
að þessi leiðarendi fjarlægist með
öruggum takti. Hvort viljum við
aukna stéttaskiptingu og aukið bil á
milli ríkra og fátækra þar sem hinir
ríku verða ríkari og eymdin eykst
meðal hinna fátæku eins og í Banda-
ríkjunum, eða jöfnuð þar sem allir
geta unnið sig upp og látið drauma
sína rætast, eins og í Skandinavíu?
Það er augljóst hvert ríkisstjórnin
stefnir með okkur. Kæri kjósandi,
kæri pólitíski kraftur, kæri aktivisti,
þetta er í þínum höndum. Hvernig
samfélag viltu skapa?
Hvað viltu mér með þetta frelsi þitt?
SAMFÉLAG
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
B.A. í heimspeki og
alþjóðafræðinemi
við Óslóarháskóla
og Freie Universität
í Berlín
➜ Ég vil skilja á milli
tveggja hugmynda um frelsi.
Á milli frelsis til og frelsis frá.
Samfélagsleg ábyrgð
íslenskra fyrirtækja og
stofnana á ekki aðeins að ná
til þeirra sem hér búa hverju
sinni heldur ber okkur sem
einni ríkustu þjóð veraldar
einnig að stuðla að framþró-
un annars staðar – sér í lagi
þar sem neyðin er sárust.
Samkvæmt nýrri skýrslu
Oxfam á eitt prósent jarðar-
búa nálega helming auðs
veraldar og tuttugasti hluti
á 95 prósent eignanna. Því
miður er fátækt enn útbreidd eins og
raunin er víða í Afríku. En rannsókn-
ir sýna að í baráttunni gegn fátækt
bítur menntunin best – með menntun
fær fólk tæki til að berjast úr örbirgð
til bjargálna.
Í viðleitni til að leggja þeirri
grundvallarbaráttu lið ræðst Háskól-
inn á Bifröst nú í það verkefni að
flytja námskeiðið „Máttur kvenna“
út til Tansaníu og veita efnalitlum
konum í þorpinu Bashay í Norður-
Tansaníu ókeypis menntun. Mark-
miðið er að búa þær tækjum til að
koma auga á viðskiptatækifæri í nær-
umhverfi sínu og færni til að koma
þeim í framkvæmd. Rannsóknir sýna
ótvírætt að besta leiðin til að draga
úr vannæringu barna er að mennta
mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýtur
góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir
hag heimilisins, veitir aðgang að heil-
brigðisþjónustu og umfram allt stuðl-
ar að menntun barna sem er
lykillinn að árangri til fram-
tíðar.
Styrkjum konurnar á
heimavelli
Nálega þúsund íslenskar
konur hafa farið í gegnum
námskeiðið Máttur kvenna
sem Háskólinn á Bifröst
hefur haldið úti í áratug
en því er ætlað að skóla
konur til aukinnar þátttöku
í nýsköpun og atvinnuupp-
byggingu. Samkvæmt endurmati
íslensku kvennanna styrkti nám-
skeiðið þær verulega sem einstak-
linga, starfsmenn, frumkvöðla og
atvinnurekendur.
Hlutverk Háskólans á Bifröst er
að mennta samfélagslega ábyrga
leiðtoga og endurspeglast sú áhersla
í Mætti kvenna. Og nú þegar áratug-
ar reynsla er komin á þessa aðferð
viljum við veita fleirum álíka tæki-
færi og prófa verkefnið í Afríku, þótt
aðstæður séu vissulega öðruvísi og
kennsluna þurfi að laga að háttum
heimamanna.
Valið á Bashay í Tansaníu kemur
til vegna tengsla minna við þorpið.
Þar hef ég búið og rekið fyrirtæki
í ferðaþjónustu (Tanzanice Farm)
sem hefur skapað fjölda starfa fyrir
heimamenn. Þau tengsl sem þar hafa
skapast nýtast við að ná sem bestum
árangri við yfirfærslu verkefnisins.
Til að undirbúa fyrsta námskeið-
ið í Tansaníu núna í apríl kemur ung
kona, Resty, frá Tansaníu til Íslands
og dvelur hér í 7 vikur. Hún mun fá
handleiðslu hjá kennurum Háskól-
ans á Bifröst sem munu kynna
fyrir henni verkefnið og aðferða-
fræði þess. Resty mun í framhald-
inu aðstoða kennarana sem fara til
Tansaníu við að miðla námsefninu
til kvennanna og taka þátt í hand-
leiðslu verklegrar þjálfunar. Þetta
skemmtilega verkefni felur í sér sam-
starf ólíkra heima, frumkvæði og
gagnkvæma virðingu þar sem þátt-
takendur munu læra hver af öðrum.
Til verkefnisins í Bashay legg-
ur Háskólinn á Bifröst fram kenn-
ara og umsýslu heima fyrir. En við
getum þetta ekki ein. Og leitum því
til Íslendinga. Mikilægt er að fá
fyrir tæki og einstaklinga til liðs við
okkur og styrkja verkefnið. Tanz-
anice Farm, Íslandsbanki og Bern-
hard Laxdal hafa þegar boðið fram
stuðning og við eigum í viðræðum við
fleiri góð fyrirtæki. En við vonum að
fleiri fyrirtæki og einstaklingar vilji
leggja málinu lið.
Máttur kvenna til Tansaníu
MENNTUN
Anna Elísabet
Ólafsdóttir
aðstoðarrektor
Háskólans á Bifröst
➜ Hlutverk Háskólans á
Bifröst er að mennta sam-
félagslega ábyrga leiðtoga
og endurspeglast sú áhersla
í Mætti kvenna.
Skattrannsóknarstjóri
hefur undanfarið verið
áberandi í fjölmiðlum
vegna stolinna gagna
sem hann hyggst kaupa
að utan og geta hugsan-
lega upplýst um skatt-
svikara sem geyma fé
í skattaskjólum þar.
Svona fregnir fylla
mann bjartsýni á að
raunverulega eigi nú
að virkja skatteftirlit í land-
inu þannig að ekki bara sumir
heldur allir standi skil til sam-
félagsins á því sem þeim ber.
Það vekur hins vegar furðu
að skattyfirvöld í landinu skuli
ekki sjá skóginn fyrir trján-
um í þessum efnum og hefja
vinnslu á þeim gögnum sem
fyrir liggja á heimavelli áður
en farið er að æða til útlanda í
leit að skattsvikurum. Emb-
ættismenn ríkisins, þ.m.t. þeir
sem eiga að fylgja eftir skatt-
eftirliti, búa ásamt öðrum að
gríðarlegu skattaskjóli innan-
lands. Hér er um að ræða dag-
peningagreiðslur vegna ferða á
vegum vinnuveitenda en heim-
ilt er að færa kostnað á móti
þeim undan tekjuskattstofni að
uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um og að ákveðnu hámarki sem
nemur tugum þúsunda fyrir
hvern ferðadag.
Meðal skilyrða er að um sé
að ræða tilfallandi ferð utan
venjulegs vinnustaðar og að um
sé að ræða kostnað sem sann-
anlega er vegna ferða á vegum
vinnuveitanda. Þrátt fyrir
þetta líða skattyfirvöld að þeir
aðilar sem njóta færi í flest-
um tilfellum hámarksfjárhæð
til frádráttar án þess að hafa
orðið fyrir kostnaði nema að
litlu eða engu leyti og njóta því
skattfrelsis á þessar greiðslur.
Í raun er rangt að kalla þetta
skattfrelsi því hér er auðvitað
um að ræða undanskot í víðasta
skilningi þó þau séu stunduð
með vitund og blessun skatt-
yfirvalda. Nú hafa skattyfir-
völd hnykkt á reglum um þessa
hluti og gera þeim einum sem
stunda eigin atvinnurekstur að
skila inn gögnum í samræmi
við frádrátt.
Hvers vegna aðilar eru
dregnir í dilka hvað þetta varð-
ar liggur í augum uppi – sumir
eiga að komast upp með það
sem öðrum er ekki ætlað og
þar hugsa þessir aðilar fyrst
og fremst til eigin hagsmuna.
Það þarf ekki margar háskóla-
gráður til að sjá hvers vegna
þessi skattsvik eru látin átölu-
laus í ljósi þess hverjir njóta og
af hverjum sá samtryggingar-
hópur sem þeir tilheyra saman-
stendur. Flugliðar í millilanda-
flugi njóta þess einnig að fá að
stunda þessi skattsvik jafnvel
þó ferðir þeirra séu ekki tilfall-
andi utan venjulegs vinnustað-
ar sem hlýtur eðli málsins sam-
kvæmt að vera flugfarið sjálft.
Ekki traustvekjandi
Er ekki tímabært að skattyfir-
völd uppræti hin leyndardóms-
fullu skattaskjól innanlands
jafnframt þeirri útrás sem nú
liggur fyrir? Þingmenn hafa
almennt engan áhuga á að beita
sér fyrir breytingum á núver-
andi fyrirkomulagi enda hegg-
ur það í þeirra eigin hagsmuni.
Ég átti samtal við formann
efnahags- og viðskiptanefnd-
ar Alþingis um skattaskjól
í útlöndum fyrir nokkru en
áhugi hans á upprætingu skatt-
svika dó algjörlega þegar sam-
talið fór inn á hin innlendu
skattaskjól.
En verði hin stolnu gögn
keypt frá útlöndum, hver á þá
að hafa eftirlit með að skatt-
yfirvöld grisji ekki úr þeim
aðila sem þeim er þóknanlegt
að sleppi undan rannsókn?
Skattyfirvöld hafa sýnt í verki
að þeim er ekki treystandi til
að opna slíkar upplýsingar án
eftirlits frá almennum þegn-
um sem valdir yrðu handa-
hófskennt úr Þjóðskrá. Það er
ekki beint traustvekjandi að
láta ríkisskattstjóra eða skatt-
rannsóknarstjóra eina um að
opna þessi gögn í einrúmi í
ljósi þess hvernig þessir aðilar
hafa liðið elítunni í landinu að
svíkja undan í gegnum dagpen-
ingagreiðslur gegnum tíðina.
Hvernig hafa æðstu embættis-
menn skattyfirvalda talið fram
þær dagpeningagreiðslur sem
þeir hafa notið? Hafa þeir fært
undan tekjuskattstofni meira
en sannanlega er kostnaður,
jafnvel hámarksfjárhæð án
heimilda? Er ekki rétt að þessir
aðilar taki ærlega til í eigin
ranni áður en þeir flengjast til
útlanda á skattsviknum dag-
peningum til að elta uppi aðra
skattsvikara?
Hin leyndardóms-
fullu skattaskjól
➜ Hvers vegna aðilar
eru dregnir í dilka
hvað þetta varðar
liggur í augum uppi –
sumir eiga að komast
upp með það sem
öðrum er ekki ætlað
og þar hugsa þessir
aðilar fyrst og fremst
til eigin hagsmuna.
Hvernig má það vera? Hver gerir
svona? Stundum gerast
greinilega undarlegir hlut-
ir og það jafnvel í dómum
felldum af dómstólum.
Nýlega var byggðasamlagið
Sorpa dæmt til að greiða 45
milljóna króna sekt vegna
misnotkunar á „markaðs-
ráðandi stöðu“. Í lögum um
úrgang nr. 55 frá árinu 2003
segir að sveitarfélög skuli
sjá um að starfræktar séu
söfnunar- og móttökustöðv-
ar fyrir allan úrgang sem
fellur til í sveitarfélaginu.
Heimilt er að gera það í
samvinnu við önnur sveitarfélög og
einmitt þess vegna var Sorpa stofn-
uð fyrir um 25 árum.
Sorpa hefur sinnt þessari lög-
bundnu skyldu fyrir átta sveitarfé-
lög á höfuðborgarsvæðinu, en þau
eru nú sjö, eftir sameiningu sveitar-
félagsins Álftaness og Garðabæjar.
Í úrgangslögum er ekki minnst á
samkeppni, heldur er einu stjórn-
valdi, sveitarfélögum, gert að stofna
og reka þjónustufyrirtæki. Þessu
hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur
þessarar þjónustu sé sem hagkvæm-
astur, þjónustuþegum til hagsbóta.
Það er því eðlilegt að eigendur þess-
arar þjónustuveitu, sveitar-
félög, njóti bestu kjara. En
sveitarfélög, það erum við,
íbúar þessa lands. Við höfum
kosið að hafa þetta skipulag.
Meðhöndlun úrgangs er ekki
bara einhver þjónusta, held-
ur grunnþjónusta, sem allir
þurfa á að halda. Löggjaf-
inn hefur staðfest hlutverk
sveitarfélaga með ábyrgðar-
ákvæðum í áðurnefndum
lögum um úrgang.
Svo kom allt í einu Sam-
keppniseftirlitið og taldi að
Sorpa bryti lög um sam-
keppni með því að veita eigendum
sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega
gerði Sorpa athugasemdir við þessa
skoðun og var málinu skotið til dóm-
stóla. Samkeppni hvað? Ef einum
aðila er gert að veita tiltekna þjón-
ustu, hvar er samkeppnin? Sam-
keppni og markaður ríkja þar sem
það á við, og er það vel. Á Íslandi og
reyndar víða í veröldinni er sveitar-
félögum veitt forræði yfir skipulagi
á meðhöndlun úrgangs.
Misskilningur
Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi,
hafa menn reynt að hafa meðhöndl-
un t.d. heimilisúrgangs „á mark-
aði“ eins og það heitir. Hver sem
hafði áhuga gat þá keppt við aðra
um að fá að taka úrgang og nýta sér
til hagsbóta. Það leiddi til ringul-
reiðar og verri þjónustu fyrir íbúa
og var því breytt og sveitarfélögum
veitt forræði yfir skipulagi á með-
höndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki
sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta
sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin,
var sorphirðuþjónustan boðin út, en
í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu
að veita hana og gerir það enn.
Í þessu ljósi er það undarlegt svo
ekki sé meira sagt, að samkeppnis-
yfirvöld og nú dómstóll hér á landi
hafi séð samkeppni þar sem hún er
ekki fyrirhuguð og hafi úrskurð-
að að hefta eigi eðlilegar og hag-
kvæmar vinnuaðferðir. Eigum
við, íbúar sveitarfélaga á þjónustu-
svæði Sorpu, að borga fyrir mis-
skilning þessara aðila, ekki bara
með dýrari þjónustu heldur með
sektargjöldum í ofanálag? Ég vona
að þessi skilningur á samkeppni og
markaðshugsun breiðist ekki út á
kostnað hagkvæmni. Það verður að
leiðrétta þennan misskilning sem
allra fyrst.
Að vera dæmdur fyrir að vinna
vinnuna sína – og vinna hana vel!
DÓMSMÁL
Lúðvík E.
Gústafsson
starfar hjá Sam-
bandi íslenskra
sveitarfélaga og er
íbúi í Reykjavík
FJÁRMÁL
Örn Gunnlaugsson
atvinnurekandi
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
1
-C
C
D
8
1
7
F
1
-C
B
9
C
1
7
F
1
-C
A
6
0
1
7
F
1
-C
9
2
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K