Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 22
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Ebóla, stundum nefnd „African hemorrhagic fever“, er ein fjölmargra blæðingarsóttarveirusýk- inga. Þessar veirusýking- ar hafa ákveðin sameigin- leg einkenni, en samkvæmt Cecil Textbook of Medicine einkennast þessar veirusýk- ingar af viðkvæmum hár- æðum sem geta brostið og valda auðveldlega blæðing- um, sem síðan geta leitt til losts og dauða. Klínísk lýsing á þessum veirusýkingum er mjög svipuð og klínísk lýsing á skyr- bjúg sem einkennist einnig af viðkvæmum háræðum sem geta brostið og valdið blæðingum. Valda miklum blæðingum Flest dýr framleiða sjálf sitt eigið C-vítamín, en maðurinn er ein örfárra dýrategunda sem er ekki fær um það. Sem dæmi framleiðir 70 kg fullvaxta geit meira en 13.000 mg af C-vítam- íni eða yfir 13 grömm á dag og margfalt það magn undir miklu álagi. Hjá manninum margfald- ast þörfin á C-vítamíni einnig undir hvers kyns álagi en þar sem við framleiðum það ekki sjálf verðum við að auka inn- töku þess eða líða ella skort. C-vítamínskortur getur valdið sjúkdómnum skyrbjúg. Fyrstu einkenni skyrbjúgs eru þreyta, kvefsækni, vöðva- og beinverk- ir og blæðingar í húð. Þegar fram í sækir bólgnar tannhold- ið og tekur að blæða úr því. Lokastig sjúkdómsins lýsir sér með öndunarerfið- leikum, þunglyndi, krampa og losti. Allra fyrstu ein- kenni ebólu eru nákvæmlega eins og einkenni skyrbjúgs. Við hefðbundinn skyr- bjúg þróast sjúkdóm- urinn hægt og rólega við stigminnkandi C-vítamínbirgðir lík- amans og deyr sjúk- lingurinn yfirleitt af sýkingum vegna skerts ónæmiskerfis en ekki vegna mikilla blæðinga. Ebóla og aðrar blæðingarsóttar- veirusýkingar eru mun líklegri til að valda miklum blæðingum áður en sýkingar vegna skerts ónæmiskerfis ná sér á strik. Ástæðan fyrir því er sú að blæð- ingarsóttarveirusýkingarnar eyða C-vítamínbirgðum líkamans mjög hratt og að fullu og mynda skyrbjúgseinkenni aðeins fáum dögum eftir smit. Hingað til hefur engin veira reynst ónæm gegn réttum skammti af C-vítamíni sam- kvæmt rannsóknum Roberts F. Cathcart M.D., en hann er einn af frumkvöðlum í notkun á ofur- skömmtum C-vítamíns gegn ýmsum kvillum og læknaði hann m.a. lömunarveiki með C-vítam- íni hjá 60 sjúklingum af þeim 60 sem tóku þátt í rannsókn hans. Annar lyflæknir, Thomas E. Levy M.D., hefur náð góðum árangri með ofurskömmtum af C-vítamíni. Hann er einnig ötull fyrirlesari um virkni C-vítamíns. Fyrirlestrar hans eru aðgengi- legir á youtube: http://www. youtube.com/results?search_ query=thomas+levy. Þegar við tölum um C-vítam- ín til lækninga skiptir skammta- stærðin öllu máli. Áætlaður skammtur af C-vítamíni í tilfelli ebólusmits er um 200-500 grömm af C-vítamíni í æð á sólarhring í nokkra daga eða þar til líkaminn hefur unnið á veirusýkingunni. Dæmi um mátt C-vítamíns í æð má sjá í þættinum 60 minutes „Living Proof“: http://www.you- tube.com/watch?v=VrhkoFcO- MII. En því miður eru fordómar miklir þar sem þetta er bara … C-vítamín. Heimildir: http://exopolitics.blogs.com/ebola- gate/2014/09/-vitamin-c-can-cure- ebola-so-why-are-the-who-and-cdc- creating-a-crisis.html http://doktor.is/grein/c-vitamin http://en.wikipedia.org/wiki/Vitam- in_C http://www.sootoday.com/content/ editorials/details.asp?c=77404 http://www.greenmedinfo.com/blog/ can-vitamin-c-cure-ebola http://www.vitamincfoundation.org/ Dr. Mercola Interviews Dr. Rowen About Ozone Therapy https://www.youtube.com/ watch?v=ouYaU7voBlc#t=136 Er til áhrifarík meðhöndlun við ebólu? HEILBRIGÐISMÁL Magnús Orri Grímsson sjóntækjafræðingur ➜ Allra fyrstu einkenni ebólu eru nákvæmlega eins og einkenni skyrbjúgs. Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeyta- árásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgar- ar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínu- manna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðilegg- ingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 millj- ónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjón- ustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönn- um vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta frið- helgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loft- árásum Ísraels. Í þessum árásum lét- ust 47 manns og mörg hundruð slösuð- ust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir matarað- stoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einn- ig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjár- hagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjár- öflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbygg- ingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjár- stuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygg- ing átt sér stað. Ein af forsend- um þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palest- ínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orð- inn langeygur eftir því að uppbygg- ingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki feng- ið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breyting- ar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísra- els. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með til- heyrandi hörmungum. Staða mála á Gaza HJÁLPARSTARF Birgir Þórarinsson starfar við yfi rstjórn UNRWA, Flótta- mannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna fyrir Palestínu- menn, í Jerúsalem 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -7 9 A 8 1 7 F 2 -7 8 6 C 1 7 F 2 -7 7 3 0 1 7 F 2 -7 5 F 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.