Fréttablaðið - 06.02.2015, Síða 22
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Ebóla, stundum nefnd
„African hemorrhagic
fever“, er ein fjölmargra
blæðingarsóttarveirusýk-
inga. Þessar veirusýking-
ar hafa ákveðin sameigin-
leg einkenni, en samkvæmt
Cecil Textbook of Medicine
einkennast þessar veirusýk-
ingar af viðkvæmum hár-
æðum sem geta brostið og
valda auðveldlega blæðing-
um, sem síðan geta leitt til
losts og dauða. Klínísk lýsing á
þessum veirusýkingum er mjög
svipuð og klínísk lýsing á skyr-
bjúg sem einkennist einnig af
viðkvæmum háræðum sem geta
brostið og valdið blæðingum.
Valda miklum blæðingum
Flest dýr framleiða sjálf sitt
eigið C-vítamín, en maðurinn
er ein örfárra dýrategunda sem
er ekki fær um það. Sem dæmi
framleiðir 70 kg fullvaxta geit
meira en 13.000 mg af C-vítam-
íni eða yfir 13 grömm á dag og
margfalt það magn undir miklu
álagi. Hjá manninum margfald-
ast þörfin á C-vítamíni einnig
undir hvers kyns álagi en þar
sem við framleiðum það ekki
sjálf verðum við að auka inn-
töku þess eða líða ella skort.
C-vítamínskortur getur valdið
sjúkdómnum skyrbjúg. Fyrstu
einkenni skyrbjúgs eru þreyta,
kvefsækni, vöðva- og beinverk-
ir og blæðingar í húð. Þegar
fram í sækir bólgnar tannhold-
ið og tekur að blæða úr því.
Lokastig sjúkdómsins lýsir sér
með öndunarerfið-
leikum, þunglyndi,
krampa og losti.
Allra fyrstu ein-
kenni ebólu eru
nákvæmlega eins og
einkenni skyrbjúgs.
Við hefðbundinn skyr-
bjúg þróast sjúkdóm-
urinn hægt og rólega
við stigminnkandi
C-vítamínbirgðir lík-
amans og deyr sjúk-
lingurinn yfirleitt af sýkingum
vegna skerts ónæmiskerfis en
ekki vegna mikilla blæðinga.
Ebóla og aðrar blæðingarsóttar-
veirusýkingar eru mun líklegri
til að valda miklum blæðingum
áður en sýkingar vegna skerts
ónæmiskerfis ná sér á strik.
Ástæðan fyrir því er sú að blæð-
ingarsóttarveirusýkingarnar
eyða C-vítamínbirgðum líkamans
mjög hratt og að fullu og mynda
skyrbjúgseinkenni aðeins fáum
dögum eftir smit.
Hingað til hefur engin veira
reynst ónæm gegn réttum
skammti af C-vítamíni sam-
kvæmt rannsóknum Roberts F.
Cathcart M.D., en hann er einn
af frumkvöðlum í notkun á ofur-
skömmtum C-vítamíns gegn
ýmsum kvillum og læknaði hann
m.a. lömunarveiki með C-vítam-
íni hjá 60 sjúklingum af þeim 60
sem tóku þátt í rannsókn hans.
Annar lyflæknir, Thomas E.
Levy M.D., hefur náð góðum
árangri með ofurskömmtum af
C-vítamíni. Hann er einnig ötull
fyrirlesari um virkni C-vítamíns.
Fyrirlestrar hans eru aðgengi-
legir á youtube: http://www.
youtube.com/results?search_
query=thomas+levy.
Þegar við tölum um C-vítam-
ín til lækninga skiptir skammta-
stærðin öllu máli. Áætlaður
skammtur af C-vítamíni í tilfelli
ebólusmits er um 200-500 grömm
af C-vítamíni í æð á sólarhring í
nokkra daga eða þar til líkaminn
hefur unnið á veirusýkingunni.
Dæmi um mátt C-vítamíns í æð
má sjá í þættinum 60 minutes
„Living Proof“: http://www.you-
tube.com/watch?v=VrhkoFcO-
MII.
En því miður eru fordómar
miklir þar sem þetta er bara …
C-vítamín.
Heimildir:
http://exopolitics.blogs.com/ebola-
gate/2014/09/-vitamin-c-can-cure-
ebola-so-why-are-the-who-and-cdc-
creating-a-crisis.html
http://doktor.is/grein/c-vitamin
http://en.wikipedia.org/wiki/Vitam-
in_C
http://www.sootoday.com/content/
editorials/details.asp?c=77404
http://www.greenmedinfo.com/blog/
can-vitamin-c-cure-ebola
http://www.vitamincfoundation.org/
Dr. Mercola Interviews Dr. Rowen
About Ozone Therapy
https://www.youtube.com/
watch?v=ouYaU7voBlc#t=136
Er til áhrifarík
meðhöndlun við ebólu?
HEILBRIGÐISMÁL
Magnús Orri
Grímsson
sjóntækjafræðingur
➜ Allra fyrstu einkenni
ebólu eru nákvæmlega
eins og einkenni skyrbjúgs.
Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza
afar erfitt. Enn eitt stríðið skall
á. Sprengjuregn Ísraels stóð
yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og
af landi. Tilgangurinn, að sögn
Ísraels, að stöðva flugskeyta-
árásir frá Gaza yfir til Ísraels.
Alls létust 2.310 Palestínumenn,
þar af um 70% óbreyttir borgar-
ar. Særðir eru 10.626. Látin börn
eru 495. Um 1.500 börn hafa
misst báða eða annað foreldri.
Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er
73, þar af 7 óbreyttir borgarar.
Um 110.000 heimili Palestínu-
manna voru eyðilögð eða urðu
fyrir skemmdum. Engum dylst
hugur um að aflsmunurinn í
þessu stríði var gífurlegur og eyðilegg-
ingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar
ekki vel. Margir búa í húsarústum og
hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili
sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust
er víða og fólk hefur látist úr kulda.
Starf SÞ mikilvægt
UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar
í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 millj-
ónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld
styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin
er með starfsstöð á Gaza og rekur þar
heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjón-
ustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna.
Mikið álag hefur verið á starfsmönn-
um vegna ástandsins á Gaza. Þegar
stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu
um 290.000 manns skjóls í 90 skólum
á vegum UNRWA. Skólarnir njóta frið-
helgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt
fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loft-
árásum Ísraels. Í þessum árásum lét-
ust 47 manns og mörg hundruð slösuð-
ust. Í dag halda enn um 14.400 manns
til í skólum. UNRWA veitir matarað-
stoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza
á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einn-
ig fjárhagsaðstoð til þúsunda
fjölskyldna, sem hafa misst
húsnæði sitt í átökunum. Allt
bendir til að hætta verði fjár-
hagsaðstoðinni núna í byrjun
árs vegna skorts á lausafé.
Í október sl. var haldin fjár-
öflunarráðstefna í Kaíró í
Egyptalandi fyrir endurbygg-
ingu á Gaza. Ráðstefnan gekk
vel og lofuðu mörg ríki fjár-
stuðningi eða sem samsvarar
um 355 milljörðum íslenskra
króna. Enn sem komið er hefur
ekkert af þessum fjármunum
borist og því engin uppbygg-
ing átt sér stað. Ein af forsend-
um þess að ríkin tækju saman
höndum með fjárstuðningi var svokallað
GRM (Gaza Reconstruction Mechanism)
samkomulag. Það er samkomulag sem
Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palest-
ínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér
um uppbygginguna. Meginástæða þess
að uppbyggingin er ekki hafin er sú að
GRM-samkomulagið er ekki að virka
sem skyldi vegna pólitísks ágreinings.
UNRWA fagnar samkomulaginu en telur
tafir við uppbygginguna óásættanlegar.
Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og
vonleysi ríkir. Almenningur er orð-
inn langeygur eftir því að uppbygg-
ingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%.
Opinberir starfsmenn hafa ekki feng-
ið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða.
Engar viðræður hafa átt sér stað milli
Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók
gildi þann 26. ágúst sl. Engar breyting-
ar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísra-
els. Flugskeyti eru farin að sjást að
nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið
frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á
allra næstu mánuðum um uppbyggingu
á Gaza og samningar um að aflétta þar
herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á
því að stríð brjótist út að nýju með til-
heyrandi hörmungum.
Staða mála á Gaza
HJÁLPARSTARF
Birgir
Þórarinsson
starfar við yfi rstjórn
UNRWA, Flótta-
mannahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna
fyrir Palestínu-
menn, í Jerúsalem
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
2
-7
9
A
8
1
7
F
2
-7
8
6
C
1
7
F
2
-7
7
3
0
1
7
F
2
-7
5
F
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K