Fréttablaðið - 06.02.2015, Side 26

Fréttablaðið - 06.02.2015, Side 26
FÓLK|HELGIN DAGSKRÁ UT MESSUNNAR Sýningin stendur yfir milli kl. 10 og 17 og er ókeypis inn. Einnig er ókeypis í bílastæðahús Hörpu á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.utmessan.is. Á morgun, laugardag, mun Harpa iða af lífi og fjöri þegar seinni dagur UTmessunnar fer fram. UTmessan er stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum hérlendis og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011 við góðar undirtektir. Tilgangur hennar er ekki síst að kynna fyrir almenningi hversu umfangsmikil greinin er orðin hér á landi en á hana mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins. Í dag, föstudag, fer fram ráðstefna og sýning í Hörpu ætluð fagfólk í upp- lýsingatækni en á morgun er húsið opið öllum. Tugir fyrirtækja í tölvu- geiranum munu kynna þar vörur sínar og þjónustu og boðið verður upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla aldurshópa, ekki síst börn og unglinga, að sögn Arnheiðar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands (Ský), sem stýrir undirbúnings- nefnd viðburðarins. „Á UTmessunni sést vel gróskan innan upplýsinga- tækninnar og hversu fjölbreytt störfin eru og þau verkefni sem fólk innan greinarinnar tekst á við. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum. Vilji fólk kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst er UTmessan sannarlega rétti vettvangur- inn.“ Aðsóknin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og býst Arnheiður við góðri mætingu á morgun enda kostar ekkert inn og dagskráin er sniðin að allri fjölskyldunni. MIKIL FJÖLBREYTNI Meðal atriða og viðburða sem boðið verður upp á má nefna dróna, sýndar- veruleika, gervigreind, samtengingu snjallhluta, þrívíddarprentun, hönn- unar keppni, forritun barna, tölvuský og ótal fleiri hluti. „Auk þess er boðið upp á fjölda áhugaverðra fyrirlestra í sölum Hörpu, sýningu á gömlum tölvum, glæsilega sýningarbása frá ýmsum fyrir- tækjum og margt fleira.“ Að sögn Arnheiðar hefur verið mikill FRAMTÍÐIN KORTLÖGÐ TÖLVUSÝNING Seinni dagur UTmessunnar er á morgun og er ætlaður almenningi. Dagskráin er fjölbreytt og ekki síst stíluð inn á alla fjölskylduna. BRUGÐIÐ Á LEIK Mikið fjör er jafnan á básum fyrirtækjanna. MYND/KMAACK FJÖLBREYTNI Sýndarveruleiki, drónar, gervigreind og þrívíddarprentun eru meðal þess sem gestir UTmessunnar geta kynnt sér. MYND/KMAACK MARGT AÐ SKOÐA Ýmislegt er í boði fyrir fólk á öllum aldri á UTmessunni. MYND/KMAACK ÁHUGAVERT „Vilji fólk kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst er UTmessan sannarlega rétti vettvangurinn,“ segir Arnheiður Guð- mundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ský og UTmessunnar. MYND/VIGFUS BIRGISSON FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 skortur á tölvumenntuðu fólki hér á landi og víða annars staðar. „Mörg nágrannalönd okkar hafa farið í átak þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum. Segja má að UTmessan sé stærsti liðurinn í því átaki hérlendis og gaman að segja frá því að síðan hún var haldin fyrst árið 2011 hefur ásókn í tölvunarfræði og skyldar greinar aukist mikið. Það er líka ánægjulegt að sjá stelpur sýna greininni meiri áhuga enda er um fjöl- breytt hálaunastörf að ræða sem henta báðum kynjum vel og fara vel með hefðbundnu fjölskyldulífi.“ Auk Ský eru það Háskólinn í Reykja- vík, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðar- ins sem koma að skipulagi UTmessunar. TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 ZEAL DAYBED SÓFI - Stærð 178/200x70 cm kr. 79.900 TRYM SVEFNSÓFI - SVEFNBREIDD 140X200 EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA KR. 189.900 SLY SVEFNSÓFI TILBOÐ KR. 109.900 SVEFNBREIDD 140X200 KR. 139.900 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -F 5 1 8 1 7 F 2 -F 3 D C 1 7 F 2 -F 2 A 0 1 7 F 2 -F 1 6 4 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.