Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 26
FÓLK|HELGIN DAGSKRÁ UT MESSUNNAR Sýningin stendur yfir milli kl. 10 og 17 og er ókeypis inn. Einnig er ókeypis í bílastæðahús Hörpu á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.utmessan.is. Á morgun, laugardag, mun Harpa iða af lífi og fjöri þegar seinni dagur UTmessunnar fer fram. UTmessan er stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum hérlendis og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011 við góðar undirtektir. Tilgangur hennar er ekki síst að kynna fyrir almenningi hversu umfangsmikil greinin er orðin hér á landi en á hana mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins. Í dag, föstudag, fer fram ráðstefna og sýning í Hörpu ætluð fagfólk í upp- lýsingatækni en á morgun er húsið opið öllum. Tugir fyrirtækja í tölvu- geiranum munu kynna þar vörur sínar og þjónustu og boðið verður upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla aldurshópa, ekki síst börn og unglinga, að sögn Arnheiðar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands (Ský), sem stýrir undirbúnings- nefnd viðburðarins. „Á UTmessunni sést vel gróskan innan upplýsinga- tækninnar og hversu fjölbreytt störfin eru og þau verkefni sem fólk innan greinarinnar tekst á við. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum. Vilji fólk kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst er UTmessan sannarlega rétti vettvangur- inn.“ Aðsóknin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og býst Arnheiður við góðri mætingu á morgun enda kostar ekkert inn og dagskráin er sniðin að allri fjölskyldunni. MIKIL FJÖLBREYTNI Meðal atriða og viðburða sem boðið verður upp á má nefna dróna, sýndar- veruleika, gervigreind, samtengingu snjallhluta, þrívíddarprentun, hönn- unar keppni, forritun barna, tölvuský og ótal fleiri hluti. „Auk þess er boðið upp á fjölda áhugaverðra fyrirlestra í sölum Hörpu, sýningu á gömlum tölvum, glæsilega sýningarbása frá ýmsum fyrir- tækjum og margt fleira.“ Að sögn Arnheiðar hefur verið mikill FRAMTÍÐIN KORTLÖGÐ TÖLVUSÝNING Seinni dagur UTmessunnar er á morgun og er ætlaður almenningi. Dagskráin er fjölbreytt og ekki síst stíluð inn á alla fjölskylduna. BRUGÐIÐ Á LEIK Mikið fjör er jafnan á básum fyrirtækjanna. MYND/KMAACK FJÖLBREYTNI Sýndarveruleiki, drónar, gervigreind og þrívíddarprentun eru meðal þess sem gestir UTmessunnar geta kynnt sér. MYND/KMAACK MARGT AÐ SKOÐA Ýmislegt er í boði fyrir fólk á öllum aldri á UTmessunni. MYND/KMAACK ÁHUGAVERT „Vilji fólk kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst er UTmessan sannarlega rétti vettvangurinn,“ segir Arnheiður Guð- mundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ský og UTmessunnar. MYND/VIGFUS BIRGISSON FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 skortur á tölvumenntuðu fólki hér á landi og víða annars staðar. „Mörg nágrannalönd okkar hafa farið í átak þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum. Segja má að UTmessan sé stærsti liðurinn í því átaki hérlendis og gaman að segja frá því að síðan hún var haldin fyrst árið 2011 hefur ásókn í tölvunarfræði og skyldar greinar aukist mikið. Það er líka ánægjulegt að sjá stelpur sýna greininni meiri áhuga enda er um fjöl- breytt hálaunastörf að ræða sem henta báðum kynjum vel og fara vel með hefðbundnu fjölskyldulífi.“ Auk Ský eru það Háskólinn í Reykja- vík, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðar- ins sem koma að skipulagi UTmessunar. TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 ZEAL DAYBED SÓFI - Stærð 178/200x70 cm kr. 79.900 TRYM SVEFNSÓFI - SVEFNBREIDD 140X200 EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA KR. 189.900 SLY SVEFNSÓFI TILBOÐ KR. 109.900 SVEFNBREIDD 140X200 KR. 139.900 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -F 5 1 8 1 7 F 2 -F 3 D C 1 7 F 2 -F 2 A 0 1 7 F 2 -F 1 6 4 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.