Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 28
2 • LÍFIÐ 6. FEBRÚAR 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður Gíslason Lífi ð www.visir.is/lifid Sjá fleiri myndir á ÓTRÚLEGT ÚRVAL F E R M I N G Í F L A S H Kjólar verð frá 9.990 kr. Ermar verð frá 3.990 kr. Í boði náttúrunnar býður landsmönnum að kynna sér hugleiðslu á hugleiðsluhátíðinni Friðsæld í febrúar sem hefst með hóphugleiðslu í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn klukkan 11. Að sögn skipuleggjenda hátíðarinn- ar þá er markmið hennar að: vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar í núinu. Friðsæld í febrúar er ætlað að vekja athygli á því að hugleiðsla er fyrir alla. Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er hátíðinni ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum. Vikan er þó ekki einungis fyrir nýja hugleiðsluiðkendur heldur getur hún einnig nýst sem innblástur fyrir þá sem hafa áður iðkað hugleiðslu, til að gefa aðeins í eða prófa nýjar aðferðir. Fjöldi viðburða verður í boði víða um land líkt og gongslökun í Nauthólsvík, samflot í sundlauginni á Seltjarnarnesi, gjörhygli og núvitund í Hveragerði og Raja Yoga-hugleiðsla á Akureyri. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu hátíðarinnar, Friðsæld í febrúar, sem Í boði náttúrunnar stend- ur fyrir. Anna Tara Andrésdóttir er flestum kunn sem skeleggur rappari í Reykjavíkurdætrum og söngkona hljómsveitarinnar Hljómsveittrar þar sem sungið er opinskátt um femínisma og kynlíf. Lagalistinn hennar hrist- ir þig inn í helgina. THIS MUST BE THE PLACE TALKING HEADS NEW YORK ANGEL HAZE CONCRETE SCHOOL YARD JURASSIC 5 MUSIC MAKES YOU LOSE CONTROL LES RYTHMES DIGITALES SWEET JANE VELVET UNDERGROUND 1991 AZELIA BANKS GOT TO GIVE IT UP MARVIN GAYE DOIN IT LL COOL J CRIMSON AND CLOVER TOMMY JAMES & THE SHONDELLS STATE TROOPER BRUCE SPRINGSTEEN (TRENTEMØLLER REMIX) ANNA TARA KEMUR ÞÉR Í STUÐ LÍFIÐ MÆLIR MEÐ HUGLEIÐSLU-HÁTÍÐINNI FRIÐSÆLD Heimilið er griðastaður fjölskyld- unnar og fátt eins gott og að koma heim í kotið eftir annasama daga. Nú til dags koma flestar fjölskyld- ur uppgefnar heim til sín á kvöld- in eftir verkefni dagsins. Það þarf að keyra og sækja börnin, láta þau læra og ala upp, reyna að eiga í félagslegum samskiptum við full- orðið fólk, halda heilsunni, bæði líkamlegri og andlegri, réttum megin við girðinguna og svo er það heimilið, blessað heimilið, sem situr alltaf á hakanum. Ég sat eitt kvöldið í sófanum heima hjá mér og horfði á allt þetta dót sem hafði safnast saman í hverju horni heimilisins. Hvernig get ég feng- ið heimilisfólkið til að ganga frá eftir sig og eftir mig líka, ef því er að skipta? Ég hugsaði málið og ákvað að í stað þess að pirra mig yfir þessu ástandi að láta reyna á húmorinn á heimilinu. Ærsladraugurinn Næsta dag komu drengirnir heim eftir skóla og fóru að venju í eld- hússkápana og á salernið án þess að setja setuna niður og lok skápa- hurðunum. Því næst dreifðu þeir úr legókubbunum yfir stofugólf- ið og gerðu sig líklega í leik eins og ósköp eðlilegt er. Ég leit yfir orr- ustusvæðið og hugsaði að nú væri tækifærið til að koma inn með nýja nálgun í stað þeirrar gömlu tuggu, spurningarinnar um það hvort þeir byggju í helli. Ég stillti mér upp skelkuð á svip fyrir fram- an þá og sagði; „Strákar, ég held að það sé poltergeist (ærsladraug- ur) í húsinu!“ Þeir horfðu með und- arlegum svip hvor á annan. „Ha, er draugur í húsinu?“ sagði sá eldri. „Já, ég held það, sjáiði bara, hann hefur komið hérna inn rétt eftir að við komum heim og rifið upp allar skápahurðirnar í eldhúsinu og klósettsetuna inni á baði auk þess sem hann hefur hent hand- klæði á gólfið,“ sagði ég með ótta í augunum. Ég sá það á svip þess yngri að núna hélt hann að móðir- in væri endanlega gengin af göfl- unum. Svo áttaði hann sig og sagði flissandi: „Mamma, það er ekki draugur í húsinu, þetta vorum við.“ „Ó,“ sagði ég með dramatískum hætti og greip um ennið. „Mikið er ég fegin, strákar mínir, að þetta voruð bara þið.“ Það var eins og við manninn mælt, þeir bræður náðu skilaboðunum og gengu frá eftir sig, í þetta sinn allavega. Maðurinn sem hvarf Síðar þetta sama kvöld kom sam- býlismaðurinn heim eftir langan vinnudag. Fljótlega freistaði hann þess að skríða undir sæng, hálf- dofinn eftir annasaman dag. Hann fór úr fötunum þar sem hann stóð og liðaðist upp í rúm, uppgefinn. Þar sem hann var rétt við það að festa svefn kom ég inn í herbergi og ákvað að leika sama leik og fyrr um daginn. „Heyrðu, ástin mín,“ sagði ég með óttann í augunum. Hann muldraði eitthvað en rankaði við sér og reis upp þegar ég sagði honum að það hefði verið maður sem stóð hérna rétt áðan inni í svefnherberginu okkar. „Ha, hér?“ sagði hann. „Já, hann stóð hérna og svo bara gufaði hann upp fyrir framan mig og það eina sem eftir er af honum eru fötin hans sem liggja hérna á gólfinu,“ sagði ég. Að sjálfsögðu fékk ég sömu viðbrögð og hjá strákunum mínum, hlátur og gleði en það er það sem gerir hús að heimili og fólk að fjölskyldum. Húsið mitt er síður en svo skipu- lagðara eða hreinna eftir gjörning- inn en það er hamingjuríkt og her- menn hússins eru vígbúnir gleði. LEYNIST ÆRSLADRAUGUR LÍKA HEIMA HJÁ ÞÉR? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? Friðrika Hjördís Geirsdóttir Umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is „Heyrðu, ástin mín,“ sagði ég með óttann í augunum. Hann muldraði eitthvað en rankaði við sér og reis upp þegar ég sagði honum að það hefði verið maður sem stóð hérna rétt áðan inni í svefnherberginu okkar. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -4 D 3 8 1 7 F 2 -4 B F C 1 7 F 2 -4 A C 0 1 7 F 2 -4 9 8 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.