Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 44
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 Taugar er hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn tekur þátt í hátíðinni. Annar af tveimur danshöfundum sýningarinnar er Saga Sigurðar- dóttir en síðustu átta ár hefur hún starfað sem framsækinn danslistamaður og hlotið fjölda verðlauna og viður kenninga fyrir verk sín. Verk Sögu sem frum- sýnt er í kvöld kallast Blýkufl og hún hefur unnið að því ásamt dönsurum dansflokksins síðan í haust en þetta er jafnframt fyrsta verkið sem hún vinnur fyrir dansflokkinn. „Þegar ég byrjaði að vinna þetta verk var ég ákaflega inn- blásin af súfisma sem er ákveð- inn angi af íslamstrú. Súfismi felur í sér ákveðnar helgiat- hafnir og það eru í raun nokkur ólík form sem eru ástunduð. Það þekktasta er líklega frá Tyrk- landi þar sem iðkendurnir snú- ast í hringi og kuflarnir sveifl- ast í kringum þá. Þetta er ekki allt svona sjónrænt en á það samt sameiginlegt að vera alltaf lík- amlegar athafnir. Að komast í snertingu við almættið í gegnum líkamlega hreyfingu og áreynslu. Eitt af því sem vakti athygli mína er að þetta er karlaheimur sem er í raun að fást við það sem er almennt álitið fremur kven- lægt. Markmiðið er að sleppa tökunum og nálgast alheims- ást og kærleik í gegnum þessar líkamlegu athafnir og ritúalið. En svo eru súfistahreyfingarn- ar óneitanlega jaðarhreyfingar sem setur þetta allt í samhengi við það sem við þekkjum þar sem hið kvenlæga er jaðarsett í ver- öldinni.“ Saga nam danssmíðar við ArtEZ-listaháskólann í Hollandi og kom heim fyrir átta árum og á síðustu árum hefur hún lagt stund á guðfræði samhliða því að vinna að sinni listsköpun. „Satt best að segja þá man ég ekki hvernig stendur á því að ég fór að hugsa um súfisma í tengslum við dansinn. Eflaust er það nú eitthvað tengt því sem ég hef verið að lesa í guðfræðinni. Ég lofa því nú ekki að ég komi til með að verða dansandi prest- ur þegar fram líða stundir, það er reyndar alls ekkert víst að ég verði prestur, en ég efast samt ekki um að það er tenging á milli dansins og almættisins. Þetta er kannski orsök þess að í þessu verki erum við að leita að fegurð í gegnum áskoranir.“ Blýkufl eftir Sögu er hluti af sýningunni Taugar ásamt verk- inu Liminal eftir Karol Tyminski. „Við unnum þessi verk alveg sitt í hvoru lagi en það er svo skrýtið að engu að síður er samt einhver strengur á milli þeirra, einhver sameiginleg taug. Framundan er frumsýning í kvöld og svo er bara að snúa sér að næstu verk- efnum. Ég er að vinna með leik- hóp sem kallast 16 elskendur og þar eru saman komnir listamenn úr ólíkum áttum. Verkið kallast Minnisvarði og útgangspunktur þess verkefnis er sjónarspilið og sjálfið svo ég held áfram að vinna á svipuðum slóðum án þess að það hafi verið planað sérstak- lega. Við stefnum að frumsýn- ingu í mars svo það verður nóg að gera á næstunni.“ - mg Efast um að verða dansandi prestur Saga Sigurðardóttir frumsýnir í kvöld verk sitt Blýkufl sem er hluti af sýningunni Taugar á vegum Íslenska dansfl okksins á Nýja sviði Borgarleikhússins. SAGA OG DANSARARNIR Saga Sigurðardóttir og dansarar Íslenska dansflokksins hafa unnið saman að verkinu frá því í haust með súfisma að leiðarljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Útvarpið er hátt stillt á vinnu- stofunni hjá Daða, hann er að hlusta á tónleika frá Myrk- um músík dögum. „Hluti af því að vera í þessum bransa er að fylgjast með því sem verið er að gera,“ segir hann. „Þannig fær maður inspírasjón og nútímatón- list getur verið stórskemmtileg.“ Hann er í óða önn að taka til ný vatnslitaverk til hengja upp á Mokka við Skólavörðustíg, þar opnar hann sýningu í dag. „Ég vil sýna þar sem fólk droppar inn, er alþýðlegur að því leyti. Mokka er heimavöllur latteliðs- ins,“ segir hann og kveðst sjálf- ur koma þangað ansi oft að hitta félagana. „Þetta er næstum eins og að sýna á kaffistofu vinnu- staðar síns,“ segir hann glað- lega. Stundum kveðst Daði sitja á Mokka með einum kennara sínum úr barnaskóla, Hafsteini Austmann. „Hafsteinn er eigin- lega Íslandsmeistarinn í Akur- eyrartækninni í vatnslitun sem er þannig að hvíti liturinn er alltaf pappírinn sjálfur. Það er ekki eins og í olíunni þar enda- laust er málað yfir og lagað, heldur þarf maður að sjást fyrir og vera heppinn. Í myndlist verður samt auð vitað alltaf að vera eitthvað óvænt, helst ein- hver mistök sem þarf að redda.“ Daði kveðst nota tækni sem Hafsteinn sé þekktur fyrir, hún felist í að þvo myndirn- ar. „Þegar málað er aftur yfir kemur fínn tónn í bakgrunninn. Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar mynd- irnar meira og minna þvegnar,“ segir hann hlæjandi og kveðst hafa reynt að ná þessari vatns- litatækni í þrjátíu ár, eiginlega frá því hann byrjaði að mála. Nú telur hann það vera að tak- ast. „Ég geri samt ekki eins stór- ar myndir og Hafsteinn, enda erum við ólíkir listamenn,“ segir hann. „Þarf líklega að drekka aðeins meira latte áður!“ gun@frettabladid.is Þarf líklega að drekka aðeins meira latte Daði Guðbjörnsson listmálari er meðal fastagesta á Mokka við Skólavörðustíg. Nú með ný vatnslitaverk í farteskinu og opnar sýningu á þeim í dag. MYNDLISTARMAÐURINN „Þú getur ímyndað þér hvað þetta er snyrtileg sýning, allar myndirnar meira og minna þvegnar!“ segir Daði léttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN En svo eru súfista- hreyfingarnar óneitan- lega jaðarhreyfingar sem setur þetta allt í sam- hengi við það sem við þekkjum þar sem hið kvenlæga er jaðarsett í veröldinni. Ég vil sýna þar sem fólk droppar inn, er alþýðlegur að því leyti. Mokka er heimavöllur latteliðsins. „Ég ákvað að hafa þessa dagskrá bannaða fullorðnum því venju- lega er allt bannað börnum,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðing- ur um draugaleiðsögn í Þjóð- minjasafninu sem hefst klukkan 19 í kvöld og tilheyrir safnanótt. Björk hefur nafn Illugaskottu í netfanginu sínu svo það kemur ekki á óvart að hún sé kunnug draugum. Hún ætlar samt ekki að verða of drungaleg. „Ég ætla bara að segja börn- unum hvernig útliti íslenskra drauga er lýst í sögum, mórarnir í mórauðum peysum með barða- stóra hatta og skotturnar í rauð- um sokkum með húfurnar öfugar. Svo ætla ég að lýsa aðeins mis- muninum á uppvakningi og aftur- göngu,“ segir Björk og vekur for- vitni blaðamanns sem vill vita meira. „Uppvakningar eru þannig að það býr þá einhver galdramaður til en afturgöngurnar ganga aftur vegna mikils tilfinningahita. Þær eiga harma að hefna eða elska ein- hvern svo mikið að þær geta ekki skilið við hann. Sumar afturgöng- ur geta ekki skilið við peningana sína, þær verða fédraugar og ef maður hittir fédraug þá á maður ekki hleypa honum ofan í gröf- ina sína fyrr en hann hefur sagt hvar fjársjóðurinn er. Áður lætur maður hann lofa því að koma ekki aftur og draugar halda alltaf lof- orð sín.“ - gun Skottur í rauðum sokkum með húfurnar öfugar Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur þefar uppi aft urgöngur og uppvakninga í Þjóðminjasafninu í kvöld. ÞJÓÐFRÆÐINGURINN „Sumar aftur- göngur geta ekki skilið við peningana sína,“ segir Björk sem veit lengra en nef hennar nær. Nú á laugardaginn 7. febrúar kl. 17-19 verður opnuð fyrsta sýning Hverfisgallerísins eftir samein- ingu við gallerí Þoku þegar Rakel McMahon ríður á vaðið með sýn- inguna View of Motivation sem er röð málverka unninna á pappír. Í verkum sínum tekst Rakel McMahon oft á við það hvernig karlmenn og tilfinningar virðast oft ekki eiga samleið. En á fót- boltavellinum gildi aðrar reglur um tjáningu karlmanna á tilfinn- ingum sínum. Fótboltalið er hópur ellefu karlmanna sem eru ímynd karlmennskunnar; manna sem samt sem áður hika ekki við að sýna sterkar tilfinningar og hlý- hug hver til annars á leikvellinum. Þar má sjá kossa, faðmlög, fleng- ingar, hopp hvers á annan ásamt ágengni og öskrum. Völlurinn er sannkallaður hrærigrautur tilfinn- inga. Leikmenn fá tækifæri til að vera nánir öðrum karlmönnum og sýna tilfinningar sínar frammi fyrir stórum áhorfendahópi án þess að vera dæmdir. Í verkum sínum gagnrýnir Rakel McMahon staðalímyndir karla á gamansaman hátt með því að leggja áherslu á tengingu milli samkynhneigðar og einlægrar væntumþykju meðal karlmanna sem brýst út í frekar fáránlegu sögusviði. - mg Karlmenn og tilfi nningar MENNING 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 2 -4 D 3 8 1 7 F 2 -4 B F C 1 7 F 2 -4 A C 0 1 7 F 2 -4 9 8 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.