Fréttablaðið - 06.02.2015, Page 54

Fréttablaðið - 06.02.2015, Page 54
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 BAKÞANKAR Guðmundar Kristjáns Jónssonar Í nútímasamfélagi standa og falla þjóðir með öflugum borgarsamfélögum sem eru miðstöðvar stjórnsýslu, menntunar og menningar, auk þess að vera drifkraftur nýsköpunar og nýrra tækifæra. Það er því alltaf jafn sláandi að bera saman borgir heimsins og átta sig á því hve langt Reykjavík á í land til að geta tal- ist samkeppnishæf borg á ótal sviðum. Í Vatnsmýrinni í Reykjavík felst eitt allra besta tækifærið til að gera Reykjavík að betri borg. Það skiptir ekki máli hvar gripið er niður, byggð í Vatnsmýri mundi bæta höfuðborgar- svæðið samkvæmt öllum þeim viðmiðum sem notuð eru til að meta borgarsam- félög. Sjálfbærni, hagkvæmni, öryggi og lýðheilsa vega jafn- an þyngst í þeim efnum. Með öðrum orðum, samkeppnis- hæfni og lífsgæði Íslend- inga munu aukast með byggð í Vatnsmýri. Hið sama á við um aðra fyrirhugaða þéttingarreiti á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þessa er dapurlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum, sem margir hverjir eru með örfá atkvæði á bak við sig, leggja fram frumvörp og tjá sig líkt og helsta víglína landsins liggi á milli Reykjavíkurflugvallar og landsbyggð- arinnar. Fyrir okkur unga fólkið sem höfum eytt síðustu árum í að mennta okkur erlendis með ærnum tilkostnaði liggur víglínan vissulega um flugvöll, en sá er ekki í Vatnsmýri heldur í Keflavík. Staðreyndin er sú að ef þjóðinni mistekst að nútímavæða einu borgina á Íslandi svo hún standist samanburð við bestu borgir heimsins þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. EF ekkert breytist verður hins vegar gott að vita til þess að þegar við fjölskyldan komum til Íslands í sumarfrí getum við tekið rútuna frá Keflavík beint niður á BSÍ og leyft börnunum að smakka sviða- kjamma. Með kjálkabeinin að vopni getum við svo kennt þeim að leika sér á þjóðlegan hátt og það er aldrei að vita nema einn kjamminn endi sem forystu- sauður í furðulegri hjörð. Sá verður sennilega nefndur Höskuldur. Forystusauður framtíðarinnar „Við erum ákaflega sátt en nú tekur um það bil fimmtán mínút- ur að breyta salnum úr standandi tónleikasal yfir í sitjandi sal og öfugt,“ segir Ása Berglind Hjálm- arsdóttir, markaðs- og verkefna- stjóri hjá Gamla bíói. Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Gamla bíói undanfarna mánuði en um síðustu helgi var lokahönd lögð á ný færanleg sæti í salnum. „Salurinn tekur aðeins minna en þegar gömlu sætin voru, en það fer þó mun betur um fólk,“ segir Ása um sætin. Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi viðburðum. Þá er einn- ig hægt að hafa sætin á efri hæð- inni í halla og standandi niðri. Spurð út í gömlu sætin segir Ása Berglind þau hafa verið seld. „Þau sæti sem voru á efri hæð- inni voru seld hingað og þang- að en við höldum utan um hvert sætin á neðri hæðinni voru seld. Þetta voru samt ekki uppruna- legu sætin.“ Talsverð pressa var á Gamla bíói að koma upp sætunum áður en Eddan var frumsýnd um síð- ustu helgi. „Gámurinn með sæt- unum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frek- ar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á til- settum tíma en að því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frum- sýningu.“ Síðastliðið föstudagskvöld sýndu framkvæmdirnar hversu vel hægt er að nýta salinn þegar afhending vefverðlaunanna fór fram en sá viðburður var sitj- andi og svo átján mínútum eftir að afhendingu verðlaunanna lauk hýsti salurinn standandi kokteil- boð. „Fólk sat í halla á vefverð- laununum og þegar þeim lauk þá fór fólk fram í anddyri og salnum var lokað. Þá var sætunum rúll- að saman og átján mínútum síðar kom sama fólkið inn í kokteilboð í gjörbreyttan sal,“ útskýrir Ása Berglind. Í gólfinu sést glitta í þak á lyftu en í kjallaranum er mótttöku- eldhús og geymsla fyrir borð og stóla. Lyftan opnar því möguleika á að gjörbreyta salnum án þess að fólk verði þess vart á meðan það hinkrar fyrir utan dyr salarins. „Einnig er unnið við að koma fyrir lyftu sem fer úr kjallaran- um og upp á þriðju hæð, svo allir ættu að geta komist leiðar sinnar í Gamla bíói, óháð hreyfigetu.“ Mikið er um að vera í húsinu á næstunni líkt og Hlustendaverð- laun 365 miðla sem fram fara í kvöld og úrslitakvöld Reykjavík Cocktail Weekend á sunnudags- kvöld. gunnarleo@frettabladid.is Nýr salur á korteri Lokahönd lögð á miklar framkvæmdir í Gamla bíói með nýjum sætum og öðru. SÁTT MEÐ NÝJU SÆTIN Ása Berglind er markaðs- og verkefnastjóri Gamla bíós. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLL m.a. BESTA MYND ÁRSINS Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI “AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING” “THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR” “EXCEPTIONAL” “FASCINATING & THRILLING” INSPIRING T H E I M I TAT I O N G A M E m.a. Besta myndin - Besti leikari í aðalhlutverki Besta leikkona í aukahlutverki - Besti leikstjóri ÁLFABAKKA TIME SEVENTH SON 8, 10:10 SVAMPUR SVEINSSON 2D 3:50, 6 SVAMPUR SVEINSSON 3D 3:50 MORTDECAI 8 PADDINGTON ISL TAL 3:50, 6 BLACKHAT 10:15 HOBBIT 3 3D (48R) 6, 9 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Miðasala á: SEVENTH SON KL. 8 - 10.40 BIRDMAN KL. 5.30 - 8 - 10 ÓLI PRIK KL. 6 - 8 - 10.20 PADDINGTON - ÍSL TAL KL. 5.30 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 ÍSL . TEXTI SEVENTH SON KL. 8 - 10.20 BIRDMAN KL. 8 - 10.40 BIRDMAN LÚXUS KL. 8 - 10.40 ÓLI PRIK KL. 5.45 - 8 SVAMPUR SVEINSSON 3D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL SVAMPUR SVEINSSON 2D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL THE WEDDING RINGER KL. 8 - 10.20 TAKEN 3 KL. 10.10 PADDINGTON - ÍSL TAL KL. 3.30 - 5.45 THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 4 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 „Gámurinn með sætunum tafðist út af óveðri í janúar, þannig að við urðum öll frekar stressuð en pössuðum okkur að vera jákvæð. Við náðum ekki að byrja að setja upp sætin á tilsettum tíma en því var unnið dag og nótt. Síðustu skrúfurnar voru skrúfaðar í korter í frumsýningu.“ HURÐ SKALL NÆRRI HÆLUM Whiplash 18.00 Ida 18.00 Of mice and men 20.00 Boyhood 20.00 Vonarstræti 20.00 FRUMSÝNING: Jimmýs Hall 18.00, 22.20 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-20 FROM THE DIRECTOR KEN LOACH & SCREENWRITER PAUL LAVERTY OF THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY WHERE ANYTHING GOES AND EVERYONE BELONGS BASED ON A TRUE STORY © SIXTEEN JIMMY LIMITED, WHY NOT PRODUCTIONS, WILD BUNCH, ELEMENT PICTURES, CHANNEL FOUR TELEVISION CORPORATION, THE BRITISH FILM INSTITUTE AND BORD SCANNÁN NA HÉIREANN/THE IRISH FILM BOARD 2014 BARRY WARD SIMONE KIRBY JIM NORTON FRANCIS MAGEE AISLING FRANCIOSI ANDREW SCOTT BRÍAN F. O’BYRNE SIXTEEN FILMS WHY NOT PRODUCTIONS WILD BUNCH ELEMENT PICTURES BFI FILM4 BORD SCANNÁN NA HÉIREANN/IRISH FILM BOARD FRANCE 2 CINÉMA CANAL + CINE + LE PACTE LES FILMS DU FLEUVE CINEART LONGRIDE INC. FRANCE TÉLÉVISIONS PRODUCTION DESIGNER FERGUS CLEGG RECORDIST RAY BECKETT CASTING KAHLEEN CRAWFORD COSTUME DESIGNER EIMER NÍ MHAOLDOMHNAIGH PHOTOGRAPHY ROBBIE RYAN PRODUCTION MANAGER EIMHEAR MCMAHON EDITOR JONATHAN MORRIS MUSIC GEORGE FENTON EXECUTIVE PRODUCERS ANDREW LOWE PASCAL CAUCHETEUX GRÉGOIRE SORLAT VINCENT MARAVAL SCREENPLAY PAUL LAVERTY PRODUCER REBECCA O’BRIEN DIRECTOR KEN LOACH A BRITISH/IRISH/FRENCH CO-PRODUCTION ➜ Gamla bíó tekur nú 320 manns í sæti og getur hýst 750 manns á standandi við- burðum. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 2 -2 5 B 8 1 7 F 2 -2 4 7 C 1 7 F 2 -2 3 4 0 1 7 F 2 -2 2 0 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.