Fréttablaðið - 06.02.2015, Page 62

Fréttablaðið - 06.02.2015, Page 62
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér. Sigríður Soffía Níelsdóttirx Curver Thoroddsen, Frímann Kjerúlf, eðlisfræðingur og mynd- listarmaður, og Kristján Leós- son, doktor í rafmagnsverkfræði, hafa þjappað mánaðarlöngum sveiflum og titringi ljósleiðara niður í 40 mínútna tónverk. „Þetta eru þung hljóð, svona drunur og stöðugur bassi. Gríðar lega flott,“ segir Frímann, sem telur líklegt að enginn hafi áður nýtt ljósleiðara á þennan máta. Tæknin er þó þekkt, því hana notar geimferðastofnunin NASA við að mæla rafsegul- bylgjur út frá iðrum jarðar utan úr geimnum. Leysi-ljósgeislum var kastað eftir ljósleiðara Mílu frá Vogum á Vatnsleysuströnd í símstöð í Breiðholti. „Í raun má segja að ljósleiðarinn sé ekki hugsað- ur sem hljóðfærið sjálft held- ur hljóðneminn, því umhverfið hafði áhrif á ljósið á leiðinni,“ segir Frímann. „Við ferðalagið kom flökt á ljósið og það sveifl- aðist til. Því var svo beint inn í mæli sem nam breytingarnar á ljósinu á leiðinni, sem við svo breyttum í hljóð.“ Hugmyndina fékk Kristján og bar undir Frímann. Þeir fengu Curver til liðs við sig en hann hefur kennt hljóðlist í Listahá- skólanum. Tónverkið verður flutt í Nor- ræna húsinu á Vetrarhátíð 5.–8. febrúar. Bakhjarlar verksins eru Síminn, Háskóli Íslands, Míla og Nýsköpunarsjóður Íslands. - fb Tónverk úr rafsegulbylgjum ljósleiðara Óvenjulegt samstarf Curvers Thoroddsen, Frímanns Kjerúlf og Kristjáns Leóssonar er hluti af Vetrarhátíð. FRÍMANN OG CURVER Bjuggu til 40 mínútna tónverk úr titringi ljósleiðara. MYND/SIGURJÓN RAGNAR Það er sjaldan lognmolla hjá dansar- anum Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Þegar hún var komin 32 vikur á leið tók hún þátt í danssýningu á Ítalíu og fram undan er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. „Ég mistaldi örlítið og hélt ég ætti fleiri vikur eftir en raun bar vitni,“ segir Sigríður en í ágúst síðastliðnum var hún partur af sýningunni Inn að beini sem sýnd var við Garda-vatn á Ítalíu. „Sýningin er mjög hávær og ég öskra talsvert í henni. Á fyrsta rennsli brjálaðist sú litla hreinlega inni í mér,“ en Sigríður dansar hálf galinn þolfimi- kennara í sýningunni. Stelpan, sem fæddist í október og fékk nafnið Ísold Freyja, virðist hafa vanist látunum því hún átti í ekki minnstu vandræðum með að sofa af sér áramótin. Það var ekki í fyrsta skiptið sem hún þurfti að sætta sig við flugeldaspreng- ingar en móðir hennar var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menn- ingarnætur. Í lok janúar var sýningin sýnd í Frakklandi og fór Sigríður með dótt- ur sína í þá ferð. Hún segist ekki alveg hafa gert sér grein fyrir því hve ung hnátan væri en hún beið baksviðs meðan móðirin dansaði. „Ég fæ kort- ers pásu þar sem ég er ekki á sviðinu og þá vippaði ég mér úr búningnum og gaf henni að drekka.“ Það er ekki mikið um hlé hjá Sigríði því í maí mun sýning eftir hana verða opnunarverk Listahátíðar í Reykja- vík. „Verkið kallast Svartar fjaðrir og er byggt á ljóðum Davíðs Stefáns- sonar,“ svarar hún aðspurð um verkið. Það verður sýnt á stóra sviði Þjóðleik- hússins en fátítt er að danssýningar rati þangað. Markmiðið er að taka uppbygg- ingu ljóðanna og færa yfir í dans- formið. Dansararnir dansa ljóð- stafina, bragliðir koma til með að hafa áhrif á taktinn og hægt verður að greina rímið í hreyf- ingum þeirra. Tónlist sýningarinnar er í höndum Jónasar Sen og Valdi- mars Jóhannssonar. Tólf dans- arar og leikarar taka þátt. Þar má nefna Dóru Jóhannsdótt- ur, Lovísu Ósk Gunnarsdótt- ur, Ásgeir Helga Magnússon, Sögu Garðarsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Atla Rafn Sigurðsson. „Þessir leikarar verða nú að hreyfa sig eitthvað,“ grínast Sigríð- ur með en hún gerir ráð fyrir því að taka sjálf þátt. Dóttir hennar hefur þó úrslitaatkvæði í þeirri ákvörðun. „Það nefna allir andvökunætur og erfiði kringum barneignir en það gleymist alveg að segja frá því hvað maður verður yfir sig ástfanginn af krílinu,“ segir hún hæstánægð í nýja hlutverkinu. johannoli@frettabladid.is Tók þátt í danssýningu komin átta mánuði á leið Dansari sýndi verk erlendis undir lok meðgöngu sinnar. Í maí opnar hún Lista- hátíð í Reykjavík með danssýningu byggðri á ljóðum Davíðs Stefánssonar. EFTIR Í Frakklandi í janúar. MYND/ MARINO THORLACIUSFYRIR Gengin átta mánuði. MYND/NANNA DÍS „Mér finnst endurvinnsla bara mjög skemmtileg og sniðug,“ segir Sandra Borg Bjarnadóttir, sálfræði- nemi og fatahönnuður. Hún saum- ar fjölnota poka sem hún vinnur úr fánaefni. „Þetta eru fánar sem hafa prent- ast vitlaust, efnið sjálft er í góðu lagi,“ segir Sandra og bætir við: „Í staðinn fyrir að þessu efni sé hent þá sker ég það niður og geri litla poka. Efnið er rosalega sterkt, fánaefnið er búið til til þess að þola veður og vind.“ Hugmyndin kviknaði þegar hún heimsótti Fánasmiðjuna á Ísafirði. „Ég rak augun í allt efnið sem átti að henda og fannst alveg hræðilegt að henda því bara.“ Sandra ákvað því að taka málin í sínar hendur og búa til eitthvað nothæft úr efninu. Hún er fatahönnuður en vinnur þó ekki sem slíkur. „Ég lærði fatahönn- un en ég nenni ekkert að vinna sem slíkur. Mér finnst skemmtilegra að kenna fólki að nota listina,“ segir hún og bætir við: „Það er í rauninni þess vegna sem ég er í sálfræðinni, mig langar til þess að læra listmeðferð.“ Sandra gerir auk pokanna tón- listarhálsmen úr plexígleri. Hægt verður að sjá hönnun og handverk Söndru í menningarhúsinu Molan- um í Kópavogi á sýningunni Slag- brandi sem verður opnuð klukkan átta í kvöld. - gló Endurvinnsla úr ónýttu fánaefni Sandra Borg Bjarnadóttir sálfræðinemi hannar og saumar fj ölnota poka. SANDRA Með fjölnotapokana sem hún hefur saumað um nokkurt skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég verð að segja lagið Milljón augnablik, sem verður frumflutt á morgun í undankeppni Eurovision. Það er víst einhver fjallmyndar- legur ungur maður að fara að flytja lagið.“ Haukur Heiðar Hauksson, tónlistarmaður FÖSTUDAGSLAGIÐ 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 1 -3 D A 8 1 7 F 1 -3 C 6 C 1 7 F 1 -3 B 3 0 1 7 F 1 -3 9 F 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.