Hagskýrslur um landbúnað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1915, Qupperneq 8

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1915, Qupperneq 8
6* Búnaðarskýrslur 1913 Sjálfseignarbændur.......... 2 261 Leiguliðar.................. 3 773 Samtals 6 034 Vantar þá 31 manns í bændatöluna, sem áður er getið; munu eigi hafa verið nægilegar upplýsingar fyrir hendi um þá til þess að skipa þeim í þessa flokka. Samkvæmt þessum upplýsingum eru 62—63°/o hænda leiguliðar, en 37—38°/o sjálfseignarhændur. Hvernig sjálfseignarbændur og leiguliðar skiftust eftir sjrslum er sýnt í mann- talinu (Manntal á íslandi 1. desember 1910, bls. 172) og víðar í því riti má íinna ýmsan fróðleik um þann mannfjölda, er á land- búnaði lifir. Bændatalan er örlítið hærri samkvæmt skýrslunum 1913 heldur en næstu árin á undan, en ekki er samt mikið á þeirri fjölgun byggjandi, því að hún gelur stafað af því, að fleiri þurrabúðarmenn, sem grasnyt liafa, hafi þetta ár verið taldir ineð bændum, heldur en árin á undan. Fækkunin á öðrum framteljendum 1913 mun eingöngu stafa af því, að þetta ár hafa að eins verið laldir þeir framteljendur, sem töldu fram einliverja gripi, en áður hafa verið taldir með þeir, sem enga gripi töldu fram, lieldur að eins einhvern garðávöxt. Þó hefur tala þeirra framteljenda verið mjög óáreiðanleg, því að sumsstaðar hefur allur garðávöxlur verið talinn í einu lagi án þess að sæist á hve marga liann skiflist, og svo hafa víst víða fallið í burlu þeir, sem ekkert höfðu annað fram að telja en garðávöxl. Hefur því þótt rjellast að tilfæra lijer að eins tölu þeirra, sem telja fram gripi, því að hún mun vera nokkurn veginn áreiðanleg, en við þessa breylingu fækkar framteljendum nokkuð, einkum í kauptúnum og sjóplássum. Samkvaímt jarðamatinu 1861 og síðara mati á fáeinum jörðum er tala ábúðarhundraöa á landinu alls .................. 86 189.3 hundr. Samkvæmt búnaðarskýrslunum hefur árið 1913 verið búið á 85 184,o Mismunur 1 005.3 hundr. Mikið af þessurn mismun er orðinn að kaupstaðarlóðum, en nokkuð eru eyðijarðir. En annars er hæpið að byggja nokkuð á hreytingunum á tölum þessum frá ári til árs, þvi að skýrslurnar virðasl víða liarla ónákvæmar að þessu leyti.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.