Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1915, Blaðsíða 11
Búnaðarskýrslur 1913
9
Naut Sauöfje Hross
1912 ......... 26 292 600 549 45 847
1913 ......... 26 963 634 964 47160
í sauðfjárlölunni eru lömb ekki meðtalin. Aftur á móti er í
hinum dálkunum talið ungviði, kálfar og folöld, nema árin hS55 og
1871, því að frá þeim árum eru ekki skýrslur lil um tölu þess.
Enda þótt framlalið á sauðfjenu liafi verið og muni enn vera mjög
slakt, eins og áður er getið, mun samt nokkuð mega marka breyt-
ingarnar á fjáreigninni af tölunum í búnaðarskýrslunum, því að
engar ástæður eru til að ætla, að framtalið sje miklum mun belra
eitt árið heldur en annað. Aftur á móti er líklegt, að framtalið á
stórgripunum sje nálægt rjettu lagi.
Árið 1703 er nautgripatalan töluvert hærri heldur en öll eftir-
farandi ár, sem skýrslur eru til frá. Á síðari árum hefur hún komist
hæst árið 1904, rúm 30 þúsund, eða líkt og árið 1770. Síðan fækk-
aði nautgripum niður í rúm 23 þúsund árið 1908, en fjölgaði svo
aftur dálílið næstu árin.
Eins og áður er getið er sauðfjártalan í búnaðarskýrslunuin
1913 635 þúsund, liærri heldur en nokkru sinni áður. Áður hefur
liún verið hæst árið 1912, 600 þús., og litlu lægri árið 1896, 595
þúsund, en lækkaði árin þar á eftir og var lægst árin 1901 — 03
(4S0—490 þúsund), en siðan 1905 hefur hún æfinlega verið yfir ]/1
miljón og það var hún einnig öll árin 1891—99. Á 19. öldinni
komst fjárlalan samkvæmt búnaðarskýrslunum annars að eins tvisvar
sinnum upp yfir ’/2 miljón, árin 1853 og 1854 (517 og 507 þúsund)
og árið 1880 (501 þúsund). Fjártalan er nú meir en tvöföld á við
það sem hún var í byrjun 19. aldarinnar.
Hrossalalan hefur komist hæst árin 1905 og 1906, upp í 49
þúsund, en síðan hefur hrossum heldur fækkað, þangað til 2 siðustu
árin, að þeim hefur aftur fjölgað nokkuð.
Þegar skepnueignin er miðuð við mannfjölda, sjest að hún
hefur ekki getað fylgst með mannfjölguninni á iandinu, sem varla
er reyndar von, því að upp á síðkaslið hefur eingöngu bæjarbúum
fjölgað, en sveitafólki ekki. Á hvert 100 manns hefur komið eftir-
farandi tala af kvikfjenaði á ýmsum tímum.
Nnut Sauðfje Ilross
1703 .......... 71 554 53
4770 .......... 65 303 70
1800 .......... 49 644 60
1834 .......... 49 712 70
1855 .......... 37 758 62
b