Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 11
Introduction.
1. Um búnaðarskýrslurnar almennt.
General statement.
Búnaðarskýrslurnar eru að þessu sinni aðallega fyrir árið 1963. Þó
sýna þær einnig jarðargróða, tölu búpenings, búsafurðir, jarðabætur og
fjárfestingu 1961 og 1962.
Búnaðarskýrslur þessar eru um flest með sama hætti og Búnaðar-
skýrslur 1952—54, 1955—57 og 1958—60, enda eru þær gerðar að mestu
eftir sams konar frumheimildum, þ. e. framtölum bænda og annarra
framleiðenda landbúnaðarafurða til skattálagningar. En vegna breyttrar
skipunar á skatheimtunni með nýjum lögum um tekju- og eignaskatt,
nr. 70/1962, hafa þó orðið nokkrar breytingar á skýrslunum sjálfum, og
þykir rétt að skýra í upphafi greinargerðar þessarar frá þeim, er helzt
skipta ináli.
FjTst er að geta þess, að vegna hinna nýjuskattalaga, nr. 70/1962,
varð nokkur breyting á söfnun gagna til skýrslugerðarinnar. Fram til
þess tima höfðu skattanefndir, er störfuðu í hverju hreppsfélagi, gert
búnaðarskýrslur úr sveitarfélagi sínu og sent um hendur sýslumanns til
Hagstofunnar, enda voru formenn skattanefndanna (þ. e. hreppstjór-
arnir) ábyrgir fyrir skýrslugerðinni. í þeim kaupstöðum, þar sem skatt-
stjórar störfuðu, sáu þeir um þessa skýrslugerð. Með hinum nýju skatta-
lögum var landinu skipt í 9 umdæmi, og skattstjóri settur yfir hvert
þeirra. Varð hann þá um leið ábyrgur fyrir búnaðarskýrslum sveitar-
félaganna í umdæmi sínu til Hagstofunnar. Þó var til ætlazt, að hrepp-
stjórar (er áður voru formenn skattanefnda í sveitarfélagi sínu) gerðu
búnaðarskýrslurnar sem fyrr, enda skyldi þeim það launað sérstak-
lega. Á þetta komst þó nokkurt los, þegar búnaðarskýrslur hreppanna
fyrir árið 1962 voru gerðar 1963, og enn meira, þegar gerðar voru bún-
aðarskýrslur hreppanna fyrir 1963. Urðu skattstjórarnir í öllum um-
dæmunum, nema Vestfjarðaumdæmi og Norðurlandsumdæmi eystra, að
gera nokkrar af búnaðarskýrslum hreppanna sjálfir (eða láta starfs-
menn sína gera þær). Þessar skýrslur voru í öllum aðalatriðum gerðar
á sama hátt og þær höfðu verið gerðar af hreppstjórunum, og frá sum-
um þeirra betur gengið en áður. Þó er þess ekki að dyljast, að við þetta
raskaðist nokkuð samræmið við skýrslur fyrri ára, og eigi gátu heldur,
eins og áður hafði verið, komið að gagni til leiðréttingar framtölum náin
kynni af búskap hvers búandi manns.
b