Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 12
10*
Búnaðarskýrslur 1961—63
Jafnframt þessu slakaði Hagstofan nokkuð á kröfum sínum um
skýrslugjöf um framtal „búlausra manna“ (þ. e. annarra framleiðenda
landbúnaðarvara en bænda), þannig að krafizt var nú aðeins skýrslu-
gjafar um uppskeru þeirra af jarðargróða, búfjúreign þeirra og búfjár-
afurðir, en hvorki skýrslu um aðrar eignir þeirra, tekjur af öðru en jarðar-
gróða og búfé, né beldur um skuldir þeirra og kostnað við landbúnaðar-
framleiðslu. Þetta stafaði þó ekki beinlínis af hinni nýju skattalöggjöf,
heldur var breytingin gerð vegna þess, að framtal „búlausra“ hafði víða
reynzt svo ófullkomið, að ekki þótti svara kostnaði að halda því áfram
óbreyttu. Af þessum sökum hafa nú verið felldar niður töflur svarandi til
eftirgreindra taflna í búnaðarskýrslum 1958—60: XI A, XIII A, XIV A,
og XVI A. Og úr töflu XII í sömu búnaðarskýrslum var sleppt öllu um
bifreiðaeign búlausra manna.
Þá liafa að þessu sinni engar töflur verið gerðar samsvarandi töflum
XXVI A og B í búnaðarskýrslum 1958—60 um eignir og skuldir fram-
leiðenda landbúnaðarafurða. Stafar þetta af því, að framtal á sjóðs-
eignum, innstæðum og útistandandi skuldum allra manna hér á landi
er mjög ófullkomið, — eins og efni standa líka til, þar sem fátt af þessu
er framtalsskylt, og mat á flestum eignum öðrum er langt frá sanni.
Að ofurlitlu leyti kemur í staðinn fyrir þetta viðbót við töfluna um bif-
reiðaeign bænda: Framtal á verðmæti landbúnaðarvéla, eins og það er
fram talið 1963. En það er upphaflegt kaupverð vélanna að frádregnum
árlegum afskriftum samkvæmt þar um gildandi reglum.
2. Framteljendur til búnaðarskýrslna 1961—63.
Possessors of livestock, producers of agricultural products 1961—63.
Tafla I (bls. 2—3) sýnir íbúatölu landsins og tölu framteljenda til
búnaðarskýrslu 1963.
íbúatala landsins er samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1963. Með
sýslunum eru talin öll kauptún Iandsins, og er þar þó víðast lítill land-
búnaður. Einnig er i sveitum margt fólk, er ekki stundar landbúnað.
íbúatala sýslnanna segir því ekkert beinlínis um tölu þeirra, er land-
búnað stunda þar. Einnig er ástæða til að benda á, að innan kaupstað-
anna sumra eru nokkrar bújarðir og einnig talsverður búskapur, en fer
þó þverrandi á siðustu árum. í Reykjavík eru uin 10 sérmetnar jarðir,
í Kópavogi 6 og á Siglufirð 9. í Ólafsfirði er heil sveit með 25 sérmetn-
um bújörðum, en eigi munu nema 22 þeirra hafa verið i byggð 1963. Á
Akureyri eru 20 sérmetnar jarðir. í Vestmannaeyjum 10 jarðir með
sjálfstæðum búskap.
Tala bænda fer lækkandi. Örðugt er að samræma tölu bænda frá
sýslu til sýslu og frá ári til árs svo, að öruggt sé, að mörkin á milli
þeirra og annarra framleiðenda landbúnaðarafurða (,,búleysingja“) séu
alltaf eins þrædd. Fram að 1957 var um þetta því nær alveg fylgt þeirri
markalinu, sem hver skattanefnd fylgdi i sínu sveitarfélagi. En 1957