Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 15

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 15
Búnaðaiskýrslur 1961—63 13* 3. Árferði 1961—63. Weather conditions 1961—63. Veðurfar árið 1961. Veturinn frá úramótum var í meðallagi veður- góður, fremur hlvr í janúar og febrúar, en umhleypingasamt í marz og fyrri hluta aprílmánaðar. 20. apríl voraði með þíðviðri og rigningu á Suðurlandi og hlýviðri á Norðurlandi, og voru síðan mild veður til 23. maí. Þá gekk til norðanáttar með snjókomu norðan lands en þyrrkingi á Suðurlandi, og var eftir það umhleypingasöm veðrátta og fremur köld til júníloka. í júlí og ágúst var veðrátta hagstæð til heyskapar austan frá tak- mörkum Suður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu um Suðurland allt og Vesturland og norður um til Skagafjarðar. En í Múlasýslum og um austanvert Norðurland, vestur fyrir Skagafjörð, sóttist heyskapur örðug- lega. Miklar kalskemmdir voru í túnum við utanverðan Eyjafjörð, en ekki stórfelldar annars staðar. Septembermánuður var hlýr, en vot- viðrasamur. Þó voru þurrkdagar víðast um landið fyrri hluta mánað- arins, og náðust þá mikil hey á Austurlandi og Norðurlandi austan- verðu. Á Suðurlandi og Vesturlandi urðu víðast góð heyskaparlok. Grös héldust græn óvenjulega lengi fram eftir hausti, og var gróðrartími sumarsins því langur. Eftir að septembermánuði lauk, var veðrátta úr- komu- og umhleypingasöm á Norður- og Austurlandi, en ekki mildir kuldar. 22.—23. nóvember gekk í þriggja sólarhringa fárviðrisstórhríð á Norðurlandi, en á Suðurlandi stóðu él af fjöllum með frosti og hvass- viðri. Eftir þennan byl varð haglaust um austanvert Norðurland og víða 1 Múlasýslum til ársloka, en um sunnanvert landið og vestanvert héld- ust hagar lengur. Veðurfar árið 1962. í janúar og febrúar voru veður umhleypinga- söm og óhagstæð, en sjaldan stórviðri. Haglaust var þá um austanvert Norðurland og víðast á Austurlandi. í marzmánuði var lengst af hæg norðaustan átt, úrkomulítið á Suðurlandi en talsverð snjókoma um allt landið norðanvert. í apríl voru veður mild, einkum er á mánuðinn leið, og tók þá mjög snjó norðan lands og austan. í maímánuði og fram til miðs júnímánaðar var þurrviðrasamt en oft kalt og greri hægt, einkum á Suðurlandi, vegna mikils klaka í jörðu. Um miðjan júní voru miklar úrkomur með hvassviðri af norðaustri norðan lands, en eftir það hlý- viðri, og spratt jörð þá ört nyrðra, enda hófst heyskapur um mánaða- mót júni—júlí á Norðurlandi, en um viku síðar i öðrum landshlutum. Hej^skapartíð var fremur erfið í júlí og ágúst, en þó ekki svo, að veru- leg vandræði yrðu af. Fyrri hluta septembermánaðar var veðrátta mjög hagstæð og heyskaparlok því víðast auðveld, en heyfengur eftir sum- arið var lítill og heyAærkun ekki nema í meðallagi. Októbermánuður var hlýr, en úrkomusamt á Suðurlandi. Síðustu mánuði ársins voru veður umhleypingasöm, en snjólétt var um allt land.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.