Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Qupperneq 15
Búnaðaiskýrslur 1961—63
13*
3. Árferði 1961—63.
Weather conditions 1961—63.
Veðurfar árið 1961. Veturinn frá úramótum var í meðallagi veður-
góður, fremur hlvr í janúar og febrúar, en umhleypingasamt í marz og
fyrri hluta aprílmánaðar. 20. apríl voraði með þíðviðri og rigningu á
Suðurlandi og hlýviðri á Norðurlandi, og voru síðan mild veður til 23.
maí. Þá gekk til norðanáttar með snjókomu norðan lands en þyrrkingi
á Suðurlandi, og var eftir það umhleypingasöm veðrátta og fremur
köld til júníloka.
í júlí og ágúst var veðrátta hagstæð til heyskapar austan frá tak-
mörkum Suður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu um Suðurland allt
og Vesturland og norður um til Skagafjarðar. En í Múlasýslum og um
austanvert Norðurland, vestur fyrir Skagafjörð, sóttist heyskapur örðug-
lega. Miklar kalskemmdir voru í túnum við utanverðan Eyjafjörð, en
ekki stórfelldar annars staðar. Septembermánuður var hlýr, en vot-
viðrasamur. Þó voru þurrkdagar víðast um landið fyrri hluta mánað-
arins, og náðust þá mikil hey á Austurlandi og Norðurlandi austan-
verðu. Á Suðurlandi og Vesturlandi urðu víðast góð heyskaparlok. Grös
héldust græn óvenjulega lengi fram eftir hausti, og var gróðrartími
sumarsins því langur. Eftir að septembermánuði lauk, var veðrátta úr-
komu- og umhleypingasöm á Norður- og Austurlandi, en ekki mildir
kuldar. 22.—23. nóvember gekk í þriggja sólarhringa fárviðrisstórhríð
á Norðurlandi, en á Suðurlandi stóðu él af fjöllum með frosti og hvass-
viðri. Eftir þennan byl varð haglaust um austanvert Norðurland og víða
1 Múlasýslum til ársloka, en um sunnanvert landið og vestanvert héld-
ust hagar lengur.
Veðurfar árið 1962. í janúar og febrúar voru veður umhleypinga-
söm og óhagstæð, en sjaldan stórviðri. Haglaust var þá um austanvert
Norðurland og víðast á Austurlandi. í marzmánuði var lengst af hæg
norðaustan átt, úrkomulítið á Suðurlandi en talsverð snjókoma um allt
landið norðanvert. í apríl voru veður mild, einkum er á mánuðinn leið,
og tók þá mjög snjó norðan lands og austan. í maímánuði og fram til
miðs júnímánaðar var þurrviðrasamt en oft kalt og greri hægt, einkum
á Suðurlandi, vegna mikils klaka í jörðu. Um miðjan júní voru miklar
úrkomur með hvassviðri af norðaustri norðan lands, en eftir það hlý-
viðri, og spratt jörð þá ört nyrðra, enda hófst heyskapur um mánaða-
mót júni—júlí á Norðurlandi, en um viku síðar i öðrum landshlutum.
Hej^skapartíð var fremur erfið í júlí og ágúst, en þó ekki svo, að veru-
leg vandræði yrðu af. Fyrri hluta septembermánaðar var veðrátta mjög
hagstæð og heyskaparlok því víðast auðveld, en heyfengur eftir sum-
arið var lítill og heyAærkun ekki nema í meðallagi. Októbermánuður
var hlýr, en úrkomusamt á Suðurlandi. Síðustu mánuði ársins voru
veður umhleypingasöm, en snjólétt var um allt land.