Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Qupperneq 17
Ðúnaðarskýrslur 1961—63
15*
Taða Úthey
þús. hestar þús. hestar
1941—45 M • • • < 1 333 879
1946—50 „ • • • • 1 562 633
1951—55 n . . . . 1 986 650
1956—60 M • . . . 2 973 361
1961 3 447 229
1962 3 253 268
1963 3 322 222
Töðufengurinn hefur sex- til sjöfaldazt frá aldamótum til 1963.
Aukningin var hæg fyrslu tvo áratugina, árin 1916—20 var ársmeðaltal
töðufengsins jafnvel lægra en árin 1901—05, en það var fvrir sérstakar
ástæður; miklar kalskemmdir í túnum um allt land 1918. Töðufengur-
inn það ár varð aðeins 385 þús. hestar. Áratuginn 1920—30 óx töðu-
fengurinn talsvert hratt, og kom þar tvennt nýtt til; verulegur ríkis-
styrkur til túnræktar samkvæmt nýjum jarðræktarlögum frá 1923, og
töluverð notkun tilbúins áburðar síðustu ár þessa áratugs. Annars hafa
jarðræktarframkvæmdir og aukning töðufengs mest orðið síðan síðari
heimsstyrjöld lauk 1945.
Um jarðræktarframkvæmdirnar hafa birzt árlegar upplýsingar í
Búnaðarskýrslum, og er svo enn að þessu sinni.
Um notkun tilbúins áburðar frá upphafi var allýtarleg greinargerð
í Búnaðarskýrslum 1952—54 (í inngangi bls. 16*—18*). í inngangi
Búnaðarskýrslna 1955—57 og 1958—60 eru tölur um áburðarnotkun
þeirra ára. Árin 1961—63 var notkun tilbúins áburðar þessi, hrein efni
í tonnum:
Kfifnunarefni Foefór Kalí
1961 ....................... 7 409 3 225 1 785
1962 ....................... 8 998 4 322 2 500
1963 ....................... 9 618 4 715 2 978
Um stærð túna er að þessu sinni birt sérstök tafla (tafla XXVII) og
vísast til hennar.
Votheysverkun töðunnar fór vaxandi fram til 1951, en síðan hefur
hún eigi aukizt í hlutfalli við töðufenginn í heild. Hér fer á eftir yfirlit
yfir votheysmagnið, umreiknað í þurrkaða töðu, og hlutdeild þess í
allri töðunni: Vothey, 1 % af Vothey, í % af
1000 hestar allri töðunni 1000 hestar allri töðunni
1948 131 8,4 1960 327 9,6
1951 209 14,1 1961 350 10,1
1954 280 11,7 1962 319 9,8
1957 343 11,8 1963 303 9,1
Útheysfengur fór mjög þverrandi í síðari heimsstyrjöldinni, og hélzt
sú þróun eftir að henni Iauk. Hefur á síðustu árum varla verið hirt um
að heyja önnur engi en véltæk flæðiengi, og jafnvel um þau hefur víða
verið fremur lítið hirt síðustu árin.