Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 35

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 35
Búnaðarskýrslur 1961—63 33* ræða. En þar sem magn var fram talið, og eigi var um að ræða kaup á síld, heyi eða öðrum hinum ódýrari fóðurvörum, var meðalverð kjarn- fóðursins rétt um 5 kr. á kg, suins staðar rúmlega 5 kr. Kemur þetta sæmilega heim við það, að í verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara haustið 1962 er innlent fóðurmjöl reiknað á kr. 6,37 á kg, og erlent fóðurmjöl á kr. 4,29, en þá var erlenda fóðrið meir en fjórfalt að magni við hið innlenda. í verðlagsgrundvellinum haustið 1963 er innlent fóðurmjöl reiknað á kr. 5,90 kg, en erlent á kr. 5,02, en þá var erlenda fóðrið rúm- lega þrefalt að magni móts við hið innlenda. Til eru aðrar skýrslur um fóðurkaup bænda, þó ekki að fullu sam- bærilegar. Það eru skýrslur, sem Hagstofan safnar frá seljendum kjarn- fóðurs fyrir hvert ár, reiknað frá 1. júlí til 30. júní næsta almanaksár. Þær eru þannig fyrir annan tíma, en ef bæði framleiðsluárin, sem ná til almanaksársins 1963, eru tekin, og reiknuð af þeim meðaltal, ætti ekki miklu að skeika. En annað getur hins vegar ruglað samanburðinn meira: Fóðurseljendur gefa aðeins skýrslur um það kjarnfóður, er fara skal til nautgripa, sauðfjár og hrossa, en í búnaðarskýrslum er fóður hænsna og svína meðtalið. Svo selja fóðurseljendur fóðrið jafnt búlaus- um sem bændum, en í töflu XIII er aðeins talið það fóður, er bændur kaupa. Samkvæmt skýrslum fóðurseljenda nam sala þeirra frá miðju ári 1962 til miðs árs 1963 6 441 tonni af innlendu fóðurmjöli fyrir um 41 millj. kr., og 26 795 tonnum af erlendu kjarnfóðri fyrir um 115 millj. kr., eða alls fyrir 156 millj. kr. En á sama 12 mánaða tímabili 1963— 64 var sala þeirra á innlendu fóðurmjöli 6 985 tonn fyrir rúmlega 41 millj. kr. og á innfluttu fóðurmjöli 25 467 tonn fyrir tæplega 128 millj. kr., eða alls fyrir 169 millj. kr. Við þetta mun rétt að bæta innlendu korni og grasmjöli fyrir 2 millj. kr., svo að fóðurkaupin hafa alls numið um 171 millj. kr. Meðalsala beggja 12 mánaða timabilanna er þá 163,5 millj. kr., eða nærri 20 millj. minni en bændur hafa talið þau. Mismun- urinn svarar mjög til þess, sem bændur hafa keypt af kjarnfóðri handa 67 þús. alifuglum og 1 444 svínum, er þeir telja fram. En þá er eftir að gera grein fyrir, hvar og hvernig hefur fengizt kjarnfóður handa um 1 060 nautgripum og nærri 122 þús. sauðkindum, er búleysingjar töldu fram. Þó að gert sé ráð fyrir, að allt að helmingur þess sauðfjár hafi verið tekið í fóður af bændum (fram eru þó taldar aðeins tæplega 22 þús. fóðurkindur, en það er mjög vantalið), og að nokkurt magn hafi verið keypt af kjarnfóðri, sem ekki er talið af fóðurseljendum, aðal- lega síld og eitthvað af mat (t. d. rúgmjöl), virðist framtal keypts fóður- bætis hafa verið í lægra lagi. Hins vegar er fóðurmjólk mjög vantalin til kostnaðar. Mjólk til fóð- urs er fram talin 3,2 millj. kg, en verðmæti hennar er ekki nema 8 550 þús. kr., svo að fóðurmjólkin er metin allt of lágt til verðs. Hér skakkar jafnvel svo miklu á fremur lágum gjaldalið, að það vegur á móti því, sem kjarnfóðrið gæti verið oftalið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.