Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Blaðsíða 35
Búnaðarskýrslur 1961—63
33*
ræða. En þar sem magn var fram talið, og eigi var um að ræða kaup á
síld, heyi eða öðrum hinum ódýrari fóðurvörum, var meðalverð kjarn-
fóðursins rétt um 5 kr. á kg, suins staðar rúmlega 5 kr. Kemur þetta
sæmilega heim við það, að í verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara haustið
1962 er innlent fóðurmjöl reiknað á kr. 6,37 á kg, og erlent fóðurmjöl
á kr. 4,29, en þá var erlenda fóðrið meir en fjórfalt að magni við hið
innlenda. í verðlagsgrundvellinum haustið 1963 er innlent fóðurmjöl
reiknað á kr. 5,90 kg, en erlent á kr. 5,02, en þá var erlenda fóðrið rúm-
lega þrefalt að magni móts við hið innlenda.
Til eru aðrar skýrslur um fóðurkaup bænda, þó ekki að fullu sam-
bærilegar. Það eru skýrslur, sem Hagstofan safnar frá seljendum kjarn-
fóðurs fyrir hvert ár, reiknað frá 1. júlí til 30. júní næsta almanaksár.
Þær eru þannig fyrir annan tíma, en ef bæði framleiðsluárin, sem ná
til almanaksársins 1963, eru tekin, og reiknuð af þeim meðaltal, ætti
ekki miklu að skeika. En annað getur hins vegar ruglað samanburðinn
meira: Fóðurseljendur gefa aðeins skýrslur um það kjarnfóður, er fara
skal til nautgripa, sauðfjár og hrossa, en í búnaðarskýrslum er fóður
hænsna og svína meðtalið. Svo selja fóðurseljendur fóðrið jafnt búlaus-
um sem bændum, en í töflu XIII er aðeins talið það fóður, er bændur
kaupa.
Samkvæmt skýrslum fóðurseljenda nam sala þeirra frá miðju ári 1962
til miðs árs 1963 6 441 tonni af innlendu fóðurmjöli fyrir um 41 millj.
kr., og 26 795 tonnum af erlendu kjarnfóðri fyrir um 115 millj. kr.,
eða alls fyrir 156 millj. kr. En á sama 12 mánaða tímabili 1963—
64 var sala þeirra á innlendu fóðurmjöli 6 985 tonn fyrir rúmlega 41
millj. kr. og á innfluttu fóðurmjöli 25 467 tonn fyrir tæplega 128 millj.
kr., eða alls fyrir 169 millj. kr. Við þetta mun rétt að bæta innlendu
korni og grasmjöli fyrir 2 millj. kr., svo að fóðurkaupin hafa alls numið
um 171 millj. kr. Meðalsala beggja 12 mánaða timabilanna er þá 163,5
millj. kr., eða nærri 20 millj. minni en bændur hafa talið þau. Mismun-
urinn svarar mjög til þess, sem bændur hafa keypt af kjarnfóðri handa
67 þús. alifuglum og 1 444 svínum, er þeir telja fram. En þá er eftir að
gera grein fyrir, hvar og hvernig hefur fengizt kjarnfóður handa um
1 060 nautgripum og nærri 122 þús. sauðkindum, er búleysingjar töldu
fram. Þó að gert sé ráð fyrir, að allt að helmingur þess sauðfjár hafi
verið tekið í fóður af bændum (fram eru þó taldar aðeins tæplega 22
þús. fóðurkindur, en það er mjög vantalið), og að nokkurt magn hafi
verið keypt af kjarnfóðri, sem ekki er talið af fóðurseljendum, aðal-
lega síld og eitthvað af mat (t. d. rúgmjöl), virðist framtal keypts fóður-
bætis hafa verið í lægra lagi.
Hins vegar er fóðurmjólk mjög vantalin til kostnaðar. Mjólk til fóð-
urs er fram talin 3,2 millj. kg, en verðmæti hennar er ekki nema 8 550
þús. kr., svo að fóðurmjólkin er metin allt of lágt til verðs. Hér skakkar
jafnvel svo miklu á fremur lágum gjaldalið, að það vegur á móti því,
sem kjarnfóðrið gæti verið oftalið.