Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 40
38*
Búnaðarskýrslur 1961—63
Tekjur af húseignum eru að mestu leyti reiknaðar leigutekjur af
eigin húsnæði. Þessar leigutekjur eru mjög lágt reiknaðar, aðeins um
helmingur af fyrningu og viðhaldskostnaði eignanna (sjá 3. dálk heildar-
gjalda í töflu XV).
Aðrar tekjur eru tekjuliðir 8—14 á aðalframtalsskýrslu til skatta-
yfirvalda, aðallega styrkir og bætur frá almannatryggingum, en einnig
sértekjur konu, ef nokkrar eru, svo og ýmsar tekjur af öðru en búskap.
Þessar tekjur hafa farið mjög vaxandi á síðustu árum, aðallega vegna
aukinna tryggingabóta. Voru þær árið 1954 aðeins fram taldar 13,7
millj. kr. hjá bændum, 1957 17,3 millj. kr., 1960 41,2 millj. kr. og 1963
78,5 millj. kr.
Af heildargjöldum er fyrst talinn tilkostnaður við búnaðarfram-
leiðsluna, og hefur þegar verið gerð grein fyrir honum í skýringum við
töflu XIII.
Næst eru taldir vextir af skuldum bænda. Þeir eru taldir hér, en ekki
í töflu XIII, vegna þess að þeir eru ekki allir vegna landbúnaðarins, heldur
oft að verulegu leyti vegna byggingar á íbúðarhúsi o. fl. óviðkomandi bú-
rekstrinum. Vaxtagreiðslur bænda hafa annars farið mjög vaxandi á
siðustu árum, voru 1954 fram taldar 8,0 millj. kr., 1957 16,6 millj. lcr.,
1960 32,2 millj. kr. og loks 1963 48,1 millj. kr. Þessi aukning vaxta-
greiðslnanna stafar bæði af auknum skuldum, er siðar verður gerð grein
fyrir, og hækkuðum vöxtum. Meðalvextir af skuldum bænda, ef reiknað
er af skuldarupphæð í árslok, voru 1954 3,5%, 1957 4,1%, 1960 5,6% og
1963 5,9%.
Kostnaður við liúseignir eru fasteignagjöld (þar með talin brunabóta-
gjöld), önnur gjöld af húseignuum, viðhald og fyrning. Vinna húseigenda
sjálfra við viðhald luiseigna er ekki talin. Hins vegar er hér talinn kostn-
aður bæði við íbúðarhús og útihús. Kostnaður þessi hefur, eins og annað,
farið hækkandi síðustu ár. Var fram talinn 1954 6,0 millj. kr„ 1957 10,2
millj. kr„ 1960 18,0 millj. kr. og 1963 22,2 millj. kr.
Ýmis gjöld eru frádráttarliðir 3—12 á aðalframtalsskýrslu til skatta-
yfirvalda. Hér er um að ræða eignarskatt, tryggingagjöld ýmisleg — þar
á meðal ólögbundin iðgjöld vegna persónutrygginga — sjúkrasamlags-
gjald, stéttarfélagsgjald o. fl. Þessi gjöld hafa mjög farið hækkandi síð-
ustu ár, m. a. vegna aukinna trygginga. Voru þau fram talin af bændum
1954 10,4 millj. kr„ 1957 15,7 millj. kr„ 1960 37,5 millj. kr. og 1963 64,6
millj. kr. Þessi gjöld eru hér eigi talin með heildargjöldunum, heldur
sérstaklega vegna samanburðar við framtal annarra atvinnustétta á
brúttótekjum þeirra.
Fyrir fjárfestingu i landbúnaði verður gerð grein síðar, í skýringum
við töflur XXIV—XXVI.
Af töflu þessari og af fjölda bænda, eins og þeir eru taldir í töflu I, á
að mega reikna meðalbrúttótekjur bænda í hverri sýslu landsins, tekjur
þeirra af búskapnum sérstaklega, með því að deila tölu bændanna í mis-
mun verðmætis afurðanna (1. dálkur) og tilkostnaðar við búnaðarfram-