Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 49
Búnaðarskýrslur 1961—63
47*
1960 .............. 2 058 1962 ................. 4 571
1961 .............. 4 096 1963 ................. 5 354
Jarðabótaframlag 1961—63 var greitt samkvæmt ákvæðum 11. gr.
reglugerðar um jarðrækt frá 17. maí 1951, að því er varðar grunnfram-
lagið, en um það vísast til Búnaðarskýrslna 1955—57 (bls. 54*). Sam-
kvæmt 14. gr. sömu reglugerðar greiddi ríkissjóður 15% viðbót á grunn-
framlagið, auk verðlagsuppbótar samkvæmt meðalvísitölu 1959, 532 stig.
Var styrkurinn greiddur eftir þeirri vísitölu árin 1961, 1962 og 1963.
í 5. yfirliti er sýnd heildarupphæð jarðabótaframlagsins 1960—63 eftir
sýslum.
Auk hins almenna jarðabótaframlags ríkisins samkvæmt reglugerð-
inni frá 17. maí 1951 og framlags ríkisins til skurðgraftar með skurð-
gröfum veitti Landnám ríkisins, samkvæmt 20. gr. laga um Stofnlána-
deild landbúnaðarins o. fl., aukalega framlag til nýræktar á jörðum,
sem hafa minna tún en 15 ha. Enn fremur veitti Landnámið aukafram-
lag til nýræktar á nýbýlum, og það kostaði einnig algerlega byrjun
ræktar i byggðarhverfum. Framlög Landnámsins til ræktunar í byggðar-
hverfum (aðeins talin nýrækt, girðingar og skurðgröftur), til nýbýla
(utan byggðarhverfa) og til býla með minna tún en 15 ha, námu 1960—63
sem hér segir (í þús. kr.):
1960
1961
1962
1963
Til byggðarhverfa Til nýbýla Til jarða með minna en 15 ha tún Samtals
1 272 1 867 3 435 6 574
695 1 990 3 493 6 178
1 170 1 578 2 128 4 876
538 1 831 4 928 7 297
Samtölur framlaga til nýbýla og jarða með minna túni en 15 ha,
samkvæmt ofan greindu, eru í 5. yfirliti, næstu linu fyrir ofan heildar-
upphæðina. Rétt þykir að taka fram, að í hliðstæðu yfirliti í Búnaðar-
skýrslum 1958—60 (bls. 60*—61*) er aðeins fært framlagið til jarða,
sem hafa minna tún en 15 ha, en við það framlag fyrir nýrækt gerða
1960 var bætt lítillega, eftir að þær skýrslur voru gerðar. t 5. yfirliti er
framlag Landnámsins til byggðarhverfa ekki talið með, þar eð fram-
kvæmdirnar eru ekki fyrir reikning bænda eða annarra framleiðenda
landbúnaðarafurða.
17. Fjárfestíng í landbúnaði 1961—63.
Agricultural investments 1961—63.
Töflur XXIV-—XXVI (bls. 68—73) sýna fjárfestingu í landbúnaði
árin 1961, 1962 og 1963.
Um mat á verðmæti jarðabóta (annarra en skurðgröfuskurða) og
húsabóta hefur verið haft samráð við Landnám ríkisins og Teiknistofu
landbúnaðarins, en þessir aðilar hafa undanfarin ár metið jarðabætur
til lántöku í lánasjóðum landbúnaðarins. Þó er hér eigi að öllu leyti fylgt