Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Blaðsíða 10

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Blaðsíða 10
8* Sveitarsjóðareikningar 1953—62 sem töflur þessa heftis ná yfir. Helztu breytingar frá því, sem áður liafði gilt, voru þessar: í stað þess að útsvör væru lögð á eftir efnum og ástæðum, skyldu nú útsvör I öllum sveitarfélögum lögð á eftir einum lögboðnum útsvarsstiga. Jafnframt var kveðið svo á, að lækka skyldi eða hækka hlutfallslega hvert útsvar, ef í ljós kæmi, að áætluð heildarútsvör væru hærri eða lægri en fjárhagsáætlunin segði til um, þó skyldi hækkun útsvara ekki mega vera meiri en 30%.—í stað veltuútsvars kom aðstöðugjald, scm sveitarstjórnum var heimilað að inuheimta hjá atvinnurekendum og öðrum þeim, sem sjálfstæða atvinnu hafa í sveitarfélaginu. Þá voru og í lögum þessum heildarákvæði um fasteignaskatt sveitarfélaga, og ákvæði laga nr. 19/1960, um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, voru tekin inn í lögin. Jafnframt var fjárhagsgeta þess sjóðs efld með því, að ákveðin var álagning svo nefndra landsútsvara, er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, Síldarverksmiðjur ríkisins, nokkur önnur ríkisfyrirtæki, og olíufélögin, skyldu greiða til Jöfnunarsjóðs. í töflu I er sundurliðun á rekstrartekjum og rekstrarútgjöldum, og á tekjum og gjöldum á eignabreytingareikningi, skipt á Reykjavík, kaupstaði í heild og hreppa í heild, fyrir hvert ár 1953-—62. Rekstrarhluti töflu I er samdráttur úr töflu II, sem gefur sömu reikningslegu sundurliðun, en auk þess er þar skipting á kaupstaði og sýslur. í töflu III sjást meginniðurstöður reikninga í hverju sveitarfélagi hvert ár 1953—62. í töflu IV er yfirlit um heildartekjur og heildarútgjöld lireppanna síðasta ár tímabilsins, þ. e. 1962, og er þar heldur minni sundurliðun á bæði rekstrarhðum og eignabreytingaliðum en í töflu I. Geta ber þess, að í töflunum er Kópavogur alltaf talinn með kaupstöðum, en hvergi sem hreppur í Kjósarsýslu, þótt liann yrði ekki kaupstaður fyrr en vorið 1955 (sjá lög nr. 30/1955). Á tímabihnu 1953—62 var ekki um að ræða aðrar breyt- ingar hreppa í kaupstaði, og ekki kom heldur til skiptingar hreppa á þessu tímabih. Hér fara á eftir skýringar á reikningsliðum taflnanna. Er þar miðað við töflu I, og tölur við liði hér á eftir vísa til hnunúmera í þeirri töflu. Aðrar töflur eiga þá að skýrast um leið samkvæmt framan sögðu um samliengi þeirra. 1. Utsvör ársins: Hér eru tilfærð álögð útsvör með hækkunum og lækkunum samkvæmt úrskurðum, enn fremur útsvör frá öðrum sveitarfélögum svo og útsvör ríkisfyrirtækja. Það, sem gefið er eftir á árinu eða talið ófáanlegt af fyrri ára út- svörum, er ekki tilfært hér, heldur í gjaldahlið rekstrarreiknings, lið 20. 2. Skattar af fasteignum: Hér er fyrst og fremst um að ræða fasteignaskatta eða fasteignagjöld, enn fremur sýsluvegagjald, að svo miklu leyti sem það kom sveitar- félögunum sjálfum til tekna. 3. Aðrir skattar og gjöld: Hér kemur hluti sveitarfélaga af stríðsgróðaskatti (seinast á lagður 1957), skemmtanaleyfisgjöld, byggingarleyfisgjöld, o. fl. Þá koma hér álögð aðstöðugjöld (1962 aðeins), og fer um færslu þeirra hkt og útsvaranna. 5. Tekjur (nettó) af eigin fyrirtœkjum: Hér er um að ræða óafturkræft fé, sem sveitarsjóður hefur fengið til almennra nota frá vatnsveitu, rafveitu, hafnarsjóði, útgerð og öðrum eiginlegum fyrirtækjum sveitarsjóðs, þó ekki tekjur af fasteignum, sem teljast til „ýmissa tekna“. Óafturkræfar greiðslur frá fjTÍrtækjum sveitarsjóðs til endurgreiðslu á ákveðnum útgjöldum hans, svo sem stjórnarkostnaði, koma til frádráttar viðkomandi gjaldaliðum, ef endurgreiðsla á sér stað sama ár og útgjöld sveitarsjóðsins, en hins vegar koma þær í 6. tekjuhð (endurgreiðslur), ef þær eiga sér stað síðar. Óafturkræf framlög úr sveitarsjóði til fyrirtækja hans til greiðslu rekstrar- halla eru hér innifabn og lækka því tekjuliðinn. Óafturkræf framlög sveitarsjóðs til fyrirtækis, sem virðast ekki standa í sambandi við rekstrarhalla þess, eru ekki færð hér, heldur í gjaldalið 20, „ýmis útgjöld“. ÖU afturkræf framlög milli sveitarsjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.