Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Blaðsíða 9
Sveitarsjóðareikningar 1953—62 7* að látnar séu í té. Hefur þetta torveldað mjög alla úrvinnslu reikninganna. Hefur ýmist orðið að gera hæpnar áætlanir til að fá nauðsynlegar sundurgreiningar, eða ekki hefur verið unnt að sundurgreina reikninga sem skyldi. Mikill hluti viðskipta sveitarfélaganna er þess eðhs, að engan veginn er augljóst, á hvern veg þau skuli færð. Töluverður hluti þeirra útgjalda, sem sveitarfélag hefur á reikningsárinu, eru ekki endanleg gjöld fyrir það, heldur eru þau endurgreidd síðar. Þá myndast og einhliða kröfur á sveitarfélag á einu tímabih, sem verða að út- gjöldum á öðru tímabih. Útgjöld til framfærslumála, menntamála, löggæzlu, vega- mála, landbúnaðarmála o. s. frv. er hægt að bókfæra á marga vegu. Það er hægt að færa þau brúttó í gjaldahhð rekstrarreiknings og allar endurgreiðslur í tekjuhhð. Það er hægt að færa þau nettó í gjaldahhð, þ. e. heildarútgjöld að frádregnum endur- greiðslum. Þá er og hægt að draga frá í gjaldahlið endurgreiðslur á útgjöldum sama árs, en færa endurgreiðslur á útgjöldum fyrri ára til tekna. Er þetta sú aðferð, sem eyðublað Hagstofunnar 1953—62 gerði ráð fyrir. Að lokum má svo færa þau útgjöld ein til gjalda, sem talin eru endanleg, að svo miklu leyti sem það er hægt, en færa afturkræf útgjöld til skuldar viðkomandi aðila, og koma þau þá fram sem hreyfing á eignabreytingareikningi og á efnahagsreikningi. Augljóst er, að mikið skortir á að samræmi sé í bókhaldi sveitarfélaganna, meðan sveitarfélögin fara hvert sína leið í þessu efni eins og þau gera. Þetta vandamál og önnur hliðstæð, sem Hagstofan hefur orðið að finna lausn á við úrvinnslu reikninga, stendur í nánu sambandi við það meginatriði, hvort bókhaldið skuh byggt upp á hreinum rekstrargrund- velh eða vera með sjóðsreikningsfyrirkomulagi. Hvenær á að telja útgjöld til gjalda — þegar þau eru greidd eða á þeim tíma, er þau raunverulega falla til sem gjöld? Æskilegast er að hafa reikningsform sveitarfélaga á hreinum rekstrargrundvelh, en það var,er nýtt reikningseyðublaðvar tekið í notkun 1952, eigi tahð fært vegna hinna mörgu smáu sveitarfélaga, og er aðeins útsvarshður eyðublaðsins settur upp á hrein- um rekstrargrunvelh. Yið úrvinnslu reikninga hefur hins vegar verið leitazt við að taka meira tillit til rekstrarfræðilegra sjónarmiða, þ. e. að greina rekstrartekjur og rekstrarútgjöld frá eignabreytingum. í töflum þeim, er birtar eru í þessu hefti, er tekju- og gjaldareikningi því skipt í rekstrarreikning og eignabreytingareikning, þ.e. í rekstrartekjur og aðrar tekjur (eignabreytingar), rekstrarútgjöld og önnur útgjöld (eignabreytingar). Mismunur tekju- og gjaldahhðar rekstrarreiknings, þ. e. rekstrarafgangur, er færður á eignabreytingareikning. Afskriftum er alveg sleppt á rekstrarreikningi og þær ekki taldar útgjöld, en hins vegar koma þær sums staðar fram sem breytingar á eignahðum í efnahagsreikningi. Að öðru leyti vísast í töflur- nar sjálfar,einkum töflu I og skýringar við hana aftar í þessum inngangi,til glöggvun- ar á því, hvað felst í einstökum hðum rekstrartekna og rekstrarútgjalda. Yið því má búast, að rekstrarafgangur samkvæmt töflum þessa lieftis sé stundum annar en fram kemur í reikningum eins og sveitarstjórnir hafa endanlega gengið frá þeim. Þá má og ekki gera ráð fyrir, að fullt samræmi verði milli eigna- breytinga og efnahagsreiknings í töflum frá ári til árs. Stafar það m. a. af ófullkomnu bókhaldi sveitarfélaganna og af ónákvæmum frágangi reikninga til Hagstofunnar. B. Skýringar við töflumar. Explanatory notes to the tables Rétt er að geta þess fyrst, að í lögum nr. 69/1962, um tekjustofna sveitarfélaga, voru sett ný ákvæði um almenna tekjuöflun sveitarfélaga, og komu þau til fram- kvæmda við álagningu gjalda þegar á árinu 1962, eða á síðasta ári þess tímabils,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.